„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var lítið að hugsa um verkina þegar hún fagnaði sínu fyrsta marki á stórmóti, í 1-1 jafnteflinu við Ítalíu á EM í sumar. VÍSIR/VILHELM Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira