„Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar“ Snorri Másson skrifar 3. október 2022 07:10 Tárin streyma fram við að sjá þetta, segir danskur arkítekt um nýja sýningu sem opnuð hefur verið í Þjóðminjasafninu. Þar er yfirskriftin „Á elleftu stundu“ — en það var einmitt á elleftu stundu sem arkítektinn og kollegar hans drifu sig að mynda og mæla upp íslenska torfbæi á áttunda áratug síðustu aldar, áður en þeir urðu flestir tímanum að bráð. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari til vinstri og Poul Nedergaard Jensen arkítekt til hægri. Þeir rifja upp ferðir um landið fyrir hálfri öld á sýningu á Þjóðminjasafninu sem nú er í gangi. Frá landnámi og lengi framan af 19. öld voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 var aðeins byggð eftir í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu húsanna og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu. Poul Nedergaard Jensen ungur arkítekt á Íslandi árið 1974.Aðsend mynd Um þetta leyti hófu Íslendingar en einkum danskir arkítektúrnemar að ferðast um landið til að skrásetja, mynda og mæla torfbæina sem eftir voru. Poul Nedergaard Jensen var ungur arkítekt sem tók þátt í ferðalögunum og það gerði Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari líka. Jens Frederiksen arkítekt og ljósmyndari á Íslandi 1974. Um helgina, næstum því hálfri öld síðar, var opnuð sýning á Þjóðminjasafninu unnin upp úr þeim fjóru fermetrum af gögnum sem söfnuðust við vinnu arkítektanna á Íslandi. Þar voru félagarnir staddir. „Það er alveg magnað að sjá þessa sýningu núna, því þegar við komum hingað á fimmtudaginn var og kíktum á sýninguna sáum við t.d. tjaldið okkar. Þá streymdu tárin strax niður kinnar mínar,“ segir Poul Nedergaard í samtali við fréttastofu. Sýningin er afrakstur rannsókna Kirstinar Simonsen á efninu sem safnaðist í ferðum arkítektanna um landið á áttunda áratugnum. Þeir vildu forða sögu íslensku torfbæjunum frá gleymsku á tíma þar sem ekki allir áttuðu sig á þýðingu þessa arkítektúrs í Íslandssögunni. „Það mátti ekki tæpara standa hvað varðar þá bæi sem við unnum með því fólk var í þann veginn að flytja brott frá þeim sem enn var búið í og þeir yfirgefnu myndu brátt falla saman,“ segir Jens Frederiksen. Dæmi um torfbæ sem heimsóttur var voru Tyrfingsstaðir í Skagafirði, þar sem hópurinn fékk meðal annars að gista í torfbæ þar sem enn var sími. Poul minnist þess í viðtalinu hér að ofan að eitt sinn hringdi síminn í torfbænum en að þeir hafi sleppt því að svara, enda vitað að ekki væri verið að hringja til þeirra. Ljósmynd frá 1974. Poul undirbýr veislu. Tilefnið var sérstakt segir hann, þetta var alls ekki alltaf svona. Mun frekar bara þrotlaus vinna - en eftirminnilegur tími.Aðsend mynd
Arkitektúr Danmörk Menning Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira