Um narsisisma og greiningarskilmerki Sigrún Arnardóttir skrifar 16. september 2022 08:30 Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Skilgreining á Narsisima felur í sér að einstaklingur sé ófær um að finna til samkenndar með öðrum og sýni þ.a.l. þörfum annarra og líðan engan áhuga. Hann er einnig oftast afar upptekin af eigin ímynd og háður viðurkenningu og aðdáun annarra. Narsisimi hefur verið mikið í umræðunni undanfarin ár, einkum þegar lýsa á sérlega neikvæðum eiginleikum fólks. Röskunin er orðin nokkurs konar tískuorð og er að margra mati ofnotuð en hún á við um afar lítinn hluta fólks og samkvæmt rannsóknum uppfylla innan við 5% fólks greiningarskilmerki hennar. Hins vegar sýna mun fleiri eiginleika eða þætti sem geta flokkast sem „narsisistic trait“ Greiningarferli á persónuleikaröskunum og öðrum geðröskunum er margþætt og flókið ferli, fagaðili sem vinnur greininguna þarf í fyrsta lagi að búa yfir réttri þjálfun og kunnáttu til slíkra verka ásamt gagnrýnu hugarfari. Mikil forvinna er unnin áður en slík greining er sett fram, saga einstaklingins er rakin með eins nákvæmum hætti og kostur er, ásamt því leggur fagaðili fyrir staðlaða matskvarða og greiningarpróf, safnar upplýsingum frá aðstandendum viðkomandi og útilokar að aðrar raskanir, taugafræðilegar ástæður eða áföll geti skýrt betur hegðun einstaklingsins. Greiningar eru samt sem áður af hinu góðu þegar rétt er að þeim staðið en tilgangurinn með þeim er fyrst og fremst sá að geta mætt fólki betur og veitt þeim viðeigandi aðstoð. Sjaldnast eru samskipti óaðfinnaleg, fólk er allskonar og samskipti eru flókin, við erum öll oftast að gera okkar besta í samskiptum en rekumst samt sem áður á og gerum mistök, segjum eða gerum hluti sem við hefðum getað vandað okkur betur við, það kallast víst að vera mannlegur. En að geta litið inn á við og skoðað samskipti út frá fleiri sjónarhornum en eingöngu okkar eigin er styrkleiki og eitthvað sem við getum öll æft okkur í. Auðvitað er mikilvægt að setja heilbrigð mörk þegar aðrir sýna yfirgang og standa með okkur sjálfum en mikilvægast af öllu er að geta tekið ábyrgð á sinni hlið þegar samskipta erfiðleikar steðja að. Staðreyndin er sú að við erum öll ófullkomin og þurfum að horfast í augu við það – a.m.k byrja á því áður en við úthrópum neikvæðum alhæfingum um aðra. „Slengjum“ ekki fram hugtökum um persónuleikaraskanir annarra eða geðraskanir, umræðuefnið er viðkvæmt og vandmeðfarið, getur skaðað mannorð fólks og haft gríðarlega neikvæð áhrif á sálarlíf þess einstaklings sem borin er slíkum sökum. Verum ábyrg í tali og gjörðum þegar við ræðum viðkvæm persónuleg málefni annars fólks og vörumst að fella dóma og „greina“ fólk, treystum frekar fagfólki til þess. Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar