Hoppað yfir girðingarnar Vilhjálmur Árnason skrifar 5. júní 2025 07:31 Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Strandveiðar Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðar hafa skipað mikilvægan sess í íslenskum sjávarútvegi undanfarin ár, bæði sem vettvangur fyrir nýliðun og sem leið til að halda uppi lífi í smærri byggðum landsins. Það er því ekkert nýtt að strandveiðarnar njóta stuðnings í samfélaginu – og með réttu. Hins vegar eru nýlegar breytingar á framkvæmd strandveiðikerfisins og fyrirhugaðar lagabreytingar alvarlegt áhyggjuefni. Ríkisstjórnin lofaði 48 daga strandveiðitímabili í von um að hindranir eins 51 prósent eignarhald myndu draga úr umsóknum, en þær girðingar reyndust gagnslausar. Þvert á móti jókst áhugi á kerfinu vegna loforðsins um fjölda daga og nú sigla á sænum fleiri bátar til strandveiða en nokkru sinni fyrr. Ef bátarnir sem sækja sjóinn þetta sumarið landa meðalafla í hverri ferð án takmarkanna í 48 daga þarf ráðherra þarf að auka kvótann um 15-20 þúsund tonn. Það er langt fram yfir ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar sem við höfum lagt allt okkar traust á, en ráðgjöf hennar hefur verið grunnurinn að ábyrgum og sjálfbærum veiðum hér á landi. Þetta er ekki ábyrg meðferð á þessari mikilvægu auðlind. Ef þróunin heldur áfram má alveg gera ráð fyrir að umsóknir fari yfir 1.000 næsta vor. Hvernig á þá að bregðast við? Þá þarf annað hvort að skera niður heimild á hvern bát – t.d. í kílóum á veiðiferð – eða draga úr fjölda daga. Báðar leiðir eru pólitískt þungar og enn hefur ekkert verið sagt um hvernig stjórnvöld hyggjast bregðast við aukningu í aðsókn. Það eru engar tölur í frumvarpinu, engar áætlanir, engin greining – aðeins fögur fyrirheit um að reyna að borga þetta til baka seinna. Strandveiðar eru mikilvægar, en til að þær geti dafnað sem nýliðunarleið og byggðaaðgerð þarf kerfið að byggjast á traustum grunni, regluverki sem farið er eftir og gagnsæi. Það verður ekki gert með bráðabirgðalöggjöf og innantómum loforðum heldur með skýrri stefnu og ábyrgri framkvæmd. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun