Telur óvíst að heimila eigi flutning barna með valdi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2022 12:33 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, sendi fyrirspurn um aðfarargerðir í forsjármálum á þrjá ráðherra og gagnrýnir svaraleysi barnamálaráðherra. visir/vilhelm Alþingi þarf að taka alvarlega umræðu um hvort aðfararheimild í forsjármálum sé réttlætanleg og börnum fyrir bestu, að mati þingmanns Samfylkingar. Hann gagnrýnir skoðanaleysi barnamálaráðherra á máli þar sem barn var flutt með valdi milli foreldra á barnaspítalanum. Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“ Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Í sumar var greint frá aðgerðum sýslumanns, lögreglu og barnaverndar á Barnaspítala Hringsins þegar barn var flutt frá móður til föður til að knýja fram úrskurð um lögheimili. Samtökin Líf án ofbeldis birtu myndir af fulltrúum fyrrnefndra embætta á spítalanum þar sem barnið var í lyfjagjöf, lýstu því að aðgerðin væri gegn vilja barnsins og fordæmdu hana harðlega. Nokkrum dögum síðan lagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar fram fyrirspurnir til heilbrigðis-, barna-, og dómsmálaráðherra vegna málsins og spurði hvort forsvararnlegt væri að framkvæma aðfarargerðir í málum barna á heilbrigðisstofnunum og bárust svör frá Willum Þór Þórssyni og Ásmundi Einari Daðasyni fyrir helgi. „Mér finnst að börn eigi ekki að óttast að vera beitt valdi inni á spítala vegna forsjárdeilna og að foreldrar sem standa í svona deilum eigi ekki að þurfa að setja það fyrir sig að fara með börn sín í læknismeðferð. Eins setur þetta heilbrigðisstarfsfólk í ömurlega stöðu. Og það sem ég vildi fá fram með þessum fyrirspurnum til ráðherranna; að þeir viðurkenndu þetta mjög afdráttarlaust,“ segir Jóhann Páll. „Willum gerði það en það er eins og Ásmundur Einar telji þessi mál, aðfarargerðir í forsjárdeilum og umgengnisdeilum, ekki koma sínu ráðuneyti við,“ segir Jóhann og gagnrýnir svaraleysið. „Ásmundur talar mikið um að hann standi með börnum og heldur blaðamannafundi en stundum vantar upp á að því sé fylgt eftir með aðgerðum. Og það er kannski ástæða til að minna Ásmund á að hann er bæði barnamálaráðherra og barnaverndarráðherra,“ segir Jóhann. Hann telur óvíst hvort heimild til aðfarar í þessum málum sé réttlætanleg. „Ég held að við þurfum að taka alvarlega umræðu um hvort þetta geti í raun og veru verið börnum fyrir bestu að þau séu tekin svona með valdi á milli foreldra.“
Alþingi Samfylkingin Réttindi barna Barnavernd Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira