Tekst Fram eða Keflavík að komast upp í efri hlutann? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2022 10:01 Fram fær Keflavík í heimsókn í dag. Vísir/Diego Lokaumferð hefðbundinnar deildarkeppni í Bestu deild karla í fótbolta fer fram í dag. Eftir umferð dagsins verður deildinni skipt upp og leikið um Íslandsmeistaratitilinn annars vegar og hvaða lið falla hins vegar. Töluverð spenna er fyrir umferðinni sem verður flautuð á klukkan 14.00. Segja má að helsta spennan sé í Úlfarsárdal þar sem Fram tekur á móti Keflavík. Staðan þar er nokkuð einföld, liðið sem vinnur á möguleika á að enda í efri hluta deildarinnar og geta þannig haft áhrif á hvaða lið verður Íslandsmeistari. Liðið sem tapar verður í neðri hlutanum og hefur tæknilega séð ekki að það miklu að keppa þar sem það eru litlar líkur á að liðið sogist niður í fallbaráttuna. Fari svo að Stjarnan, sem er í frjálsu falli eftir fimm tapleiki í röð, vinni FH þá skiptir engu máli hvernig leikur Fram og Keflavíkur fer. Miðað við gengi bæði Stjörnunnar og FH að undanförnu þá eru heimamenn ekki líklegir til árangurs en liðið vann síðast leik þann 7. ágúst þegar topplið Breiðabliks lá í valnum. Toppliðið fær ÍBV í heimsókn en Blikar hafa hikstað að undanförnu og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Misstigi liðið sig hér þá gefur það bæði KA og Víking aukna trú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri fara Blikar upp í 51 stig og tryggja sér þar með að lágmarki sex stiga forystu áður en úrslitakeppnin hefst. Víkingur tekur á móti KR á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi á meðan Valur fær KA í heimsókn. Á Akranesi er svo sannkallaður sex stiga leikur þar sem botnlið ÍA fær Leikni Reykjavík í heimsókn. ÍA fer upp fyrir Leikni með sigri en gestirnir úr Breiðholti gætu sent FH-inga niður í fallsæti með sigri, það er ef FH tapar gegn Stjörnunni. Það má reikna með gríðarlega spennandi umferð sem hefst eins og áður sagði klukkan 14.00. Stúkan verður með svokallað „Red Zone“ þar sem fylgst verður með öllu sem gerist í leikjum dagsins í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Fram og Keflavíkur verður svo í beinni á Sport 2 á meðan leikur Vals og KA verður á Sport 4. Öll umferðin verður svo gerð upp klukkan 20.00 þegar Stúkan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Fram Keflavík ÍF Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Segja má að helsta spennan sé í Úlfarsárdal þar sem Fram tekur á móti Keflavík. Staðan þar er nokkuð einföld, liðið sem vinnur á möguleika á að enda í efri hluta deildarinnar og geta þannig haft áhrif á hvaða lið verður Íslandsmeistari. Liðið sem tapar verður í neðri hlutanum og hefur tæknilega séð ekki að það miklu að keppa þar sem það eru litlar líkur á að liðið sogist niður í fallbaráttuna. Fari svo að Stjarnan, sem er í frjálsu falli eftir fimm tapleiki í röð, vinni FH þá skiptir engu máli hvernig leikur Fram og Keflavíkur fer. Miðað við gengi bæði Stjörnunnar og FH að undanförnu þá eru heimamenn ekki líklegir til árangurs en liðið vann síðast leik þann 7. ágúst þegar topplið Breiðabliks lá í valnum. Toppliðið fær ÍBV í heimsókn en Blikar hafa hikstað að undanförnu og tapað tveimur af síðustu þremur leikjum í öllum keppnum. Misstigi liðið sig hér þá gefur það bæði KA og Víking aukna trú í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Með sigri fara Blikar upp í 51 stig og tryggja sér þar með að lágmarki sex stiga forystu áður en úrslitakeppnin hefst. Víkingur tekur á móti KR á heimavelli hamingjunnar í Fossvogi á meðan Valur fær KA í heimsókn. Á Akranesi er svo sannkallaður sex stiga leikur þar sem botnlið ÍA fær Leikni Reykjavík í heimsókn. ÍA fer upp fyrir Leikni með sigri en gestirnir úr Breiðholti gætu sent FH-inga niður í fallsæti með sigri, það er ef FH tapar gegn Stjörnunni. Það má reikna með gríðarlega spennandi umferð sem hefst eins og áður sagði klukkan 14.00. Stúkan verður með svokallað „Red Zone“ þar sem fylgst verður með öllu sem gerist í leikjum dagsins í beinni á Stöð 2 Sport. Leikur Fram og Keflavíkur verður svo í beinni á Sport 2 á meðan leikur Vals og KA verður á Sport 4. Öll umferðin verður svo gerð upp klukkan 20.00 þegar Stúkan verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Fram Keflavík ÍF Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira