Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 84-46 | Einstefna á Hlíðarenda í opnunarleiknum Siggeir F. Ævarsson skrifar 20. september 2022 22:39 Valskonur unnu afar öruggan sigur í kvöld. Vísir/Diego Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. Nokkur skörð voru höggvin í bæði lið í kvöld. Í herbúðum Valskvenna geisar magapest sem þær tóku með sér heim úr æfingaferð á Spáni, sem virtist þó ekki há þeim mikið í kvöld. Hjá gestunum var hin bandaríska Sabrina Haines ekki komin með leikheimild og ljóst að sóknarleikur þeirra leið mikið fyrir það. Það gerðist óþægilega oft að skotklukkan rann út hjá þeim og þá reyndist pressa Valskvenna þeim oft erfið. Blikunum vantaði klárlega leikmann í kvöld sem er óhræddur við að taka af skarið, sem er jú hlutverk sem bandarískir leikmenn fylla gjarnan. Leikurinn í kvöld var nánast einstefna frá upphafi. Valskonur komust í 12-2 en Sanja Orozovic hélt Blikum á lífi til að byrja með. Í 2. leikhluta varð svo algert hrun sóknarlega hjá gestunum en Valskonur unnu leikhlutann 22-13 og voru þá nánast búnar að gera útum leikinn, staðan 41-25 í hálfleik og brekkan brött og jafnvel stórgrýtt framundan fyrir Blika. Gestirnir sáu í raun aldrei til sólar í þessum leik og bilið hélt einfaldlega áfram að breikka í seinni hálfleik. Sóknarlega gekk lítið upp hjá Blikum en vörn Valskvenna þvingaði fram 29 tapaða bolta, sem er ágætis dagsverk. Valskonur unnu alla leikhluta kvöldsins, þann síðasta með yfirburðum, 30-13, þar sem minni spámenn fengu að eiga sviðið síðustu mínúturnar og héldu áfram að auka við muninn. Mjög sanngjarn 38 stiga sigur Vals niðurstaðan á Hlíðarenda í kvöld. Af hverju vann Valur? Þær voru einfaldlega í allt öðrum klassa en gestirnir í kvöld, á báðum endum vallarins. Sigurinn var hreinlega aldrei í hættu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika gekk einu orði sagt hræðilega. Fáir leikmenn náðu að setja stig í einhverju magni á töfluna, og alltof oft rann skotklukkan þeim úr greipum. Þær virtust óvissar og hikandi í sínum aðgerðum, eitthvað sem Yngvi mun væntanlega taka rækilega fyrir á næstu æfingu. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var í ákveðnum sérflokki í kvöld, með 23 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og SJÖ stolna bolta. Þá átti Elín Sóley virkilega flottan leik, sinn fyrsta á Íslandi í nokkur ár. Hjá Blikum var Sanja Orozovic nánast ein með lífsmarki sóknarlega. Hvað gerist næst? Mótið er ungt og hæpið að draga stórar ályktanir eftir fyrsta leik haustsins. Það er þó alveg ljóst að Blikar þurfa aðeins að girða í brók og fá Haines inn sem fyrst, ef þær ætla sér að gera einhverja hluti í þessari deild í vetur. Valsliðið virðist koma vel undan sumri og eru til alls líklegar í vetur ef þessi leikur er einhver vísbending um framtíðina. Ólafur: Það er hægt að taka margt gott úr þessu en er líka helling sem við getum lagað Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, segir að það sé margt sem liðið getur lagað þrátt fyrir stórsigur í kvöld.Vísir/Diego Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valskvenna, sagði fyrir leik að hann vildi alls ekki færa þennan leik til bókar sem skyldusigur fyrir sínar konur. Niðurstaðan var þó algjör yfirburðasigur Valsara sem Ólafur sagði að hefði komið honum verulega á óvart. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég er bara þannig að þegar við mætum Breiðabliki þá er ég alltaf á tánum. Þær hafa alltaf gefið okkur leik og þær eru með rosalega flottan hóp núna. Kaninn náttúrulega ekki með í kvöld og það munar um minna. Svo eru einhver meiðsli þarna líka. Þær verða mjög flottar í vetur, ég er alveg viss um það, og þess vegna var ég stressaður fyrir þennan leik.“ Blikar voru Kanalausir eins og Ólafur kom inn á en Kaninn í liði Vals létur heldur betur til sín taka í kvöld. Ólafur var að vonum sáttur með hennar framlag. „Kiana bara er Kiana. Hún er svo mikill leiðtogi og það þess vegna sem við ákváðum að fara aftur á eftir henni. Hún kemur með svo miklu meira en bara körfuboltann. Hún kemur með þetta „presence“ og þú sérð bara hvað allir elska það að vera í kringum hana. Það gefur öllu svo mikið þegar þú ert með svona karakter sem rífur alla með sér.“ Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var að leika sinn fyrsta leik á Íslandi í langan tíma, og sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hún virðist falla eins og flís við rass við þetta Valslið? „Hún er náttúrulega frábær viðbót. Hvílíkur kraftur í henni og jákvæðni. Maður þarf bara að vera skynsamur núna, hún er að koma til baka eftir meiðsli og maður er að reyna að halda aftur að sér og muna eftir að taka hana á bekkinn öðru hvoru. En það er hvílíkur kraftur með henni og maður sér strax að hún er að „fitta“ vel með Ástu og hinum leikmönnunum. Þetta vonandi bara smellur og verður bara betra og betra.“ Er hægt að draga einhverjar afgerandi ályktanir af þessum fyrsta leik haustsins? „Nei það held ég ekki. Þetta er auðvitað bara einn leikur og nú er það bara næsta verkefni sem eru Haukar sem verður verðugt verkefni. Það er hægt að taka margt gott úr þessu en það er líka helling sem við getum lagað, svona miðað við það sem er manni efst í huga eftir leik.“ Yngvi: Var kannski óþarflega stórt en stundum er þetta bara svona og verður vonandi betra næst Yngvi Páll Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Diego Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari Breiðabliks var að stýra liði í efstu deild í fyrsta sinn í nokkur ár. Það er væntanlega ansi margt sem hann þarf að fara betur yfir á næstu æfingu? „Jájá, þetta er bara stundum svona og við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við því að gera. Sigrarnir eiga marga feður og töpin eru munaðarleysingjar og ég verð að taka þennan munaðarleysingja að mér og bara að reyna að gera betur næst.“ Sóknin gekk striðleg hjá Blikum í kvöld. Þær töpuðu 29 boltum og oftar en ekki rann skotklukkan út í sandinn og það virtist skorta að leikmenn tækju af skarið. Söknuðu þær þess mikið að hafa Sabrinu ekki með? „Þeir leikmenn sem hafa verið að leysa þessi hlutverk á æfingum hafa verið að gera það mjög vel, en það setur kannski smá strik í reikninginn að þeir þurftu að gera það lengur en alla og við þurftum að taka Sönju útúr stöðu og þurftum að setja hana að stórum hluta í „pointinn“. Við viljum hafa hana á vængnum meira þar sem hún getur einbeitt sér meira að því að vera að skora en ekki að vera svona dreifingaraðili. Valskonur voru bara flottar og voru að koma úr góðri æfingaferð. Það er svolítið síðan við spiluðum og það kannski sat aðeins í okkur að hafa ekki náð eins og einum æfingaleik í síðustu viku.“ Er einhver ástæða til að panika eftir þessa útreið? „Nei vonandi ekki. Bæði liðin ætla sér að gera betur en í fyrra og ég er mjög ánægður með hópinn. Það er engan bilbug á okkur að finna. Þetta er auðvitað fúlt núna en við bjuggumst ekkert við því að vinna alla leiki í vetur, og við ætlum ekki að tapa öllum leikjum í vetur. Þetta var kannski óþarflega stórt en stundum er þetta bara svona og verður vonandi betra næst. Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Breiðablik
Valur og Breiðablik mættust í opnunarleik Subway deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld, þar sem heimakonur fóru með afar þægilegan sigur af hólmi, lokatölur 84-46. Nokkur skörð voru höggvin í bæði lið í kvöld. Í herbúðum Valskvenna geisar magapest sem þær tóku með sér heim úr æfingaferð á Spáni, sem virtist þó ekki há þeim mikið í kvöld. Hjá gestunum var hin bandaríska Sabrina Haines ekki komin með leikheimild og ljóst að sóknarleikur þeirra leið mikið fyrir það. Það gerðist óþægilega oft að skotklukkan rann út hjá þeim og þá reyndist pressa Valskvenna þeim oft erfið. Blikunum vantaði klárlega leikmann í kvöld sem er óhræddur við að taka af skarið, sem er jú hlutverk sem bandarískir leikmenn fylla gjarnan. Leikurinn í kvöld var nánast einstefna frá upphafi. Valskonur komust í 12-2 en Sanja Orozovic hélt Blikum á lífi til að byrja með. Í 2. leikhluta varð svo algert hrun sóknarlega hjá gestunum en Valskonur unnu leikhlutann 22-13 og voru þá nánast búnar að gera útum leikinn, staðan 41-25 í hálfleik og brekkan brött og jafnvel stórgrýtt framundan fyrir Blika. Gestirnir sáu í raun aldrei til sólar í þessum leik og bilið hélt einfaldlega áfram að breikka í seinni hálfleik. Sóknarlega gekk lítið upp hjá Blikum en vörn Valskvenna þvingaði fram 29 tapaða bolta, sem er ágætis dagsverk. Valskonur unnu alla leikhluta kvöldsins, þann síðasta með yfirburðum, 30-13, þar sem minni spámenn fengu að eiga sviðið síðustu mínúturnar og héldu áfram að auka við muninn. Mjög sanngjarn 38 stiga sigur Vals niðurstaðan á Hlíðarenda í kvöld. Af hverju vann Valur? Þær voru einfaldlega í allt öðrum klassa en gestirnir í kvöld, á báðum endum vallarins. Sigurinn var hreinlega aldrei í hættu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Blika gekk einu orði sagt hræðilega. Fáir leikmenn náðu að setja stig í einhverju magni á töfluna, og alltof oft rann skotklukkan þeim úr greipum. Þær virtust óvissar og hikandi í sínum aðgerðum, eitthvað sem Yngvi mun væntanlega taka rækilega fyrir á næstu æfingu. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var í ákveðnum sérflokki í kvöld, með 23 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og SJÖ stolna bolta. Þá átti Elín Sóley virkilega flottan leik, sinn fyrsta á Íslandi í nokkur ár. Hjá Blikum var Sanja Orozovic nánast ein með lífsmarki sóknarlega. Hvað gerist næst? Mótið er ungt og hæpið að draga stórar ályktanir eftir fyrsta leik haustsins. Það er þó alveg ljóst að Blikar þurfa aðeins að girða í brók og fá Haines inn sem fyrst, ef þær ætla sér að gera einhverja hluti í þessari deild í vetur. Valsliðið virðist koma vel undan sumri og eru til alls líklegar í vetur ef þessi leikur er einhver vísbending um framtíðina. Ólafur: Það er hægt að taka margt gott úr þessu en er líka helling sem við getum lagað Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, segir að það sé margt sem liðið getur lagað þrátt fyrir stórsigur í kvöld.Vísir/Diego Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Valskvenna, sagði fyrir leik að hann vildi alls ekki færa þennan leik til bókar sem skyldusigur fyrir sínar konur. Niðurstaðan var þó algjör yfirburðasigur Valsara sem Ólafur sagði að hefði komið honum verulega á óvart. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Ég er bara þannig að þegar við mætum Breiðabliki þá er ég alltaf á tánum. Þær hafa alltaf gefið okkur leik og þær eru með rosalega flottan hóp núna. Kaninn náttúrulega ekki með í kvöld og það munar um minna. Svo eru einhver meiðsli þarna líka. Þær verða mjög flottar í vetur, ég er alveg viss um það, og þess vegna var ég stressaður fyrir þennan leik.“ Blikar voru Kanalausir eins og Ólafur kom inn á en Kaninn í liði Vals létur heldur betur til sín taka í kvöld. Ólafur var að vonum sáttur með hennar framlag. „Kiana bara er Kiana. Hún er svo mikill leiðtogi og það þess vegna sem við ákváðum að fara aftur á eftir henni. Hún kemur með svo miklu meira en bara körfuboltann. Hún kemur með þetta „presence“ og þú sérð bara hvað allir elska það að vera í kringum hana. Það gefur öllu svo mikið þegar þú ert með svona karakter sem rífur alla með sér.“ Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var að leika sinn fyrsta leik á Íslandi í langan tíma, og sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli. Hún virðist falla eins og flís við rass við þetta Valslið? „Hún er náttúrulega frábær viðbót. Hvílíkur kraftur í henni og jákvæðni. Maður þarf bara að vera skynsamur núna, hún er að koma til baka eftir meiðsli og maður er að reyna að halda aftur að sér og muna eftir að taka hana á bekkinn öðru hvoru. En það er hvílíkur kraftur með henni og maður sér strax að hún er að „fitta“ vel með Ástu og hinum leikmönnunum. Þetta vonandi bara smellur og verður bara betra og betra.“ Er hægt að draga einhverjar afgerandi ályktanir af þessum fyrsta leik haustsins? „Nei það held ég ekki. Þetta er auðvitað bara einn leikur og nú er það bara næsta verkefni sem eru Haukar sem verður verðugt verkefni. Það er hægt að taka margt gott úr þessu en það er líka helling sem við getum lagað, svona miðað við það sem er manni efst í huga eftir leik.“ Yngvi: Var kannski óþarflega stórt en stundum er þetta bara svona og verður vonandi betra næst Yngvi Páll Gunnlaugsson, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Diego Yngvi Páll Gunnlaugsson þjálfari Breiðabliks var að stýra liði í efstu deild í fyrsta sinn í nokkur ár. Það er væntanlega ansi margt sem hann þarf að fara betur yfir á næstu æfingu? „Jájá, þetta er bara stundum svona og við þurfum bara að taka því. Það er ekkert við því að gera. Sigrarnir eiga marga feður og töpin eru munaðarleysingjar og ég verð að taka þennan munaðarleysingja að mér og bara að reyna að gera betur næst.“ Sóknin gekk striðleg hjá Blikum í kvöld. Þær töpuðu 29 boltum og oftar en ekki rann skotklukkan út í sandinn og það virtist skorta að leikmenn tækju af skarið. Söknuðu þær þess mikið að hafa Sabrinu ekki með? „Þeir leikmenn sem hafa verið að leysa þessi hlutverk á æfingum hafa verið að gera það mjög vel, en það setur kannski smá strik í reikninginn að þeir þurftu að gera það lengur en alla og við þurftum að taka Sönju útúr stöðu og þurftum að setja hana að stórum hluta í „pointinn“. Við viljum hafa hana á vængnum meira þar sem hún getur einbeitt sér meira að því að vera að skora en ekki að vera svona dreifingaraðili. Valskonur voru bara flottar og voru að koma úr góðri æfingaferð. Það er svolítið síðan við spiluðum og það kannski sat aðeins í okkur að hafa ekki náð eins og einum æfingaleik í síðustu viku.“ Er einhver ástæða til að panika eftir þessa útreið? „Nei vonandi ekki. Bæði liðin ætla sér að gera betur en í fyrra og ég er mjög ánægður með hópinn. Það er engan bilbug á okkur að finna. Þetta er auðvitað fúlt núna en við bjuggumst ekkert við því að vinna alla leiki í vetur, og við ætlum ekki að tapa öllum leikjum í vetur. Þetta var kannski óþarflega stórt en stundum er þetta bara svona og verður vonandi betra næst.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti