Segist hafa sóað fimm árum af sínum ferli en neitar að hafa verið glaumgosi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. september 2022 23:00 Ousmane Dembélé virðist loks vera að finna taktinn í Katalóníu. Steve Christo/Getty Images Ousmane Dembélé, vængmaður spænska knattspyrnuliðsins, Barcelona var keyptur á fúlgur fjár árið 2017 en það var í raun ekki fyrr en á síðustu leiktíð sem hann fór virkilega að sýna hvað í sér býr. Leikmaðurinn viðurkennir að hann hafi sóað fimm árum af ferli sínum en þvertekur fyrir að vera glaumgosi. Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira
Dembélé var rétt tæplega tvítugir þegar hann gekk í raðir Barcelona sumarið 2017 eftir frábært tímabil með Borussia Dortmund í Þýskalandi. Kaupverðið var vel yfir 100 milljónir evra en hann var keyptur til að fylla skarðið sem Neymar skildi eftir sig. Virðist það hafa tekið sinn toll á franska vængmanninum. Síðan hann gekk í raðir Börsunga hafa ýmis meiðsli plagað hann og sjaldan hefur leikmaðurinn verið nálægt sínu besta. Það er þangað til Xavi tók við stjórnartaumunum á síðustu leiktíð. Hann hrósaði leikmanninnum í hástert og gerði allt sem í sínu valdi stóð til að halda Dembélé en samningur vængmannsins rann út síðasta sumar. Hann samdi á endanum aftur við Barcelona og sér ekki eftir því í dag. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp tvö til viðbótar í sex leikjum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. „Frá 2017 til 2021 hef ég sóað tíma mínum gríðarlega. Ég hef týnt fimm árum af ferli mínum,“ sagði Dembélé í viðtali við RMC Sport. „Ég hef glímt við erfið meiðsli aftan í læri. Þjálfararnir sögðu að ég yrði að leggja hart að mér annars myndi það halda áfram að gerast. Það skánaði þegar Ronald Koeman tók við og varð enn betra eftir að Xavi mætti. Þegar ég kom til Barca var ég yngri, ég fór út en ekki jafn mikið og fólk segir eða ímyndar sér,“ bætti vængmaðurinn við en lífstíll hans hefur verið mikið til umræðu síðan flutti til Katalóníu. Ousmane Dembele's ready to make up for lost time pic.twitter.com/ABEMWh1dwM— GOAL (@goal) September 21, 2022 Dembélé virðist loks hafa jafnað sig af meiðslum, fundið taktinn og stefnir nú á að berjast um titla með Barcelona sem og að tryggja sæti sitt í franska landsliðinu en alls hefur hann leikið 28 A-landsleiki til þessa.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Sjá meira