„Við erum með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 08:55 Þingmaður þýska vinstriflokksins, Die Linke, fór hörðum orðum um þýsku ríkisstjórnina í harla umdeildri ræðu sem hún flutti í þýska þinginu í vikunni. Þar fjallaði hún um nauðsyn þess að halda áfram viðskiptum við Rússa þrátt fyrir stríðið - og málflutningur hennar hefur síðan leitt til þess að fjöldi flokksmanna hefur sagt sig úr flokki hennar. Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira
Hlýða má á ræðuna í Íslandi í dag hér að ofan. Hún hefst á fimmtu mínútu og er textuð. Í kjölfarið er ræðan sett í samhengi við yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu. „Við erum virkilega með heimskustu ríkisstjórn í Evrópu ef maður skoðar málið,“ sagði þingmaðurinn, Sarah Wagenknecht. Sarah Wagenknecht hefur lengi verið umdeild í þýskum stjórnmálum og nú er hún komin í miklar útistöður við formann síns eigin flokks.Michael Kappeler/picture alliance via Getty Images Wagenknecht hélt áfram: „Stærsti vandi þessarar ríkisstjórnar eru hrokafullar hugmyndir hennar um að ráðast í fordæmalausar efnahagslegar stríðsaðgerðir gegn mikilvægasta orkubirgi Þýskalands. Jú auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur, auðvitað er stríðið í Úkraínu glæpur. En að ímynda sér að við séum að refsa Pútín sérstaklega með því að rústa þýska iðnaðinum og steypa milljónum þýskra fjölskyldna í fátækt á meðan Gazprom hagnast um metupphæðir, hvers konar vitleysa er það?“ Wagenknecht hefur þótt tala of vinsamlega um áframhaldandi samskipti við Rússa þrátt fyrir innrásina, enda sé rússneskt gas nauðsynlegt þýsku efnahagskerfi. Slíkur málflutningur fellur í grýttan jarðveg, en hann er þó síst aðeins að finna innan Die Linke. Stjórnmálamenn úr röðum kristilegra demókrata hafa einnig talað á þennan veg og úr röðum AfD. Eftir að Wagenknecht lét svona um mælt í þinginu hefur formaður flokks hennar sagt þetta framferði skaða flokkinn. Hún bregst hin versta við í samtali við ZEIT ONLINE og segir þar um formann sinn: „Flokksmaður sem ruglar saman hliðarveruleika Twitter-búbblunnar sinnar og stemningunni á meðal almennings er ekki í réttu hlutverki.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Þýskaland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Sjá meira