Danir spila í mótmælatreyjum á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 16:31 Christian Eriksen og félagar í danska landsliðinu klæðast treyju sem á að sýna merki Hummel og danska knattspyrnusambandsins með sem óskýrustum hætti. Hummel segir hönnunina táknræna aðgerð til merkis um andstöðu við að HM sé haldið í Katar. Getty/Lars Ronbog Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. HM karla í fótbolta fer fram í Katar í nóvember og desember. Vegna mannréttindabrota í landinu, og vegna þess að þúsundir manna hafa látið lífið í verkavinnu við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu Hummel að ákveðið hafi verið að HM-treyja Dana yrði með mjög óljósum merkjum framleiðandans og danska knattspyrnusambandsins. Treyjuna má sjá hér að neðan en hún er rauð að lit og erfitt er að greina örvalínurnar sem eru einkennistákn Hummel. View this post on Instagram A post shared by hummel Sport (@hummelsport) „Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Við styðjum danska landsliðið alla leið en það er ekki það sama og að styðja Katar sem gestgjafaþjóð,“ segir í yfirlýsingu Hummel. „Við teljum að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar svo er ekki þá viljum við senda skýr skilaboð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að hönnun búningsins sé auk þess tilvísun í besta árangur í sögu danska landsliðsins, þegar það varð Evrópumeistari árið 1992. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Tengdar fréttir Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
HM karla í fótbolta fer fram í Katar í nóvember og desember. Vegna mannréttindabrota í landinu, og vegna þess að þúsundir manna hafa látið lífið í verkavinnu við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu Hummel að ákveðið hafi verið að HM-treyja Dana yrði með mjög óljósum merkjum framleiðandans og danska knattspyrnusambandsins. Treyjuna má sjá hér að neðan en hún er rauð að lit og erfitt er að greina örvalínurnar sem eru einkennistákn Hummel. View this post on Instagram A post shared by hummel Sport (@hummelsport) „Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Við styðjum danska landsliðið alla leið en það er ekki það sama og að styðja Katar sem gestgjafaþjóð,“ segir í yfirlýsingu Hummel. „Við teljum að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar svo er ekki þá viljum við senda skýr skilaboð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að hönnun búningsins sé auk þess tilvísun í besta árangur í sögu danska landsliðsins, þegar það varð Evrópumeistari árið 1992.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Tengdar fréttir Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30
The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01