Ætla að sækja allar hækkanir í fjárlagafrumvarpinu aftur í kjarasamningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 13:05 Ragnar Þór er formaður VR. vísir/vilhelm Formaður VR segir fyrirhugaðar skattahækkanir í nýju fjárlagafrumvarpi koma til með að hafa bein áhrif á kröfur félagsins við komandi kjarasamningsgerð. Hann hefði viljað sjá stórar aðgerðir eins og leiguþak í frumvarpinu til að sporna gegn verðbólgunni. Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér. Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Hærra vörugjald á bifreiðum og hækkun skatta á bensíni, tóbaki og áfengi eru á meðal þess sem finna má í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í gær. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög hafa bent á að þetta muni hafa mest áhrif á lág- og meðaltekjufólk og auka við verðbólguna. „Það er alveg ljóst að sá kostnaðarauki sem fyrirtæki hafa verið að velta út í verðlagið, bæði vegna hækkandi hrávöruverðs og svo ástandsins í heiminum, að það hafa engar tilraunir verið gerðar neins staðar í okkar samfélagi til að sýna samfélagslega ábyrgð og reyna að halda verðbólgunni í skefjum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vegna þess muni félagið reikna út aukinn kostnað í daglegu lífi sinna félagsmanna vegna verðbólgunnar og setja hann beint inn í kröfur sínar í komandi kjaraviðræðum í haust. Fjárlagafrumvarpið mun koma til með að hafa bein áhrif á þær kröfur að sögn Ragnars. „Já að sjálfsögðu. Af hverju ættum við að gefa eitthvað eftir í okkar kröfum. Af hverju eigum við ekki að velta kostnaðarauka okkar heimilis inn í okkar launakröfur, sem að aftur er okkar gjald fyrir að skapa hér verðmæti í okkar samfélagi. Þannig ég sé enga ástæðu til annars en að við förum að haga okkur eitthvað öðruvísi en fyrirtækin hafa verið að gera, fjármálakerfið og eins og ég segi við munum setja þetta beint út í kröfugerðina. Það er bara ekkert flóknara en það,“ segir hann. Vill leiguþak eins og hjá Dönum Hann saknar þá beinna aðgerða til að stemma stigu við verðbólgunni í fjárlagafrumvarpinu eins og ríki í kring um okkur hafi verið að gera. „Og þá kannski fyrst og fremst varðandi húsnæðismálin. Það er ekkert sem bendir til annars en að ríkið sé frekar að draga úr stuðningi frekar en hitt og maður skilur bara ekki á hvaða vegferð íslenska ríkisstjórnin er á,“ segir Ragnar. Hann hefði viljað sjá frekari áform um uppbyggingu á húsnæði og leiguþak, líkt og Danir eru að koma á hjá sér.
Kjaramál Stéttarfélög Fjármál heimilisins Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2023 Tengdar fréttir Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Segir að meðalverð á rafbílum geti hækkað um tæpar tvær milljónir Meðalverð á rafbílum gæti hækkað um tæpar tvær milljónir þegar þær ívilnanir sem hafa verið veittar vegna rafbílakaupa renna sitt skeið. 13. september 2022 07:11