Þurfa að kunna íslensku til að komast í hestafræði á Hólum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2022 22:11 Elisabeth Jansen er deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sigurjón Ólason Um fjörutíu prósent nemenda sem komast að í hestafræði við Háskólann á Hólum eru útlendingar, og það þrátt fyrir að það sé inntökuskilyrði að geta talað íslensku. Rektor segir skólann útskrifa að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori. Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Hólar í Hjaltadal heimsóttir. Háskólinn þar er sá eini í heiminum sem býður upp á háskólagráðu í reiðkennslu og þjálfun á íslenska hestinum. Aðeins er hægt að taka inn tuttugu nýja nemendur á hverju hausti en venjulega sækja tvöfalt fleiri um og þeir sem komast að þurfa að standast kröfur skólans. Nemendur á fyrsta ári í reiðtúr. Venjulega sækja tvöfalt fleiri um en hægt er að taka við.Sigurjón Ólason „Ég sem útlendingur þekki það svolítið vel; að útlendingar, þau þurfa að getað talað íslensku,“ segir Elisabeth Jansen, deildarstjóri hestafræðideildar Háskólans á Hólum. Sjálf kom Elisabeth frá Noregi árið 1991 til að læra um íslenska hestinn í Bændaskólanum og settist svo að í Skagafirði. Lorena Portmann frá Sviss er í hópi þeirra nemenda sem byrjuðu í haust. Við höfum orð á því að okkur finnist hún vera fulltalandi á íslensku. Lorena segist síðustu sjö til átta mánuði hafa verið að reyna að læra íslenskuna, játar að hún sé ekki fullkomin, en það komi vonandi, segir hún. Lorena Portmann kom frá Sviss til að afla sér háskólagráðu í íslenska hestinum.Sigurjón Ólason -Og þú leggur þetta allt á þig vegna íslenska hestsins? „Já, ég elska þeim,“ svarar Lorena og hlær. „Þau þurfa að geta talað íslensku og skilið íslensku. Þau þurfa ekkert að fara í málfræði. Eins og ég sjálf, ég er nú aldrei búin að læra málfræði og beygi nú ekki alveg rétt. En þau þurfa að gera sig skiljanlega og þau þurfa að geta kennt, og þekkja þessa helstu hluti í reiðkennslu, á íslensku,“ segir Elisabeth. Námið í hestafræði er þriggja ára BS-nám.Sigurjón Ólason -En er ekki erfitt fyrir hina svissnesku Lorenu að læra íslensku? „Já, það er ekki hægt að læra það í Sviss. Ég var bara að læra smá í tölvunni, að læra að skilja smá hvernig það virkar…“ segir Lorena en hesturinn grípur svo inn í spjallið með háværu hneggi. Af fimmtíu nemendum hestafræðinnar eru núna tuttugu útlendingar, sem Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, segir koma alls staðar að úr heiminum. Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum.Sigurjón Ólason „Og búnir að læra nánast fullkomna íslensku. Og eru að segja frá Íslandi, á íslensku, út um allt. Tala við Íslendinga. Ég segi alltaf: Við erum að útskrifa hérna að minnsta kosti tíu sendiherra á hverju vori,“ segir rektorinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hestar Háskólar Skagafjörður Landbúnaður Íslensk tunga Um land allt Tengdar fréttir Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Nemendur flykkjast heim að Hólum að læra fiskeldi Sprenging hefur orðið í fjölda nemenda í fiskeldisnámi við Háskólann á Hólum og stunda núna um áttatíu manns nám í faginu. Samtímis fer þar fram rannsóknar- og kynbótastarf í fiskeldi. 20. september 2022 23:13