Bergið, headspace. Andleg heilsa unga fólksins Guðmundur Fylkisson skrifar 15. september 2022 11:30 Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum. Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni. #Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum. Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni. #Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun