Veiðiferð vísindamanna skilar vænum fiskafla úr Elliðavatni Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2022 21:42 Friðþjófur Árnason er líffræðingur á Hafrannsóknastofnun. Arnar Halldórsson Fiskstofnar í Elliðavatni dafna vel, samkvæmt árlegri úttekt vísindamanna, sem fengu hátt í þrjúhundruð væna silunga í net sín á einum sólarhring. Bleikju hefur þó fækkað, en sama þróun sést víðar á landinu, og er talin geta tengst hnattrænni hlýnun. Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Samskonar rannsókn á fiskistofnum Elliðavatns hefur verið gerð á hverju hausti undanfarin 35 ár. Þrír vísindamenn Hafrannsóknarstofnunar, líffræðingarnir Friðþjófur Árnason og Sigurður Óskar Helgason og Eydís Njarðardóttir rannsóknarmaður, lögðu 22 net í vatnið í gær með mismunandi möskvastærðum og vitjuðu svo um þau í dag. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar sigla að landi með aflann í dag.Arnar Halldórsson Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þau tína afraksturinn úr netunum, sem reyndist 259 silungar, þar af 230 urriðar og 29 bleikjur, sem er svipað og í fyrra. „Við allavega getum sagt að fiskstofnarnir hérna, urriðinn, sýnir bara góðan vöxt. Það er mikill vöxtur í Elliðavatni þannig að fiskstofnarnir hafa það svo sem ágætt hérna,“ segir Friðþjófur. „En bleikjunni hefur fækkað og við vitum svo sem ekki alveg nákvæmlega ástæðuna. En líklega er þetta tengt einhverskonar hnattrænni breytingu, jafnvel hlýnun,“ segir líffræðingurinn. Væn bleikja sem kom í veiðinet vísindamanna Hafrannsóknastofnunar.Arnar Halldórsson Ein kenningin er að hlýnun ýti undir vöxt sníkjudýrs. „Við höfum fundið hér sníkjudýr sem þarf talsverðan hita til að blossa upp. Og við vitum að bleikjan er viðkvæm fyrir því. En það eru margir þættir sem geta spilað inn í. En við erum að sjá þetta víðar heldur en í Elliðavatni; að bleikjustofnum hefur hrakað á landinu.“ Enginn lax var í netunum í dag, þótt hann gangi í gegnum vatnið og upp í Hólmsá og Suðurá til að hrygna. „Það er hending að við fáum lax í netin. Og ef það gerist þá reynum við nú að sleppa honum, ef hann er með lífsmarki,“ segir Friðþjófur. Horft yfir Elliðavatn. Tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, eiga land að vatninu.Arnar Halldórsson Við sáum myndarfiska í netunum, bæði bleikju og urriða, en Friðþjófur segir þá stærstu slaga í tvö kíló. Algengasta stærðin sé þó 300 til 400 grömm. „Þetta telst bara vera mjög vel haldinn fiskur. Það er góður vöxtur hérna og ekkert að því. Þannig að það er nóg fæða,“ segir líffræðingurinn Friðþjófur Árnason hjá Hafrannsóknastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Stangveiði Vísindi Kópavogur Reykjavík Loftslagsmál Umhverfismál Um land allt Tengdar fréttir Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23 Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Elliðavatn búið að vera gjöfult Elliðavatn var lengi vel kallað háskóli silungsveiðimannsins og miðað við veiðina síðustu daga og vikur hafa margir klárað það nám. 24. júní 2022 08:23
Bleikjan á uppleið í Elliðavatni Veiðimenn og veiðikonur sem hafa verið að stunda Elliðavatn í vor og það sem af er sumri eru sammála um að það virðist vera meira af bleikju en undanfarin ár. 1. júní 2022 08:58