Uppsetning og umsýsla rafhleðslukerfa í fjölbýli er á ábyrgð húsfélags Daníel Árnason skrifar 16. september 2022 14:01 Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Vistvænir bílar Bílar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar