Bergið, headspace. Andleg heilsa unga fólksins Guðmundur Fylkisson skrifar 15. september 2022 11:30 Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum. Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni. #Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum. Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni. #Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar