Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2022 23:30 Lögreglumenn við undirbúningsstörf í Lundúnum. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Fjallað er um skipulag löggæslunar á vef BBC. Búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til þess að votta Elísabetu drottningu virðingu sína þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Ofan á þennan fjölda leggst svo mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sem munu verða viðstaddir jarðarförina. Í frétt BBC segir að jarðarförin sé eins opinber viðburður og hugsast getur, þar sem engir eiginlegir öryggisaðgangar eru við kirkjuna. Að viðbættum hinum mikla mannfjölda verður það ógerlegt fyrir lögreglu að kanna hvern og einn gest jarðarfarinnar og nærliggjandi svæða. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna stóð vaktina í Edinborg í vikunni þegar kista Elísabetar var geymd í dómkirkju heilas Giles. Mikill fjöldi lagði leið sína þangað. Búist er þó við margföldum fjölda á við það á mánudaginn í Lundúnum.Ian Forsyth/Getty Images) Í frétt BBC segir að augu heimsbyggðarinnar verði á Lundúnum á mánudaginn og því velt upp að því geti það reynst freistandi fyrir hryðjuverkamenn að láta til skarar skríða. Gestirnir gegni mikilvægu löggæsluhlutverki Lögreglan í Lundúnum mun þó gera allt sem í sínu valdi stendur til að útiloka að eitthvað slíkt eigi sér stað. Lögreglumenn frá öðrum svæðum Bretland munu veita Lundúnarlögreglu liðsauka auk fjölda hermanna úr öllum mögulegum herdeildum Bretlandshers. Lögregla segir að fyrsta varnarlínan gegn mögulegum ógnum næstkomandi mánudag sé almenningur sjálfur. Eru þeir sem ætla að leggja leið sína að Westminster-svæðinu á mánudag beðnir um að hafa augun og eyru með í för, með öðrum orðum, vera vakandi fyrir mögulegum hættum og láta vita ef eitthvað óeðilegt á sér stað. Þungvopnaðir lögreglumenn stóðu vaktina í Lundúnum í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Á bak við tjöldin vinna leyniþjónustur Bretlands hörðum höndum að því að vakta einstaklinga sem eru nú þegar á lista þeirra yfir mögulega hryðjuverkamenn. Engir sénsar verða teknir á mánudaginn. Biden tekur „Skrýmslið“ með Mikill fjöldi lögreglumanna fylgist með fólksfjöldanum á öryggismyndavélum auk þess sem að lögreglumenn sérþjálfaðir í að koma augum á hættur í miklum mannfjölda munu fylgjast grannt með. Reiknað er með að erlendir þjóðhöfðingjar munu byrja að mæta til Lundúna á föstudaginn. Viðvera þeirra við jarðarförina krefst einnig öryggisgæslu af hálfu lögreglunnar í Lundúnum. Sumir þeirra munu koma í fylgd með eigin líffvörðum og mun Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, meðal annars ferðast um Lundúni í brynvarða bílnum sem hann notast alla jafna við í Bandaríkjunum. Sá bíll gengur undir viðurnefnini „The Beast“ eða „Skrýmslið“. Breskir sprengjuleitarhundar verða í yfirvinnu næstu dagana.EPA-EFE/NEIL HALL Sem dæmi um það hversu umfangsmikil undirbúningur lögreglu er fyrir jarðarförina munu lögreglumenn opna, kanna og innsigla hvert einasta brunnlok í grennd við Westminster Abbey til þess að útiloka að þar sé hægt að koma fyrir sprengju. Þá mun hver einasti ljósastaur verða opnaður og kannaður í sama tilgangi. Hver einasti staður þar sem mögulega er hægt að koma fyrir sprengju verður kannaður að því er fram kemur í frétt BBC, sem lesa má hér. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk England Tengdar fréttir Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fjallað er um skipulag löggæslunar á vef BBC. Búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til þess að votta Elísabetu drottningu virðingu sína þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Ofan á þennan fjölda leggst svo mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sem munu verða viðstaddir jarðarförina. Í frétt BBC segir að jarðarförin sé eins opinber viðburður og hugsast getur, þar sem engir eiginlegir öryggisaðgangar eru við kirkjuna. Að viðbættum hinum mikla mannfjölda verður það ógerlegt fyrir lögreglu að kanna hvern og einn gest jarðarfarinnar og nærliggjandi svæða. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna stóð vaktina í Edinborg í vikunni þegar kista Elísabetar var geymd í dómkirkju heilas Giles. Mikill fjöldi lagði leið sína þangað. Búist er þó við margföldum fjölda á við það á mánudaginn í Lundúnum.Ian Forsyth/Getty Images) Í frétt BBC segir að augu heimsbyggðarinnar verði á Lundúnum á mánudaginn og því velt upp að því geti það reynst freistandi fyrir hryðjuverkamenn að láta til skarar skríða. Gestirnir gegni mikilvægu löggæsluhlutverki Lögreglan í Lundúnum mun þó gera allt sem í sínu valdi stendur til að útiloka að eitthvað slíkt eigi sér stað. Lögreglumenn frá öðrum svæðum Bretland munu veita Lundúnarlögreglu liðsauka auk fjölda hermanna úr öllum mögulegum herdeildum Bretlandshers. Lögregla segir að fyrsta varnarlínan gegn mögulegum ógnum næstkomandi mánudag sé almenningur sjálfur. Eru þeir sem ætla að leggja leið sína að Westminster-svæðinu á mánudag beðnir um að hafa augun og eyru með í för, með öðrum orðum, vera vakandi fyrir mögulegum hættum og láta vita ef eitthvað óeðilegt á sér stað. Þungvopnaðir lögreglumenn stóðu vaktina í Lundúnum í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Á bak við tjöldin vinna leyniþjónustur Bretlands hörðum höndum að því að vakta einstaklinga sem eru nú þegar á lista þeirra yfir mögulega hryðjuverkamenn. Engir sénsar verða teknir á mánudaginn. Biden tekur „Skrýmslið“ með Mikill fjöldi lögreglumanna fylgist með fólksfjöldanum á öryggismyndavélum auk þess sem að lögreglumenn sérþjálfaðir í að koma augum á hættur í miklum mannfjölda munu fylgjast grannt með. Reiknað er með að erlendir þjóðhöfðingjar munu byrja að mæta til Lundúna á föstudaginn. Viðvera þeirra við jarðarförina krefst einnig öryggisgæslu af hálfu lögreglunnar í Lundúnum. Sumir þeirra munu koma í fylgd með eigin líffvörðum og mun Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, meðal annars ferðast um Lundúni í brynvarða bílnum sem hann notast alla jafna við í Bandaríkjunum. Sá bíll gengur undir viðurnefnini „The Beast“ eða „Skrýmslið“. Breskir sprengjuleitarhundar verða í yfirvinnu næstu dagana.EPA-EFE/NEIL HALL Sem dæmi um það hversu umfangsmikil undirbúningur lögreglu er fyrir jarðarförina munu lögreglumenn opna, kanna og innsigla hvert einasta brunnlok í grennd við Westminster Abbey til þess að útiloka að þar sé hægt að koma fyrir sprengju. Þá mun hver einasti ljósastaur verða opnaður og kannaður í sama tilgangi. Hver einasti staður þar sem mögulega er hægt að koma fyrir sprengju verður kannaður að því er fram kemur í frétt BBC, sem lesa má hér.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk England Tengdar fréttir Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39
Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21