„Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 22. september 2022 14:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson í leik með GOG gegn Barcelona en spænska stórveldið var lengi með hann í sigti sínu. EPA/Alberto Estévez Arnar Freyr Theodórsson fór að „fikta“ við umboðsmennsku árið 2007 og hefur síðan tekið að sér marga handknattleiksmenn og kynnst ýmsu. Hann fékk eitt sinn að sjá skýrslu njósnara Barcelona um íslenskan leikmann sem spænska stórveldið taldi að yrði einn sá albesti í heimi í sinni stöðu. Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG. Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Arnar Freyr var gestur þeirra Stefáns Árna Pálssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í hlaðvarpi Seinni bylgjunnar í vikunni og hafði frá ýmsu að segja. Hann er í dag með um 60 handknattleiksmenn á sínum snærum eftir að hafa byrjað í umboðsmennsku þegar hann kom að sölu á Elíasi Má Halldórssyni frá Stjörnunni til Rostock fyrir fimmtán árum. Arnar sagði einnig frá því þegar Barcelona fylgdist spennt með Ásgeiri Erni í byrjun þessarar aldar. Ásgeir var fyrirliði U18-liðs Íslands sem varð Evrópumeistari árið 2003, markakóngur mótsins og valinn í úrvalsliðið. Þá vann hann tíu stóra titla með Haukum áður en hann fór til þýska liðsins Lemgo árið 2005, aðeins 21 árs gamall. Fékk að sjá skýrsluna um Ásgeir „Barcelona var í gamla daga með mjög öflugt „scouting network“ til að fylgjast með leikmönnum og þróun þeirra. Ég fékk fyrir nokkrum árum að sjá skýrsluna hans Ásgeirs Arnar og það var mjög skemmtilegt og áhugavert að sjá hana. Þar fóru þeir yfir eiginleika hans sem leikmanns; gæði, kosti, ókosti og hvað þeir töldu að hann yrði. Þetta var mjög ítarlegt – framþróunarskýrsla um ár eftir ár,“ sagði Arnar Freyr en Börsungar voru með Ásgeir í sigti sínu strax frá 16 ára aldri: „Þeir héldu að þú myndir verða einn af bestu leikmönnum í heimi í þinni stöðu. Mér fannst þú ekki alveg ná því þó þú næðir mjög langt. Mér fannst þú vera í næsta klassa fyrir neðan,“ sagði Arnar Freyr og Ásgeir var alveg sammála því þrátt fyrir mjög góðan feril, þar sem hann fór til að mynda á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og vann til að mynda EHF-bikarinn með Lemgo og titla með PSG.
Seinni bylgjan Handbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira