Danir spila í mótmælatreyjum á HM Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2022 16:31 Christian Eriksen og félagar í danska landsliðinu klæðast treyju sem á að sýna merki Hummel og danska knattspyrnusambandsins með sem óskýrustum hætti. Hummel segir hönnunina táknræna aðgerð til merkis um andstöðu við að HM sé haldið í Katar. Getty/Lars Ronbog Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel segir að með hönnun á nýju HM-treyju danska landsliðsins í fótbolta sé ætlunin að mótmæla Katar og mannréttindabrotum þar í landi. HM karla í fótbolta fer fram í Katar í nóvember og desember. Vegna mannréttindabrota í landinu, og vegna þess að þúsundir manna hafa látið lífið í verkavinnu við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu Hummel að ákveðið hafi verið að HM-treyja Dana yrði með mjög óljósum merkjum framleiðandans og danska knattspyrnusambandsins. Treyjuna má sjá hér að neðan en hún er rauð að lit og erfitt er að greina örvalínurnar sem eru einkennistákn Hummel. View this post on Instagram A post shared by hummel Sport (@hummelsport) „Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Við styðjum danska landsliðið alla leið en það er ekki það sama og að styðja Katar sem gestgjafaþjóð,“ segir í yfirlýsingu Hummel. „Við teljum að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar svo er ekki þá viljum við senda skýr skilaboð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að hönnun búningsins sé auk þess tilvísun í besta árangur í sögu danska landsliðsins, þegar það varð Evrópumeistari árið 1992. Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Tengdar fréttir Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
HM karla í fótbolta fer fram í Katar í nóvember og desember. Vegna mannréttindabrota í landinu, og vegna þess að þúsundir manna hafa látið lífið í verkavinnu við undirbúning mótsins, segir í tilkynningu Hummel að ákveðið hafi verið að HM-treyja Dana yrði með mjög óljósum merkjum framleiðandans og danska knattspyrnusambandsins. Treyjuna má sjá hér að neðan en hún er rauð að lit og erfitt er að greina örvalínurnar sem eru einkennistákn Hummel. View this post on Instagram A post shared by hummel Sport (@hummelsport) „Við viljum ekki vera sýnileg á móti sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Við styðjum danska landsliðið alla leið en það er ekki það sama og að styðja Katar sem gestgjafaþjóð,“ segir í yfirlýsingu Hummel. „Við teljum að íþróttir eigi að sameina fólk. Þegar svo er ekki þá viljum við senda skýr skilaboð,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur einnig fram að hönnun búningsins sé auk þess tilvísun í besta árangur í sögu danska landsliðsins, þegar það varð Evrópumeistari árið 1992.
Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Tengdar fréttir Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32 Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30 The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sjá meira
Í það minnsta átta þjóðir munu spila með regnbogaarmbönd í Katar Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum yfir réttindum hinsegin fólks í Katar í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem fer þar fram í vetur. Í það minnsta átta þátttökuþjóðir munu sýna réttindabaráttu hópanna samstöðu á mótinu. 22. september 2022 08:32
Verði að borga bætur fyrst þeir hafi verið „svona sniðugir“ Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að fjölskyldur verkamanna sem létust í Katar, þar sem þeir unnu við uppbyggingu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta, eigi „að sjálfsögðu“ að fá bætur frá FIFA. 20. september 2022 16:30
The Guardian segir yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá því að landið fékk HM Yfir 6.500 verkamenn hafa látist í Katar frá árinu 2011, eftir þá umdeildu ákvörðun FIFA að leyfa Katar að halda HM karla í fótbolta árið 2022. Deilt er um hve mörg andlát megi rekja beint til undirbúnings mótsins. 23. febrúar 2021 13:01