Fundu flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum í pakka um borð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 08:52 Keflavíkurflugvöllur var lokaður í um fjóra klukkutíma í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum fann pakka um borð flugvélar UPS sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gær en pakkinn innihélt flugelda og eftirlíkingar af skotvopnum. Málið er nú til rannsóknar en enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð að sögn lögreglu. Keflavíkurflugvelli var lokað í um fjóra klukkutíma í nótt vegna málsins. Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Aðgerðum lögreglu lauk klukkan korter yfir átta í morgun en flugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Lögregla hafði þá fengið tilkynningu um að ákveðinn pakki innihéldi sprengju. „Vinna sprengjusérfræðinga sérsveitar ríkislögreglustjóra og sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar gekk vel og pakkinn fannst eftir leit. Pakkinn var tekinn til frekari skoðunar, þar sem við gegnumlýsingu komu í ljós að hann innihéldi torkennilega hluti,“ segir í tilkynningu lögreglu sem barst fyrir skömmu. Við nánari skoðun kom í ljós að flugeldar og eftirlíkingar af skotvopnum væru í pakkanum. Enginn var í hættu á meðan aðgerðum stóð og er lögreglan á Suðurnesjum með málið til rannsóknar. Vellinum lokað í fjóra klukkutíma Flugvélin var dregin yfir á öryggissvæði fyrir hættulegan farm, svokallað hot cargo svæði, þar sem lögregla hafði verið að störfum frá því í nótt. „Vellinum var lokað fyrri part nætur og vélin lendir þarna rétt rúmlega ellefu og það lentu engar vélar á vellinum eftir það. Völlurinn er opnaður aftur um þrjú leytið í nótt og síðan þá skilst mér að allt hafi verið nokkurn veginn samkvæmt áætlun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, um atburði næturinnar. Einhverjar flugvélar fóru yfir til Akureyrar og Egilstaða meðan Keflavíkurflugvelli var lokað og ein fór til Glasgow. Þá var einhverjum flugvélum snúið við aftur á brottfarastað. „Á endanum voru einhverjar vélar sem að komu frá völlum sem þeir lentu á yfir til Keflavíkur eftir að það var opnað aftur þarna um þrjú leytið. Þannig það var einhver röskun og vafalaust hafa einhverjir farþegar fundið fyrir því en þessi lokun varði í fjóra klukkutíma eða svo,“ segir Guðjón. „Það getur vissulega komið til að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum eða veikindum meðal farþega eða eitthvað slíkt, en það er sem betur fer ekki algengt að vélum sé beint hingað út af sprengjuhótunum,“ segir hann enn fremur.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Lögreglumál Smygl Tengdar fréttir Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Engin sprengja fundist enn sem komið er Lögregla er enn að störfum á Keflavíkurflugvelli eftir að sprengjuhótun um borð í flugvél barst í gærkvöldi. Flugvellinum var lokað um tíma en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var opnað aftur fyrir umferð í nótt. Engin sprengja hefur enn fundist. 29. september 2022 06:23