Byggja skoðanir fólks á ADHD lyfjum á rannsóknum? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 27. september 2022 07:31 Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lyf Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Reglulega koma upp samfélagslegar umræður um ADHD lyf. Fyrir suma er þetta spennandi Twitter umræða en fyrir aðra er þetta bókstaflega dauðans alvara. Til að auka þekkingu og skilning um þessi mál er hér samantekt rannsókna um verndandi áhrif ADHD lyfja sem fólk getur haft í huga næst þegar þessi mál eru til umræðu. Fyrst skal tekið fram að virkni og öryggiADHD lyfja er vel þekkt og fjöldi rannsókna sýna verndandi áhrif lyfja fyrir áhættuþáttum ADHD. Slysahætta: Lífslíkur fólks með ADHD eru áætlaðar um 9-13 árum styttri og er hvatvísi stór hluti útskýringarinnar. Yfirlitsgrein sýndi að börn og unglingar með ADHD voru í 50% meiri áhættu á slysum. Dönsk rannsókn fann að slys minnkuðu um 30-40% hjá 10 og 12 ára börnum sem tóku ADHD lyf. Sænsk rannsókn fann 70% lægri tíðni á heilskaða (traumatic brain injury) á tímabilum sem börn og unglingar tóku ADHD lyf. Önnur rannsókn sýndi að tíðni beinbrota var 60% hærri hjá stelpum með ADHD og 40% hærri hjá strákum. Hins vegar minnkaði tíðni beinbrota rúmlega 20% með ADHD lyfjum. Tíðni brunasára var 57% lægri hjá börnum og unglingum sem tóku ADHD lyf í meira en þrjá mánuði. Umferðarslys: Sænsk rannsókn fann að ADHD jók tíðni alvarlegra umferðarslysa um 55% hjá konum og 53% hjá körlum. ADHD lyfjanotkun dró úr þessari tíðni um 58% hjá karlmönnum en því miður voru niðurstöður hjá konum ekki marktækar. Hins vegar var önnur rannsókn sem sýndi að tíðni mótorhjólaslysa minnkaði um 42% hjá konum og 38% hjá körlum á tímabilum sem ADHD lyf voru notuð. Ofbeldi í nánum samböndum: Þar sem hefðbundin meðferð fyrir gerendur ofbeldis í nánum samböndum þykir ekki virka nægilega vel var gerð rannsókn þar sem gerendum með ADHD voru einnig gefin ADHD lyf. Tíðni líkamlegs og andlegs ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 24%, lögregluafskipti vegna ofbeldis í nánum samböndum minnkaði um 10% og dómar um 5%. Dánartíðni: ADHD fylgir 30% hærri tíðni á tilvikum sem tengjast sjálfsvígum (suicide related events). Þeim tilvikum fækkaði um 20% á tímabilum þar sem ADHD lyf voru notuð. Önnur rannsókn fann að tíðni sjálfsvígstilrauna lækkaði um 60-70% með notkun ADHD lyfja hjá börnum undir 18 ára aldri. Þegar dánartíðni af öllum orsökum var skoðuð fannst að ADHD lyf lækkuðu þessa dánartíðni um 20% hjá 4-17 ára börnum. Vímuefnanotkun: Yfirlitsgrein fann að fólk með ADHD væri meira en tvöfalt líklegra til að þróa með sér vímuefnavandamál. Önnur rannsókn fann að ADHD lyf drógu úr notkun ávanabindandi efna um 30%. Fyrir foreldra sem hafa verið í vafa um hvenær sé góður tími fyrir börn þeirra að byrja á ADHD lyfjum þá er hér fín rannsókn sem fann að börn sem tóku lyf fyrir 9 ára aldur og tóku þau í meira en 6 ár höfðu lægstu tíðni á notkun ávanabindandi efna. Því seinna og því styttra sem börn og unglingar tóku lyf því meiri varð notkun ávanabindandi efna. Glæpatíðni: Talið er að um 25% af fólki í fangelsum séu með ADHD. Dönsk rannsókn fann að fólk greint með ADHD í æsku hafði hlotið dóm tvöfalt oftar og verið fangelsað næstum þrefalt oftar. Einnig flokkuðust einstaklingar með ADHD sem síbrotafólk 20% oftar. Á þeim tímabilum sem fólk tók ADHD lyf lækkaði tíðni þess að hljóta dóm um 20% og tíðni fangelsunar um 30%. ADHD lyfjanotkun fylgdi einnig lækkun á tíðni ýmissa annarra brota svo sem ofbeldi (40%), eignaspjöll (40%), akstur undir áhrifum vímuefna (50%) og glæpum tengdum vímuefnaneyslu (30-40%). Samfélagslegur kostnaður vegna ADHD: Árið 2020 sýndi dönsk rannsókn að hver manneskja með ADHD kostaði samfélagið um 3,2 milljónir króna á ári. Önnur dönsk rannsókn bar saman systkini, þar sem annað var með ADHD og hitt ekki, og fann að ADHD systkinin kostuðu samfélagið um 2,8 milljónum meira árið 2010. Hærri kostnaður var meðal annars vegna þess að þau greiddu minni skatt, fengu oftar bætur, notuðu oftar heilsu- og félagsþjónustu, frömdu fleiri afbrot og svo framvegis. Fleira: ADHD lyfjanotkun til lengri tíma jók líkur á að sænskir nemendur kæmust inn í framhaldsskóla um 50%. Rannsókn nokkur fann 40% lækkun á tíðni þunglyndis hjá þeim sem tóku ADHD. Langtímanotkun ADHD lyfja dró úr þungunum um 30% hjá unglingsstúlkum með ADHD. Tíðni kynsjúkdóma lækkaði um 30-40% samhliða ADHD lyfjanotkun (engu að síður má fólk með ómeðhöndlað ADHD gefa blóð en ekki hommar). Allir sem hljóta ADHD greiningu eða eiga börn með ADHD ættu að fá upplýsingar um verndandi áhrif ADHD lyfja til að geta tekið upplýsta ákvörðun um hvað sé þeim eða börnunum þeirra fyrir bestu. Það er ekki félagslega samþykkt að láta í ljós kynþáttafordóma eða segja manneskju í hjólastól að hún þurfi ekki á hjólastól raunverulega að halda. Einhverra hluta vegna er þó samfélagslega samþykkt að tala niður til fólks með ósýnilega röskun. Skortur af ADHD sérfræðingum hérlendis getur leitt til þess að réttmæti ADHD greininga sé ábótavant. Það leiðir til þess að samtímis sé til fólk sem þarf ADHD greiningu en fær hana ekki og fólk sem þarf ekki greiningu en fær hana þó ("overdiagnosed" og "underdiagnosed"). Því heyrast oft tvær mismunandi skoðanir eða pólar; annars vegar áhyggjur af því að fólk með ADHD hafi ekki nægilegt aðgengi að lyfjum og hins vegar að fólki séu gefin lyf sem er ekki með ADHD. Báðar raddir eru réttmætar. Með því að auka réttmæti ADHD greininga er hægt að koma til móts við þarfir allra. Hagsmunir annars þurfa ekki að vera á kostnað hins. Yfirvöld hafa þó ákveðið að líta framhjá mikilvægi réttmætra greininga og hafa í staðinn fækkað ADHD sérfræðingum og sett fólk á tveggja ára biðlista eftir ADHD greiningu. Þannig taka þau meðvitaða ákvörðun um að auka fíkn, afbrot, slys, sjálfsvíg, ofbeldi í nánum samböndum og fleira. Þar að auki er samfélagslega mun ódýrara að veita fólki með ADHD meðferð. Hvenær ætla yfirvöld að fjölga ADHD sérfræðingum og stytta biðlista? Höfundur er doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona þar sem hún skoðar sérstaklega ADHD hjá konum.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun