„Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. september 2022 23:16 Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sagði söguna af því þegar hún var óvænt komin á lokamót EM í knattspyrnu í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var óvænt kölluð inn í íslenska landsliðshópinn á EM í sumar eftir að Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti frá að víkja vegna meiðsla. Auður var þá nýkomin til Englands þar sem hún ætlaði að taka sér gott frí, en fríið breyttist þó fljótt í keppnisferð. „Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“ Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
„Þetta var ógeðslega fyndið, ég er náttúrulega bara nýlent þarna með fjöllunni, nýkomin inn í hús í tíu manna hóp og er bara að velja herbergi. Svo hringir eitthvað langt breskt númer í mig og það fyndna er að ég var næstum því ekki búin að svara,“ sagði Auður um augnablikið þegar henni var tilkynnt að hún væri komin í landsliðshópinn á EM í sumar. „En ég svara og fatta ekki einu sinni strax að þetta sé Steini [Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins]. En síðan er þetta hann og hann var bara að kalla mig inn í hópinn og ég á bara að hitta stelpurnar uppi á hóteli eftir klukkutíma. Þannig að það var smá kaos og allir að samgleðjast manni í húsinu og óska mér til hamingju.“ „Ég reyni að vera fókuseruð en samt glöð, en er samt ekki alveg að átta mig á þessu. Ég þurfti svo bara að fara og taka eitthvað óþarfa dót og föt úr töskunni og panta mér bíl. Þetta var smá kaos og ég átti mig ekki alveg á þessu fyrr en ég er í leigubílnum á leið upp á hótel.“ Eins og gefur að skilja var Auður ekki með markmannshanskana og takkaskóna með sér í því sem átti að vera skemmtiferð en ekki keppnisferð og því þurfti að hafa hraðar hendur til að redda hinu og þessu. „Ég fór þarna á hlaupum með tveimur liðstjórum og það var smá vesen að finna góða hanska og takkaskó. Það má segja að þetta hafi verið alvöru U-beygja í fríinu.“ Klippa: Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving Þrátt fyrir þessa óvæntu uppákomu segir Auður að eðlilega hafi þetta verið frábær upplifun, en finnur þó til með markvörðunum sem duttu út úr hópnum. „Þetta var alveg sturluð upplifun að mæta á svona stórmót. Þetta er svo mikill heiður en fyrsta tilfinningin sem ég fann þegar ég fékk kallið var hvað þetta var sárt fyrir hana Cessu mína,“ sagði Auður og á þá við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur sem datt úr hópnum vegna meiðsla. „Ég þekki hana mjög vel og hún er gífurlega góður markmaður. Ég veit að hún var búin að leggja hart að sér til að komast þangað og var nýkomin til baka eftir að hafa fingurbrotnað og fingurbrotnar svo á hinni hendinni. Þetta er svo mikil óheppni og ég átti smá erfitt með það að vera glöð því þetta var svo sárt fyrir hana. En aftur, bara mjög þakklát og algjör heiður. Þetta var klárlega hápunktur sumarsins.“
Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira