Í tilkynningu frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að sá sem tilkynnti manninn til lögreglu hafi sagst hafa heyrt skothvelli.
Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti vopnuð á vettvang og var maðurinn handtekinn við hús í vesturbæ Kópavogs. Í kjölfarið varð ljóst að um misskilning væri að ræða, enginn byssumaður væri þarna á ferð. Manninum sem var handtekinn sem og fjölskyldu hans var boðin áfallahjálp vegna atburðanna.