Orðin lenska að taka langan tíma í kjarasamninga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 27. september 2022 16:39 Aðalsteinn Leifsson tók við starfi ríkissáttasemjara fyrir tveimur árum. vísir/vilhelm Yfir 99 prósent kjarasamninga á Íslandi renna út áður en nýr samningur er gerður. Þetta er of hátt hlutfall sem skapar óvissu fyrir launafólk og atvinnurekendur að mati ríkissáttasemjara. Hann vonar að hægt verði að breyta þessari hefð í náinni framtíð. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir þann 1. nóvember næstkomandi og á opinberum markaði í lok mars á næsta ári. Alls eru þetta vel á fjórða hundrað samninga en viðræður eru þegar hafnar hjá nokkrum stéttum við Samtök atvinnulífsins. Auðvitað er mjög langt í land; hér virðist nefnilega lenska fyrir löngum samningaviðræðum. Í síðustu kjarasamningslotu árið 2018 runnu samningar út í yfir 99 prósent tilfella áður en nýr samningur var gerður. Rúmur helmingur þessara samninga enduðu í deilu sem ríkissáttasemjari varð að koma að. „Ég held að það sé mjög hátt hlutfall á alla mælikvarða. Og við erum enn þá með ellefu mál hér hjá ríkissáttasemjara, þannig að síðasta kjarasamningslota er ekki alveg búin þó að þessi nýja sé þegar hafin,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Þetta er óvenjulegt þegar litið er til nágrannaríkja okkar. Engin aðgengileg tölfræði er til um þessi mál í Norðurlöndunum en Aðalsteinn segir dæmið öfugt þar; mun færri mál enda í deilum hjá ríkissáttasemjara og þar hefja menn samningaviðræður mun fyrr. „Það geta verið margar ástæður fyrir því en það er ákveðin lenska hérna að kjarasamningarnir taka langan tíma. Þannig að í yfir 99 prósent tilvika þá er fyrri samningur runninn út áður en að nýr samningur er undirritaður. Og það er gríðarlega hátt hlutfall í öllum samanburði,“ segir Aðalsteinn. Þetta ástand er ekki eins og verður best á kosið að hans mati en hann vonar að staðan verði önnur í komandi kjarasamningslotu en í þeirri síðustu. „Ég held að ef að okkur tekst að vinna saman og tryggja að fleiri kjarasamningar náist áður en að fyrri samningur rennur út að þá hafi allir ágóða af því vegna þess að launafólk veit þá hvað tekur við og launagreiðendur hafa þá líka vissu fyrir því hvernig framtíðin verður. Það er þessi óvissa sem er erfið fyrir alla held ég,“ segir Aðalsteinn.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira