Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. september 2022 21:48 Brynja Skúladóttir og Íris Ósk Friðriksdóttir hafa barist fyrir viðurkenningu á að ofbeldi hafi verið beitt í starfsemi meðferðarheimilisins Varpholti/Laugalandi á sínum tíma. Vísir/Arnar Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti í dag greinargerð um meðferðarheimilið Varpholt/Laugaland. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Í greinargerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Mikill léttir Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir eru á meðal þeirra sem dvöldu á heimilinu. Hafa þær á undanförnum árum barist fyrir viðurkenningu á því sem gekk á á heimilinu. Þær brugðust við greinargerðinni í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara mjög mikill léttir,“ sagði Brynja aðspurð um hvaða tilfinningar bærðust með henni eftir að hafa gluggað í greinargerðina. Íris tók undir orð Brynju og sagði að það væri mikill léttir að búið væri að viðurkenna að ofbeldi hafi viðgengist á meðferðarheimilinu. Þær segjast einnig vera spenntar að sjá hvernig Ásmundur Einar Daðson, félags- og barnamálaráðherra, muni bregðast við greinargerðinni, sem ráðist var í eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þess efnis. „Ég persónulega er mjög spennt að sjá viðbrögð ráðherra við þessu. Það kemur ekkert fram í skýrslunni hver næstu skref eigi að vera þannig að við erum svolítið í lausu lofti,“ segir Íris. Fengu sms hálftíma fyrir birtingu greinargerðarinnar Þrátt fyrir að finna fyrir létti við birtingu greinargerðarinnar gagnrýna þær skort á upplýsingagjöf við gerð greinargerðarinnar. „Það var tekið viðtal við okkur, svo heyrum við ekki neitt. Við fáum til dæmis sms hálftíma áður en skýrslan kemur út um það að hún sé að koma út í dag klukkan tvö,“ segir Íris. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Íris segist trúa því að það styttist í hægt verði að setja punkt fyrir aftan þetta tímabil í lífi þeirra. „Þegar skýrslan er komin út þá vill maður trúa því að þetta sé mjög langt komið. Ég er sammála Brynju með það að mér er mjög létt að það er viðurkennt að það átti sér stað ofbeldi þarna.“ Barna- og fjölskyldustofa rekur nú heimili á Laugalandi Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri heimilisins árið 2008 og var það rekið af þeim til ársins 2021. Í sumar var þar opnað nýtt meðferðarheimili í húsnæðinu og er það rekið af Barna- og fjölskyldustofu. Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Barnavernd Félagsmál Tengdar fréttir Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. 28. júní 2022 08:55 Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13. apríl 2021 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti í dag greinargerð um meðferðarheimilið Varpholt/Laugaland. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Í greinargerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Mikill léttir Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir eru á meðal þeirra sem dvöldu á heimilinu. Hafa þær á undanförnum árum barist fyrir viðurkenningu á því sem gekk á á heimilinu. Þær brugðust við greinargerðinni í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara mjög mikill léttir,“ sagði Brynja aðspurð um hvaða tilfinningar bærðust með henni eftir að hafa gluggað í greinargerðina. Íris tók undir orð Brynju og sagði að það væri mikill léttir að búið væri að viðurkenna að ofbeldi hafi viðgengist á meðferðarheimilinu. Þær segjast einnig vera spenntar að sjá hvernig Ásmundur Einar Daðson, félags- og barnamálaráðherra, muni bregðast við greinargerðinni, sem ráðist var í eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þess efnis. „Ég persónulega er mjög spennt að sjá viðbrögð ráðherra við þessu. Það kemur ekkert fram í skýrslunni hver næstu skref eigi að vera þannig að við erum svolítið í lausu lofti,“ segir Íris. Fengu sms hálftíma fyrir birtingu greinargerðarinnar Þrátt fyrir að finna fyrir létti við birtingu greinargerðarinnar gagnrýna þær skort á upplýsingagjöf við gerð greinargerðarinnar. „Það var tekið viðtal við okkur, svo heyrum við ekki neitt. Við fáum til dæmis sms hálftíma áður en skýrslan kemur út um það að hún sé að koma út í dag klukkan tvö,“ segir Íris. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Íris segist trúa því að það styttist í hægt verði að setja punkt fyrir aftan þetta tímabil í lífi þeirra. „Þegar skýrslan er komin út þá vill maður trúa því að þetta sé mjög langt komið. Ég er sammála Brynju með það að mér er mjög létt að það er viðurkennt að það átti sér stað ofbeldi þarna.“ Barna- og fjölskyldustofa rekur nú heimili á Laugalandi Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri heimilisins árið 2008 og var það rekið af þeim til ársins 2021. Í sumar var þar opnað nýtt meðferðarheimili í húsnæðinu og er það rekið af Barna- og fjölskyldustofu.
Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Barnavernd Félagsmál Tengdar fréttir Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. 28. júní 2022 08:55 Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13. apríl 2021 15:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46
Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. 28. júní 2022 08:55
Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13. apríl 2021 15:05