Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2022 07:11 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill. Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Þetta segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, í samtali við Morgunblaðið. Áður en lögum var breytt í sumar var heimilt að fella niður virðisaukaskatt af rafbílum og vetnisrafbílum. Niðurfellingin var að hámarki 1.560 þúsund fyrir rafbíla og takmörkuð við 15 þúsund bifreiðar í ökutækjaskrá. Með lagabreytingunni var hámarkið lækkað í 1.320 þúsund frá 1. janúar 2023 til 31. desember 2023 en kvótinn hækkaður í 20 þúsund bifreiðar. Að sögn Egils voru um það bil 5.100 rafbílar eftir af nýja kvótanum í byrjun september. Egill segist sjá fyrir sér að kvótinn klárist næsta haust, sem muni gera það að verkum að verð rafbíla hækkar sem nemur niðurfellingunni á virðisaukaskattinum. Þá mun verð einnig hækka vegna boðaðra hækkana á vörugjöldum og virðisaukaskatti, sem nemur 300 til 400 þúsund krónum til viðbótar. Að sögn Egils hafa ódýrir rafbílir kostað um 5 milljónir króna. Hann gerir ráð fyrir að verðið fari í kjölfarið í um sjö milljónir. Egill segir fyrirsjáanlegt að verðhækkanirnar muni hafa áhrif á kauphegðun og þannig muni aðgerðir stjórnvalda ganga þvert gegn þeirra eigin markmiðum um að helmingur bílaflota landsmanna verði rafbílar árið 2030. „Orka er að baki 61% af losuninni sem Ísland ber ábyrgð á og hlutur vegasamgangna er 33%. Þannig að þetta er stærsti einstaki liðurinn í að ná markmiðunum. Hvað gerðu stjórnvöld fyrir nokkrum árum? Þau settu sér markmið um tiltekinn fjölda rafbíla í flotanum árið 2030, því skuldbindingin miðast við það ár. Til að loftslagsmarkmið næðust þyrfti annar hver bíll að vera rafbíll. Eins og staðan er í dag er langur vegur frá því að þetta náist og með þessum hækkunum er það enginn möguleiki,“ segir Egill.
Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira