Hvort viljum við vera veik- eða sterklega byggð? Ástþór Ólafsson skrifar 28. september 2022 12:00 Í gegnum aldanna rás hefur okkur verið kennt að við séum með svokallað drápseðli. Það hefur gefið mannfólkinu afsökun að ráðast á annað fólk með ofbeldi í alls konar mynd. Þetta drápseðli kemur vissulega frá steinaldarmanninum og veiðimanninum sem báðir þurftu að drepa til að lifa af. En í dag býr fólk í siðmenntuðu samfélagi þar sem drápseðlið hefur þróast í meðvitund um siðferðilegar hvatir. Þannig breytingar búnar að eiga sér stað að stórum hluta í vestrænu samfélagi en vissulega eru staðir þar sem þetta er viðurkennt. Þar af leiðandi hefur það verið byggt á misskilningi að við búum yfir einhverju drápseðli sem er ekkert ósvipað og að dýr séu með meðvitund um siðferði. Vegna þess að munurinn á okkur í dag og þá eða þegar við líktumst dýrunum meir er að við höfum öðlast meðvitund. Það gerir það að verkum að við getum hugsað um daginn í gær, í dag og hvað mögulega gerist á morgun. Með þessu höfum við öðlast sömuleiðis siðgæðisvitund sem við höfum til að nema hvað er rétt og rangt, gott eða vont eða nauðsynlegt að hverju sinni. Það þýðir að við getum tekið afstöðu gagnvart hlutum og hugmyndum um siðferði o.s.frv. En af einhverjum hluta til virðist vera ákjósanlegt að velja þetta drápseðli eins og okkur langi að vera eins og dýrin. Sum staðar þarf að bjarga sér og þá er drápseðlið eina í stöðunni en þegar við erum að tala um vestrænt umhverfi þar sem forréttindi og þægindi eru í miklum mæli þá hljótum við að spyrja af hverju drápseðlið? Af hverju viðgengst ofbeldi eins og það sé eina haldreipið til að öðlast sjálfstraust og sjálfsöryggi? Hvað veldur því að fólk sem lifir í forréttindum velur að stunda ofbeldi með einhverjum hætti? Þetta eru allt gagnlegar spurningar og hef við horfum til þróunarkenningu Darwins, persónuleika kenningu Freuds og sameinaða dulvitund Jungs þá er hægt að skilja þetta betur. Þróunarkenning Darwins Líffræðingurinn Charles Darwin (1809-1882) kom fram sennilega með eina merkustu hugmynd er snýr að hugsun mannsins síðan að Kópernikus kom fram með að sólin snýst í kringum jörðina og öfugt. En Darwin komst að þeirri niðurstöðu að við mannfólkið þróumst frá dýrunum og dýrin myndu innihalda marga þá eiginleika sem mannfólkið felur í sér í dag. En hann var sá fyrsti til að skilja af hverju mannfólkið hagaði sér eins og það ætti jörðina og dýrin væri þeirra þjónar. Það er þessi meðvitund um að velja á milli hvað hentar af hverju sinni vegna þess að dýrin geta einungis valið á milli hvað er að gerast núna eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. En mannfólkið getur valið hvenær það gerir þetta og hefur þar af leiðandi ákvörðunarvald til að svala þessum þörfum þegar tími og rúm segir til um. Með þessu getur mannfólkið valið meira hvenær það vill sofa, borða, stunda samneyti og veiða (Tarnas, 2010). En Darwin var ekki kominn á þá leið og skoða af hverju er verið að beita ofbeldi hvívetna og hvað drífur mannfólkið til að beita ofbeldi. Þaðið, sjálfið og yfirsjálfið Sálgreinandinn og geðlæknirinn Sigmund Freud (1856-1939) er talinn vera sá fyrsti sem gefur ofbeldinu gaum enda hóf hann sína vegferð að sálarlífi mannfólksins og hverjar voru þeirra hvatir. En hann komst að þessu fyrir slysni eins og margt annað í vísindunum. Eftir fjöldan allan af samtölum við fólk út samfélaginu rampaði hann inn á áhugaverða kenningu varðandi eðli mannsins eða hvernig persónuleiki hans væri byggður upp. Hann komst að því að meðvitund mannfólksins skiptist í þrennt; þaðið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Þaðið eru dýrslegu hvatirnar eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. Yfirsjálfið er siðferðilegt vald sem snýr að röngu og réttu, góðu og vondu eða hvað telst vera nauðsynlegt að hverju sinni en er í sterkum tengslum við foreldra, stofnanir o.s.frv. Sjálfið er eðli mannsins í samspili við þaðið og yfirsjálfið. Þannig að velja hvað hentar af dýrslegum hvötum í sambandi við siðferðilega valdið er togstreitan. Þarna má eiginlega segja að Freud hafi afhjúpað mannfólkið og komst að því af hverju mannfólkið væri að stunda ofbeldi. Mannfólkið vill nefnilega geta valið að uppfylla dýrslegu hvatirnar á sama tíma reyna að komast undan siðferðislega valdinu (Freud, 2021). Þarna er hægt að horfa til ofbeldis í hvaða mynd út í samfélaginu. En hans útskýringar voru byggðar á hvötum karla sem beitu konum ofbeldi með valdi og niðurlægingu. Sameinuð dulvitund Annar sálgreinandi og geðlæknirinn Carl Jung (1875-1961) fór að velta þessu með dulvitund í samfélaginu. Hann var á sömu vegferð og Freud nema hann vildi skilja af hverju hópur fólks væri að beita ofbeldi og hvað lægi þar að baki. Hann taldi að við værum að berjast við að breyta dulvituðum í meðvitaðar hvatir. Þær dulvituðu væru tengdar okkar fjölskyldu eins og hvatir móður, föður, ömmu, afa o.s.frv. Að þessar hvatir gætu verið drifnar af illsku og góðmennsku en að komast í það seinna væri hægar sagt en gert. Vegna þess að við þyrftum að skilja illgjörnu hvatirnar til að geta nálgast þær góðu. Ef við myndu ekki skilja þær illgjörnu þá væru við drifin áfram af þeim án þess að við myndum viðurkenna og geta borið kennsl á að slíkt væri að eiga sér stað. Þær væru svokölluð dulvituð öfl sem myndu stýra okkur og þarna myndum við fremja verknað af hinu illa. Eina leiðin til að aðskilja okkur frá því illa væri að skilja það og sameina það því góða (Jung, 2009). Eins og barn sem elst upp á heimili þar sem áfengi er við hönd og ofbeldi er á heimilinu. Það eru miklar líkur að barnið eigi eftir að endurtaka þetta athafnamynstur í framtíðinni. En til að barnið sé ekki spegilmynd af hvötum foreldra sinna þá þarf barnið að aðskilja sig frá áfenginu og ofbeldinu til að geta staðsett sig með betri hætti í samfélaginu með tilliti til hvata sinnar. Ofbeldi út í samfélaginu Þegar þetta drápseðli í meðvitund út frá að velja að vera í dýrslegum hvötum til að berjast á móti siðferðislega valdinu í dulvituðu hvatarferðarlagi, þá skilur maður afstöðu fólks í lífinu. Fyrir það fyrsta þá erum við að lifa eftir gamalli uppskrift af lífinu sem er þessi steinaldarmaður að veiðimanninum í algjörri afneitun að við séum ekki eins og dýrin. Við erum nefnilega ekkert ósvipuð dýrunum en munurinn er að við getum tekið meðvitaða ákvörðun að beita ekki þessu drápseðli. En það hefur verið gild og góð afsökun til að sannfæra okkur um að lifa í þeirri blekkingu, að við séum þetta drápseðli. En þessi meðvitund getur einmitt gert okkur kleift að velja stað og stund til að fremja verknaðinn. Við gerum þetta þegar enginn sér og síðan klæðum við sjálf okkar í hinum fínustu klæðum til að sýnast siðmenntuð. Þetta tengist að vilja sjá fólk í fátækt, að vilja sjá fólk þjást, að vilja sjá fólk niðurbrotið enda er hægt að láta það verða að veruleika með óbeinum hætti. Það eru þessar dýrslegu hvatir að vilja rífa fólk í sig og tæta það í sundur en með málamiðlun við siðferðilega valdið. Við höfum nefnilega séð þetta áður og höfum lært af því. Við ráðum ekki við okkar dulvituðu hvatir vegna þess að hið vonda fær sína réttlætingu eftir hentisemi. Við viljum vera góð en hvatirnar segja annað. Við erum líka rifinn og tætt að innan sama hvað annar segir. En við viljum trúa því að svo sé ekki. Við réttlátum að brjóta á öðrum á meðan við fordæmum það annars staðar. Hvað er það annað en drápseðli í dulvituðum hvötum. Við erum líka framlenging af æsku okkar og hvað gerðist í æskunni. Ef við ólumst upp við aðstæður þar sem mikil óvirðing fyrir okkur og lífinu var þá munum við fara með það út í lífið. Af hverju fólk beitir ofbeldi er eingöngu af því að ofbeldið var inn á heimilinu eða okkar nærumhverfi sem gefur okkur ákveðna mynd og afstöðu með ofbeldinu. En margir halda að þeir geta leyst úr þessu með að endurtaka það sama þegar fram í sækir í lífinu sem er hinn mesti misskilningur en líka ósköp eðlilegt að halda sem svo. Við erum nefnilega uppsafnaðar hvatir sem við lærðum í lífinu á einhverjum tímapunkti. Þannig að til að leysa okkur frá þessum hvötum þá verðum við að skilja þessar hvatir til að geta stýrt þessum hvötum. Þannig lífið snýst um að byrja að skilja hvaðan koma þessar hvatir fyrir þeim veikbyggða manni til að geta skilið hvatirnar sem snúa að líkindi þess sterks byggða manns. Höfundur er seigluráðgjafi. Heimildir: Tarnas, R. (2010). The passion of the western mind: Understanding the ideas that have shaped our world view. New York: Penguine random house. Jung, G.C. (2009). The red book: A reader´s edition. (M. Kyburz., J. Peck., og S. Shamdasani þýddi). New York: W.W. Norton & company. Freud, S. (2021). Civilazation and it´s discontents. Í S. Moyn (ritstjóri), (J. Stratchey þýddi). New York: W.W. Norton & company. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Í gegnum aldanna rás hefur okkur verið kennt að við séum með svokallað drápseðli. Það hefur gefið mannfólkinu afsökun að ráðast á annað fólk með ofbeldi í alls konar mynd. Þetta drápseðli kemur vissulega frá steinaldarmanninum og veiðimanninum sem báðir þurftu að drepa til að lifa af. En í dag býr fólk í siðmenntuðu samfélagi þar sem drápseðlið hefur þróast í meðvitund um siðferðilegar hvatir. Þannig breytingar búnar að eiga sér stað að stórum hluta í vestrænu samfélagi en vissulega eru staðir þar sem þetta er viðurkennt. Þar af leiðandi hefur það verið byggt á misskilningi að við búum yfir einhverju drápseðli sem er ekkert ósvipað og að dýr séu með meðvitund um siðferði. Vegna þess að munurinn á okkur í dag og þá eða þegar við líktumst dýrunum meir er að við höfum öðlast meðvitund. Það gerir það að verkum að við getum hugsað um daginn í gær, í dag og hvað mögulega gerist á morgun. Með þessu höfum við öðlast sömuleiðis siðgæðisvitund sem við höfum til að nema hvað er rétt og rangt, gott eða vont eða nauðsynlegt að hverju sinni. Það þýðir að við getum tekið afstöðu gagnvart hlutum og hugmyndum um siðferði o.s.frv. En af einhverjum hluta til virðist vera ákjósanlegt að velja þetta drápseðli eins og okkur langi að vera eins og dýrin. Sum staðar þarf að bjarga sér og þá er drápseðlið eina í stöðunni en þegar við erum að tala um vestrænt umhverfi þar sem forréttindi og þægindi eru í miklum mæli þá hljótum við að spyrja af hverju drápseðlið? Af hverju viðgengst ofbeldi eins og það sé eina haldreipið til að öðlast sjálfstraust og sjálfsöryggi? Hvað veldur því að fólk sem lifir í forréttindum velur að stunda ofbeldi með einhverjum hætti? Þetta eru allt gagnlegar spurningar og hef við horfum til þróunarkenningu Darwins, persónuleika kenningu Freuds og sameinaða dulvitund Jungs þá er hægt að skilja þetta betur. Þróunarkenning Darwins Líffræðingurinn Charles Darwin (1809-1882) kom fram sennilega með eina merkustu hugmynd er snýr að hugsun mannsins síðan að Kópernikus kom fram með að sólin snýst í kringum jörðina og öfugt. En Darwin komst að þeirri niðurstöðu að við mannfólkið þróumst frá dýrunum og dýrin myndu innihalda marga þá eiginleika sem mannfólkið felur í sér í dag. En hann var sá fyrsti til að skilja af hverju mannfólkið hagaði sér eins og það ætti jörðina og dýrin væri þeirra þjónar. Það er þessi meðvitund um að velja á milli hvað hentar af hverju sinni vegna þess að dýrin geta einungis valið á milli hvað er að gerast núna eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. En mannfólkið getur valið hvenær það gerir þetta og hefur þar af leiðandi ákvörðunarvald til að svala þessum þörfum þegar tími og rúm segir til um. Með þessu getur mannfólkið valið meira hvenær það vill sofa, borða, stunda samneyti og veiða (Tarnas, 2010). En Darwin var ekki kominn á þá leið og skoða af hverju er verið að beita ofbeldi hvívetna og hvað drífur mannfólkið til að beita ofbeldi. Þaðið, sjálfið og yfirsjálfið Sálgreinandinn og geðlæknirinn Sigmund Freud (1856-1939) er talinn vera sá fyrsti sem gefur ofbeldinu gaum enda hóf hann sína vegferð að sálarlífi mannfólksins og hverjar voru þeirra hvatir. En hann komst að þessu fyrir slysni eins og margt annað í vísindunum. Eftir fjöldan allan af samtölum við fólk út samfélaginu rampaði hann inn á áhugaverða kenningu varðandi eðli mannsins eða hvernig persónuleiki hans væri byggður upp. Hann komst að því að meðvitund mannfólksins skiptist í þrennt; þaðið (id), sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego). Þaðið eru dýrslegu hvatirnar eins og að borða, sofa, stunda samneyti og veiða. Yfirsjálfið er siðferðilegt vald sem snýr að röngu og réttu, góðu og vondu eða hvað telst vera nauðsynlegt að hverju sinni en er í sterkum tengslum við foreldra, stofnanir o.s.frv. Sjálfið er eðli mannsins í samspili við þaðið og yfirsjálfið. Þannig að velja hvað hentar af dýrslegum hvötum í sambandi við siðferðilega valdið er togstreitan. Þarna má eiginlega segja að Freud hafi afhjúpað mannfólkið og komst að því af hverju mannfólkið væri að stunda ofbeldi. Mannfólkið vill nefnilega geta valið að uppfylla dýrslegu hvatirnar á sama tíma reyna að komast undan siðferðislega valdinu (Freud, 2021). Þarna er hægt að horfa til ofbeldis í hvaða mynd út í samfélaginu. En hans útskýringar voru byggðar á hvötum karla sem beitu konum ofbeldi með valdi og niðurlægingu. Sameinuð dulvitund Annar sálgreinandi og geðlæknirinn Carl Jung (1875-1961) fór að velta þessu með dulvitund í samfélaginu. Hann var á sömu vegferð og Freud nema hann vildi skilja af hverju hópur fólks væri að beita ofbeldi og hvað lægi þar að baki. Hann taldi að við værum að berjast við að breyta dulvituðum í meðvitaðar hvatir. Þær dulvituðu væru tengdar okkar fjölskyldu eins og hvatir móður, föður, ömmu, afa o.s.frv. Að þessar hvatir gætu verið drifnar af illsku og góðmennsku en að komast í það seinna væri hægar sagt en gert. Vegna þess að við þyrftum að skilja illgjörnu hvatirnar til að geta nálgast þær góðu. Ef við myndu ekki skilja þær illgjörnu þá væru við drifin áfram af þeim án þess að við myndum viðurkenna og geta borið kennsl á að slíkt væri að eiga sér stað. Þær væru svokölluð dulvituð öfl sem myndu stýra okkur og þarna myndum við fremja verknað af hinu illa. Eina leiðin til að aðskilja okkur frá því illa væri að skilja það og sameina það því góða (Jung, 2009). Eins og barn sem elst upp á heimili þar sem áfengi er við hönd og ofbeldi er á heimilinu. Það eru miklar líkur að barnið eigi eftir að endurtaka þetta athafnamynstur í framtíðinni. En til að barnið sé ekki spegilmynd af hvötum foreldra sinna þá þarf barnið að aðskilja sig frá áfenginu og ofbeldinu til að geta staðsett sig með betri hætti í samfélaginu með tilliti til hvata sinnar. Ofbeldi út í samfélaginu Þegar þetta drápseðli í meðvitund út frá að velja að vera í dýrslegum hvötum til að berjast á móti siðferðislega valdinu í dulvituðu hvatarferðarlagi, þá skilur maður afstöðu fólks í lífinu. Fyrir það fyrsta þá erum við að lifa eftir gamalli uppskrift af lífinu sem er þessi steinaldarmaður að veiðimanninum í algjörri afneitun að við séum ekki eins og dýrin. Við erum nefnilega ekkert ósvipuð dýrunum en munurinn er að við getum tekið meðvitaða ákvörðun að beita ekki þessu drápseðli. En það hefur verið gild og góð afsökun til að sannfæra okkur um að lifa í þeirri blekkingu, að við séum þetta drápseðli. En þessi meðvitund getur einmitt gert okkur kleift að velja stað og stund til að fremja verknaðinn. Við gerum þetta þegar enginn sér og síðan klæðum við sjálf okkar í hinum fínustu klæðum til að sýnast siðmenntuð. Þetta tengist að vilja sjá fólk í fátækt, að vilja sjá fólk þjást, að vilja sjá fólk niðurbrotið enda er hægt að láta það verða að veruleika með óbeinum hætti. Það eru þessar dýrslegu hvatir að vilja rífa fólk í sig og tæta það í sundur en með málamiðlun við siðferðilega valdið. Við höfum nefnilega séð þetta áður og höfum lært af því. Við ráðum ekki við okkar dulvituðu hvatir vegna þess að hið vonda fær sína réttlætingu eftir hentisemi. Við viljum vera góð en hvatirnar segja annað. Við erum líka rifinn og tætt að innan sama hvað annar segir. En við viljum trúa því að svo sé ekki. Við réttlátum að brjóta á öðrum á meðan við fordæmum það annars staðar. Hvað er það annað en drápseðli í dulvituðum hvötum. Við erum líka framlenging af æsku okkar og hvað gerðist í æskunni. Ef við ólumst upp við aðstæður þar sem mikil óvirðing fyrir okkur og lífinu var þá munum við fara með það út í lífið. Af hverju fólk beitir ofbeldi er eingöngu af því að ofbeldið var inn á heimilinu eða okkar nærumhverfi sem gefur okkur ákveðna mynd og afstöðu með ofbeldinu. En margir halda að þeir geta leyst úr þessu með að endurtaka það sama þegar fram í sækir í lífinu sem er hinn mesti misskilningur en líka ósköp eðlilegt að halda sem svo. Við erum nefnilega uppsafnaðar hvatir sem við lærðum í lífinu á einhverjum tímapunkti. Þannig að til að leysa okkur frá þessum hvötum þá verðum við að skilja þessar hvatir til að geta stýrt þessum hvötum. Þannig lífið snýst um að byrja að skilja hvaðan koma þessar hvatir fyrir þeim veikbyggða manni til að geta skilið hvatirnar sem snúa að líkindi þess sterks byggða manns. Höfundur er seigluráðgjafi. Heimildir: Tarnas, R. (2010). The passion of the western mind: Understanding the ideas that have shaped our world view. New York: Penguine random house. Jung, G.C. (2009). The red book: A reader´s edition. (M. Kyburz., J. Peck., og S. Shamdasani þýddi). New York: W.W. Norton & company. Freud, S. (2021). Civilazation and it´s discontents. Í S. Moyn (ritstjóri), (J. Stratchey þýddi). New York: W.W. Norton & company.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun