Fótbolti

Škriniar næsti varnar­maðurinn sem Real vill á frjálsri sölu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir gætu orðið liðsfélagar á næsta ári.
Þessir tveir gætu orðið liðsfélagar á næsta ári. EPA-EFE/MATTEO BAZZI

Real Madríd heldur áfram að eltast við varnarmenn á frjálsri sölu. Eftir að sækja David Alaba sumarið 2021 og Antonio Rüdiger síðasta sumar þá stefnir allt í að Milan Škriniar, miðvörður Inter Milan, komi á frjálsri sölu sumarið 2023.

Hinn 27 ára gamli Škriniar hefur verið orðaður við brottför frá Inter undanfarna mánuði og neitaði félagið tilboði upp á allt að 70 milljónir evra í leikmanninn í sumar. Hann á hins vegar aðeins ár eftir af samningi sínum í Mílanó og virðist sem hann verði ekki leikmaður liðsins þegar tímabilið 2023-24 hefst.

Miðvörðurinn hefur verið hvað mest orðaður við Tottenham Hotspur, þar sem hans fyrrum þjálfari Antonio Conte, er við stjórnvölin. Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa einnig verið nefndir til sögunnar en nú virðist sem Real sé líklegast til að hreppa hnossið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×