Hver ber ábyrgð á menntamálum? Haukur Arnþórsson skrifar 13. september 2022 08:01 Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Kjaramál Haukur Arnþórsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er nokkuð rætt um stöðu verkalýðshreyfingarinnar (hér stytt í VLH) og þá jafnframt Samtaka atvinnurekenda (SA) gagnvart kröfu um íslenskukennslu fyrir starfsfólk á vinnumarkaði. Svo virðist sem einhverjir líti svo á að þessir aðilar eigi að sjá um menntamál. En er það tilfellið? Almennt eru menntamál, félagsmál og heilbrigðismál opinber þjónusta sem veitt er beint af ríkinu eða sveitarfélögunum samkvæmt tilskipunum frá ríkinu og jafnan kostuð af hinu opinbera að einhverju eða öllu leyti. Á þessu eru auðvitað fjölmargar undantekningar, en flestar lítilfjörlegar – tölum hér um aðalatriði málsins; málaflokkarnir eru á ábyrgð ríkisins í okkar þjóðfélagsgerð og það er samkvæmt hefðum vestrænna ríkja. Við höfum um árabil horft upp á að félagsleg þjónusta er veitt af VLH/SA samkvæmt kjarasamningum og heilbrigðisþjónusta og jafnvel menntaþjónusta líka í vaxandi mæli. Þá erum við að tala um orlofsmál, félagsmál í víðum skilningi, endurmenntun og heilbrigðismál (Virk). Þetta er kostað af atvinnulífinu sem greiðir yfir 80% útgjaldanna meðan félagsmenn greiða allt að 20%. Heildarkostnaður lætur nærri að vera um 100 milljarðar á ári, sem samsvarar um fjórðungi af útgjöldum ríkisins til félagsmála (tölur frá vef Hagstofu). Við erum því að tala um stórt kerfi sem veitir þjónustu sem opinberir aðilar veita í nágrannaríkjunum. Af hverju taka VLH/SA að sér verkefni ríkisins gagnvart sínum skjólstæðingum – og það í þeim mæli að almenningur telur nú orðið að þau eigi að mennta fólk á vinnumarkaði? Hér verður ekkert fullyrt um það en þeirri ályktun slegið fram að styrkleiki nýfrjálshyggjusjónarmiða, sem einkum hafa verið borin fram af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum, hefur verið slíkur hjá ríkisvaldinu að heilbrigðismál, félagsmál og menntamál eru í lakara ástandi og þessi kerfi veita lakari þjónustu en gert er í nágrannaríkjunum. Hins vegar hafa VLH/SA brugðist við þessu með því að skattleggja atvinnulífið og byggt upp félagsmálaþjónustu að norrænni fyrirmynd fyrir vinnandi fólk. VLH/SA hafa með auknum álögum á vinnuveitendur staðfest í verki að ríkið sinnir ekki hlutverki sínu við að skapa launafólki góð skilyrði og sambærileg við það sem gerist í öðrum ríkjum – og hafa tekið málin í eigin hendur. Er þetta ekki í lagi? Nei, alls ekki. Þessi þróun skilur eftir alla sem ekki eru á vinnumarkaði, um 90 þús. manns átján ára og eldri. Aldraðir, öryrkjar, atvinnulausir og námsmenn eru samkvæmt rannsóknum með 40-50% lægri tekjur að meðaltali en vinnandi fólk og njóta ekki „nýja norræna félagsmálakerfisins“ sem VLH/SA hafa byggt upp. Þannig eykur þessi samningagerð mismunun í þjóðfélaginu – þeir fátæku verða enn fátækari, og þetta er ein meginástæðan fyrir bjargarleysi fátækra. Þessir hópar komast ekki í orlofshús eða í orlofsferðalög, fá ekki greidda endurmenntun eða námskeiðskostnað og því síður fyrir hreyfingu og líkamsrækt, njóta ekki greiðslna fyrir röntgenmyndatöku eða til kaupa á nýjum gleraugum (svo dæmi séu tekin um kostnað sem VLH/SA greiða til viðbótar við greiðslur Sjúkratryggingar) – og síðast en ekki síst nýtur fólk utan vinnumarkaðar ekki þjónustu VIRK, en þarf kannski meira á henni að halda en aðrir. Það er við þessar aðstæður sem unnendur íslenskunnar freistast til að fordæma verkalýðshreyfinguna fyrir að setja ekki endurmenntun erlendra launamanna á oddinn. En þeir eru að hengja bakara fyrir smið. Það er ríkið sem sér um menntamál og þeir eiga að tala við þingmanninn sinn. Það hlýtur að koma að því að aðilar vinnumarkaðarins fjalli einkum um kaup og kjör og stjórnmálamennirnir um þau málefni sem til þeirra friðar heyrir – húsnæðismál, menntamál, heilbrigðismál og félagsmál – og taki að sér að þróa norrænt velferðarþjóðfélag. Í þessu sambandi má minna á að enginn aðili má taka sér vald ríkisins í hönd í þjóðfélaginu (almenningur má t.d. ekki taka sér lögregluvald) og öll félagsmálauppbygging VLH og SA er því lagalega á gráu svæði. Ástæða er til að endurskoða hana frá grunni. Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun