Fótbolti

Klikkaðist á karnivali á Kanarí

Valur Páll Eiríksson skrifar
Silva játaði sök í málinu og greiddi bæði sekt og skaðabætur.
Silva játaði sök í málinu og greiddi bæði sekt og skaðabætur. Visionhaus/Getty Images

Spánverjinn David Silva, leikmaður Real Sociedad og fyrrum leikmaður Manchester City á Englandi, þarf að greiða sekt og bætur eftir að hafa játað sök í ofbeldismáli fyrir spænskum dómstólum.

Silva þarf að greiða rúmar þúsund evrur vegna málsins en hann játaði að hafa gripið í og slegið til konu þegar uppþot varð á karnivali á Kanaríeyjum í sumar. Konan féll til jarðar vegna höggsins og var marin eftir atvikið samkvæmt spænskum miðlum.

Bróðir Silva, Fernando Antonio Jimenez Silva, var einnig viðriðinn við atvikið og þá var ónefndur þriðji aðili dæmdur til fangelsisvistar vegna síns hlutar að máli.

Bróðirinn var sakaður um að hafa lamið mann í andlitið og haldið áfram að lemja hann eftir að hann féll til jarðar. Þriðji aðilinn er sagður hafa lamið mann með grjóti og ógnað öðrum með hnífi.

Málið fór ekki formlega fyrir dómstóla þar sem allir sakborningarnir játuðu sök. David Silva greiddi rúmlega þúsund evru sekt og greiddi fórnarlambinu 520 evrur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×