Hverju ætti ESB að bæta við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. október 2022 11:01 Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Með öðrum orðum er Ísland þegar í varnarbandalagi með svo gott sem öllum ríkjum Evrópusambandsins Hverju nákvæmlega ætti sambandið að bæta við í þeim efnum? Fyrir vikið segir það sig eðli málsins samkvæmt sjálft að ef við Íslendingar getum ekki reitt okkur á NATO í öryggis- og varnarmálum getum við alls ekki reitt okkur á Evrópusambandið. Þess utan þýddi innganga í sambandið framsal valds yfir flestum okkar málum og ákvarðanatökur þar sem miðað er í flestum tilfellum fyrst og fremst við íbúafjölda. Flotið vakandi að feigðarósi Hitt er svo annað mál að Evrópusambandið hefur ítrekað sýnt það með framgöngu sinni á liðnum árum að því sé ekki treystandi þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Til að mynda sýndi þetta sig einkar vel þegar sambandið ætlaði að sýna mátt sinn og megin og stilla til friðar á Balkanskaganum í lok síðustu aldar. Ekki leið hins vegar á löngu unz ráðamenn í Brussel sáu sig tilneydda í örvæntingu sinni að kalla á hjálp frá NATO og þó einkum og sér í lagi Bandaríkjunum. Þeir hafa ekki reynt sig við slíkt verkefni aftur. Fara má einnig mun nær í tíma. Þannig hefur Evrópusambandið reynzt gjörsamlaga ófært um að gæta eigin efnahagsöryggis gagnvart Rússlandi samanber orkuvandi sambandsins. Meira að segja Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur ítrekað viðurkennt að sambandið hafi flotið vakandi, ekki sofandi, að feigðarósi í þeim efnum og enn fremur fjármagnað stríðsrekstur rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á þarlendu gasi og olíu árum saman þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Hafa lengi vanrækt varnir sínar Vangaveltur um það hvort Bandaríkin kunni að yfirgefa NATO í framtíðinni og að fyrir vikið sé ekki hægt að treysta á bandalagið standast enn fremur ekki skoðun. Eftir sem áður væri Ísland í félagsskap nær allra ríkja Evrópusambandsins í NATO auk meðal annars Noregs, Kanada og Bretlands. Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinzt að því að Evrópuríkin í NATO hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu hvað varðar fjárframlög til varnarmála. Með öðrum orðum að ekki hafi verið hægt að reiða sig á þau. Hins vegar hafa Evrópuríkin, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, loksins ákveðið að taka sig saman í andlitinu og auka framlög til varnarmála. Með öðrum orðum að koma til móts við réttmæta gagnrýni Bandaríkjamanna. Jákvætt er að evrópsk aðildarríki NATO hafi loksins tekið við sér og hafi í hyggju að efla eigin varnargetu. Ljóst er hins vegar að taka mun mörg ár að bæta upp vanrækslu þeirra til þessa og jafnvel þó að sú verði raunin muni samanlögð varnargeta þeirra eftir sem áður verða miklu minni en Bandaríkjanna einna. ESB getur ekki treyst á sig sjálft Hvernig sem á málið er litið er einfaldlega ljóst að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Þar með talið innan NATO. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Evrópusambandið getur ekki einu sinni treyst á sig sjálft þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar eins og vanrækslan í varnarmálum er til marks um sem og sá ótrúlegi dómgreindarskortur að leggja orkuöryggi sambandsins nær alfarið í hendurnar á rússneskum stjórnvöldum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Varnarhagsmunir Íslands verða einfaldlega sem fyrr bezt tryggðir með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Með öðrum orðum er Ísland þegar í varnarbandalagi með svo gott sem öllum ríkjum Evrópusambandsins Hverju nákvæmlega ætti sambandið að bæta við í þeim efnum? Fyrir vikið segir það sig eðli málsins samkvæmt sjálft að ef við Íslendingar getum ekki reitt okkur á NATO í öryggis- og varnarmálum getum við alls ekki reitt okkur á Evrópusambandið. Þess utan þýddi innganga í sambandið framsal valds yfir flestum okkar málum og ákvarðanatökur þar sem miðað er í flestum tilfellum fyrst og fremst við íbúafjölda. Flotið vakandi að feigðarósi Hitt er svo annað mál að Evrópusambandið hefur ítrekað sýnt það með framgöngu sinni á liðnum árum að því sé ekki treystandi þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Til að mynda sýndi þetta sig einkar vel þegar sambandið ætlaði að sýna mátt sinn og megin og stilla til friðar á Balkanskaganum í lok síðustu aldar. Ekki leið hins vegar á löngu unz ráðamenn í Brussel sáu sig tilneydda í örvæntingu sinni að kalla á hjálp frá NATO og þó einkum og sér í lagi Bandaríkjunum. Þeir hafa ekki reynt sig við slíkt verkefni aftur. Fara má einnig mun nær í tíma. Þannig hefur Evrópusambandið reynzt gjörsamlaga ófært um að gæta eigin efnahagsöryggis gagnvart Rússlandi samanber orkuvandi sambandsins. Meira að segja Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur ítrekað viðurkennt að sambandið hafi flotið vakandi, ekki sofandi, að feigðarósi í þeim efnum og enn fremur fjármagnað stríðsrekstur rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á þarlendu gasi og olíu árum saman þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Hafa lengi vanrækt varnir sínar Vangaveltur um það hvort Bandaríkin kunni að yfirgefa NATO í framtíðinni og að fyrir vikið sé ekki hægt að treysta á bandalagið standast enn fremur ekki skoðun. Eftir sem áður væri Ísland í félagsskap nær allra ríkja Evrópusambandsins í NATO auk meðal annars Noregs, Kanada og Bretlands. Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinzt að því að Evrópuríkin í NATO hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu hvað varðar fjárframlög til varnarmála. Með öðrum orðum að ekki hafi verið hægt að reiða sig á þau. Hins vegar hafa Evrópuríkin, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, loksins ákveðið að taka sig saman í andlitinu og auka framlög til varnarmála. Með öðrum orðum að koma til móts við réttmæta gagnrýni Bandaríkjamanna. Jákvætt er að evrópsk aðildarríki NATO hafi loksins tekið við sér og hafi í hyggju að efla eigin varnargetu. Ljóst er hins vegar að taka mun mörg ár að bæta upp vanrækslu þeirra til þessa og jafnvel þó að sú verði raunin muni samanlögð varnargeta þeirra eftir sem áður verða miklu minni en Bandaríkjanna einna. ESB getur ekki treyst á sig sjálft Hvernig sem á málið er litið er einfaldlega ljóst að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Þar með talið innan NATO. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Evrópusambandið getur ekki einu sinni treyst á sig sjálft þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar eins og vanrækslan í varnarmálum er til marks um sem og sá ótrúlegi dómgreindarskortur að leggja orkuöryggi sambandsins nær alfarið í hendurnar á rússneskum stjórnvöldum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Varnarhagsmunir Íslands verða einfaldlega sem fyrr bezt tryggðir með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar