Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu Helgi Máni Sigurðsson skrifar 21. september 2022 11:31 Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, sem var meðal frummælenda, hafði góð orð í þá veru. Að mínu mati gæti Borgarsögusafn lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að setja upp bátasmiðju í einum af sölum sínum. Það mundi í leiðinni lífga mjög upp á safnið. Annað meginefni málþingsins var bátavarðveisla. Þar kom fram að staðan gagnvart árabátunum er nokkuð góð, minjasöfnin í landinu hafa tekið til varðveislu nokkuð á annað hundrað árabáta og eru þeir flestir geymdir við góðar aðstæður. En þegar kemur að 20. öldinni, bátunum og skipunum sem komu þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann, þá er staðan önnur. Þar gætir mikils metnaðarleysis. Til að lagfæra og gera upp árabát dugir oft ein milljón króna og það er upphæð sem söfnin ráða við, m.a. með styrkjum frá fornminjasjóði. Árabátar eru einnig það smáir að þeir komast gjarnan fyrir í almennum munageymslum. En þegar kemur að arftökum þeirra, plankabyggðu þilskipunum, sem voru gjarnan 20-50 tonn að stærð, þá rekast söfnin á vegg. Þekktasta dæmið um það er kútter Sigurfari á Akranesi sem er mjög illa farinn vegna skorts á viðhaldi og umhirðu í hálfa öld. Annað dæmi er Blátindur í Vestmannaeyjum, þriðja dæmið er María Júlía á Ísafirði, fjórða dæmið er Aðalbjörg RE í Reykjavík. Nokkra fleiri báta mætti nefna. Sigurfari GK 17 á safnlóð Byggðasafnsins að Görðum.HMS Helsta undantekningin frá þessari hörmungarmynd er Húni EA á Akureyri. Hann fær gott viðhald og er í góðu ástandi, er haffær. Ástæðurnar fyrir því eru tvær, annars vegar að hann var í góðu ástandi þegar hann var gerður að safnskipi, hin er að Hollvinasamtök Húna, öflugt félag sjálfboðaliða, sinnir skipinu af kostgæfni. Þegar litið er til nágrannalandanna þá er staðan allt önnur og betri, til dæmis í Noregi og Danmörku. Þar er fornbáta- og skipaarfinum sinnt á verðugan hátt, sem sést víða í höfnum þar sem söguleg skip eru til prýði. Eins og oft er bent á þá standa jafnvel Færeyingar sig betur en Íslendingar, sbr. að þeir halda fjórum kútterum, svipuðum Sigurfara, í sjófæru ástandi. Meðal þeirra er Westward Ho sem heimsótt hefur Ísland nokkrum sinnum. En hvað er til ráða á Íslandi? Almenningur og stjórnvöld þurfa að vakna, gangast við þessum hluta menningararfsins, átta sig á sögulegu og efnahagslegu vægi hans, og gera það sem gera þarf til að varðveita síðustu eintökin af eikarskipunum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf miklu meiri fjármuni heldur en lagðir hafa verið í málaflokkinn hingað til. Í kjölfar þess kæmu vafalaust nýir hópar sjálfboðaliða. Á fyrrnefndu málþingi tók Andrés Skúlason formaður fornminjanefndar til máls. Hann reyndist mikill áhugamaður um bátavarðveislu og kvaðst mundu berjast fyrir því að stofnaður yrði bátafriðunarsjóður sem hefði burði til að takast á við stærri verkefni en áður. Meðal annars yrði leitað eftir framlögum frá útgerðinni. Óskandi er að það takist. Að vísu hefur lengi verið reynt að stofna slíkan sjóð án árangurs en vonandi eru sjónarmiðin að breytast. Annað atriði sem Andrés lagði áherslu á var að fornbátar væru hafðir á sjó, þar ættu þeir heima og þar færi best um þá. Það er einnig verðugt sjónarmið. En þá ber að hafa í huga að kostnaðurinn við að hafa skip sjófært er mikill. Og ef ekki eru til peningar til þess hvað á þá að gera? Sigurfara-menn gerðu mjög lítið og nú er hann mjög illa farinn. En var það af því að hann var tekinn á land? Nei, ef hann hefði komist í skjól, byggt hefði verið yfir hann, helst á smekklegan hátt, þá væri hann í sama ástandi nú og þegar hann kom til landins árið 1974. Staðan hefði þá verið snöggtum betri en hún er nú. Höfundur er verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsavernd Fornminjar Menning Akranes Vestmannaeyjar Reykjavík Suðurnesjabær Ísafjarðarbær Akureyri Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, sem var meðal frummælenda, hafði góð orð í þá veru. Að mínu mati gæti Borgarsögusafn lagt sitt lóð á vogaskálarnar með því að setja upp bátasmiðju í einum af sölum sínum. Það mundi í leiðinni lífga mjög upp á safnið. Annað meginefni málþingsins var bátavarðveisla. Þar kom fram að staðan gagnvart árabátunum er nokkuð góð, minjasöfnin í landinu hafa tekið til varðveislu nokkuð á annað hundrað árabáta og eru þeir flestir geymdir við góðar aðstæður. En þegar kemur að 20. öldinni, bátunum og skipunum sem komu þjóðinni úr torfkofunum og inn í nútímann, þá er staðan önnur. Þar gætir mikils metnaðarleysis. Til að lagfæra og gera upp árabát dugir oft ein milljón króna og það er upphæð sem söfnin ráða við, m.a. með styrkjum frá fornminjasjóði. Árabátar eru einnig það smáir að þeir komast gjarnan fyrir í almennum munageymslum. En þegar kemur að arftökum þeirra, plankabyggðu þilskipunum, sem voru gjarnan 20-50 tonn að stærð, þá rekast söfnin á vegg. Þekktasta dæmið um það er kútter Sigurfari á Akranesi sem er mjög illa farinn vegna skorts á viðhaldi og umhirðu í hálfa öld. Annað dæmi er Blátindur í Vestmannaeyjum, þriðja dæmið er María Júlía á Ísafirði, fjórða dæmið er Aðalbjörg RE í Reykjavík. Nokkra fleiri báta mætti nefna. Sigurfari GK 17 á safnlóð Byggðasafnsins að Görðum.HMS Helsta undantekningin frá þessari hörmungarmynd er Húni EA á Akureyri. Hann fær gott viðhald og er í góðu ástandi, er haffær. Ástæðurnar fyrir því eru tvær, annars vegar að hann var í góðu ástandi þegar hann var gerður að safnskipi, hin er að Hollvinasamtök Húna, öflugt félag sjálfboðaliða, sinnir skipinu af kostgæfni. Þegar litið er til nágrannalandanna þá er staðan allt önnur og betri, til dæmis í Noregi og Danmörku. Þar er fornbáta- og skipaarfinum sinnt á verðugan hátt, sem sést víða í höfnum þar sem söguleg skip eru til prýði. Eins og oft er bent á þá standa jafnvel Færeyingar sig betur en Íslendingar, sbr. að þeir halda fjórum kútterum, svipuðum Sigurfara, í sjófæru ástandi. Meðal þeirra er Westward Ho sem heimsótt hefur Ísland nokkrum sinnum. En hvað er til ráða á Íslandi? Almenningur og stjórnvöld þurfa að vakna, gangast við þessum hluta menningararfsins, átta sig á sögulegu og efnahagslegu vægi hans, og gera það sem gera þarf til að varðveita síðustu eintökin af eikarskipunum. Það gerist ekki af sjálfu sér. Til þess þarf miklu meiri fjármuni heldur en lagðir hafa verið í málaflokkinn hingað til. Í kjölfar þess kæmu vafalaust nýir hópar sjálfboðaliða. Á fyrrnefndu málþingi tók Andrés Skúlason formaður fornminjanefndar til máls. Hann reyndist mikill áhugamaður um bátavarðveislu og kvaðst mundu berjast fyrir því að stofnaður yrði bátafriðunarsjóður sem hefði burði til að takast á við stærri verkefni en áður. Meðal annars yrði leitað eftir framlögum frá útgerðinni. Óskandi er að það takist. Að vísu hefur lengi verið reynt að stofna slíkan sjóð án árangurs en vonandi eru sjónarmiðin að breytast. Annað atriði sem Andrés lagði áherslu á var að fornbátar væru hafðir á sjó, þar ættu þeir heima og þar færi best um þá. Það er einnig verðugt sjónarmið. En þá ber að hafa í huga að kostnaðurinn við að hafa skip sjófært er mikill. Og ef ekki eru til peningar til þess hvað á þá að gera? Sigurfara-menn gerðu mjög lítið og nú er hann mjög illa farinn. En var það af því að hann var tekinn á land? Nei, ef hann hefði komist í skjól, byggt hefði verið yfir hann, helst á smekklegan hátt, þá væri hann í sama ástandi nú og þegar hann kom til landins árið 1974. Staðan hefði þá verið snöggtum betri en hún er nú. Höfundur er verkefnastjóri hjá Borgarsögusafni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun