Alfons á sínum stað hjá Bodø/Glimt | Stefán Teitur gat ekki stöðvað Hamrana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 21:15 Alfons Sampsted í leik kvöldsins. EPA-EFE/Mats Torbergsen Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í A-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga. Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hóf leik í hægri bakverði þegar Bodø/Glimt tók á móti Zürich í X-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld. Lék hann allan leikinn. Noregsmeistararnir höfðu gert jafntefli við PSV í fyrstu umferð og gátu farið á topp riðilsins með sigri þar sem leik Arsenal og PSV var frestað vegna andláts Elísabetar II Bretadrottningar. Staðan var markalaus í hálfleik þó svo að gestirnir frá Sviss töldu sig hafa komist yfir þegar aðeins fimm mínútur voru til loka hans. Þeir komu þá boltanum í netið en markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað af myndbandsdómara leiksins. Leikmaður Zürich var rangstæður í aðdraganda marksins. Á 54. mínútu varð leikmaður gestanna fyrir því óláni að skora sjálfsmark og aðeins fjórum mínútum síðar höfðu heimamenn tvöfaldað forystuna. Þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks minnkuðu gestirnir muninn en nær komust þeir ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Bodø/Glimt sem er komið á topp A-riðils með fjögur stig. Tre deiilige poeng i Bodø! #førrevig pic.twitter.com/NFLP2sgykg— FK Bodø/Glimt (@Glimt) September 15, 2022 Elías Rafn Ólafsson var ekki í leikmannahóp Midtjylland þegar liðið tók á móti ítalska úrvalsdeildarliðinu Lazio. Unnu heimamenn í Midtjylland ótrúlegan 5-1 stórsigur. Nágrannar Lazio í Roma unnu öruggan 3-0 sigur á HJK frá Finnlandi þegar liðin mættust í Róm í kvöld og þá vann Manchester United góðan 2-0 sigur í Moldóvu. pic.twitter.com/FHSHGuPH09— AS Roma (@OfficialASRoma) September 15, 2022 Í Sambandsdeild Evrópu var West Ham United í heimsókn hjá Stefáni Teit Þórðarsyni og félögum í Silkeborg. Stefán Teitur lék allan leikinn á miðju heimaliðsins en gat ekki komið í veg fyrir 3-2 útisigur Hamranna. Kasper Kusk kom Silkeborg yfir en Manuel Lanzini, Gianluca Scamacca og Craig Dawson svöruðu fyrir gestina. Søren Tengstedt minnkaði muninn fyrir Silkeborg á 75. mínútu en nær komust heimamenn ekki og Hamrarnir fóru með þrjú stig heim til Lundúna. West Ham er á toppi B-riðils Sambandsdeildarinnar með sex stig að loknum tveimur umferðum á meðan Silkeborg er á botni riðilsins án stiga.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira