Hverju ætti ESB að bæta við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. október 2022 11:01 Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Með öðrum orðum er Ísland þegar í varnarbandalagi með svo gott sem öllum ríkjum Evrópusambandsins Hverju nákvæmlega ætti sambandið að bæta við í þeim efnum? Fyrir vikið segir það sig eðli málsins samkvæmt sjálft að ef við Íslendingar getum ekki reitt okkur á NATO í öryggis- og varnarmálum getum við alls ekki reitt okkur á Evrópusambandið. Þess utan þýddi innganga í sambandið framsal valds yfir flestum okkar málum og ákvarðanatökur þar sem miðað er í flestum tilfellum fyrst og fremst við íbúafjölda. Flotið vakandi að feigðarósi Hitt er svo annað mál að Evrópusambandið hefur ítrekað sýnt það með framgöngu sinni á liðnum árum að því sé ekki treystandi þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Til að mynda sýndi þetta sig einkar vel þegar sambandið ætlaði að sýna mátt sinn og megin og stilla til friðar á Balkanskaganum í lok síðustu aldar. Ekki leið hins vegar á löngu unz ráðamenn í Brussel sáu sig tilneydda í örvæntingu sinni að kalla á hjálp frá NATO og þó einkum og sér í lagi Bandaríkjunum. Þeir hafa ekki reynt sig við slíkt verkefni aftur. Fara má einnig mun nær í tíma. Þannig hefur Evrópusambandið reynzt gjörsamlaga ófært um að gæta eigin efnahagsöryggis gagnvart Rússlandi samanber orkuvandi sambandsins. Meira að segja Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur ítrekað viðurkennt að sambandið hafi flotið vakandi, ekki sofandi, að feigðarósi í þeim efnum og enn fremur fjármagnað stríðsrekstur rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á þarlendu gasi og olíu árum saman þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Hafa lengi vanrækt varnir sínar Vangaveltur um það hvort Bandaríkin kunni að yfirgefa NATO í framtíðinni og að fyrir vikið sé ekki hægt að treysta á bandalagið standast enn fremur ekki skoðun. Eftir sem áður væri Ísland í félagsskap nær allra ríkja Evrópusambandsins í NATO auk meðal annars Noregs, Kanada og Bretlands. Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinzt að því að Evrópuríkin í NATO hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu hvað varðar fjárframlög til varnarmála. Með öðrum orðum að ekki hafi verið hægt að reiða sig á þau. Hins vegar hafa Evrópuríkin, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, loksins ákveðið að taka sig saman í andlitinu og auka framlög til varnarmála. Með öðrum orðum að koma til móts við réttmæta gagnrýni Bandaríkjamanna. Jákvætt er að evrópsk aðildarríki NATO hafi loksins tekið við sér og hafi í hyggju að efla eigin varnargetu. Ljóst er hins vegar að taka mun mörg ár að bæta upp vanrækslu þeirra til þessa og jafnvel þó að sú verði raunin muni samanlögð varnargeta þeirra eftir sem áður verða miklu minni en Bandaríkjanna einna. ESB getur ekki treyst á sig sjálft Hvernig sem á málið er litið er einfaldlega ljóst að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Þar með talið innan NATO. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Evrópusambandið getur ekki einu sinni treyst á sig sjálft þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar eins og vanrækslan í varnarmálum er til marks um sem og sá ótrúlegi dómgreindarskortur að leggja orkuöryggi sambandsins nær alfarið í hendurnar á rússneskum stjórnvöldum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Varnarhagsmunir Íslands verða einfaldlega sem fyrr bezt tryggðir með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Með öðrum orðum er Ísland þegar í varnarbandalagi með svo gott sem öllum ríkjum Evrópusambandsins Hverju nákvæmlega ætti sambandið að bæta við í þeim efnum? Fyrir vikið segir það sig eðli málsins samkvæmt sjálft að ef við Íslendingar getum ekki reitt okkur á NATO í öryggis- og varnarmálum getum við alls ekki reitt okkur á Evrópusambandið. Þess utan þýddi innganga í sambandið framsal valds yfir flestum okkar málum og ákvarðanatökur þar sem miðað er í flestum tilfellum fyrst og fremst við íbúafjölda. Flotið vakandi að feigðarósi Hitt er svo annað mál að Evrópusambandið hefur ítrekað sýnt það með framgöngu sinni á liðnum árum að því sé ekki treystandi þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Til að mynda sýndi þetta sig einkar vel þegar sambandið ætlaði að sýna mátt sinn og megin og stilla til friðar á Balkanskaganum í lok síðustu aldar. Ekki leið hins vegar á löngu unz ráðamenn í Brussel sáu sig tilneydda í örvæntingu sinni að kalla á hjálp frá NATO og þó einkum og sér í lagi Bandaríkjunum. Þeir hafa ekki reynt sig við slíkt verkefni aftur. Fara má einnig mun nær í tíma. Þannig hefur Evrópusambandið reynzt gjörsamlaga ófært um að gæta eigin efnahagsöryggis gagnvart Rússlandi samanber orkuvandi sambandsins. Meira að segja Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur ítrekað viðurkennt að sambandið hafi flotið vakandi, ekki sofandi, að feigðarósi í þeim efnum og enn fremur fjármagnað stríðsrekstur rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á þarlendu gasi og olíu árum saman þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Hafa lengi vanrækt varnir sínar Vangaveltur um það hvort Bandaríkin kunni að yfirgefa NATO í framtíðinni og að fyrir vikið sé ekki hægt að treysta á bandalagið standast enn fremur ekki skoðun. Eftir sem áður væri Ísland í félagsskap nær allra ríkja Evrópusambandsins í NATO auk meðal annars Noregs, Kanada og Bretlands. Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinzt að því að Evrópuríkin í NATO hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu hvað varðar fjárframlög til varnarmála. Með öðrum orðum að ekki hafi verið hægt að reiða sig á þau. Hins vegar hafa Evrópuríkin, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, loksins ákveðið að taka sig saman í andlitinu og auka framlög til varnarmála. Með öðrum orðum að koma til móts við réttmæta gagnrýni Bandaríkjamanna. Jákvætt er að evrópsk aðildarríki NATO hafi loksins tekið við sér og hafi í hyggju að efla eigin varnargetu. Ljóst er hins vegar að taka mun mörg ár að bæta upp vanrækslu þeirra til þessa og jafnvel þó að sú verði raunin muni samanlögð varnargeta þeirra eftir sem áður verða miklu minni en Bandaríkjanna einna. ESB getur ekki treyst á sig sjálft Hvernig sem á málið er litið er einfaldlega ljóst að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Þar með talið innan NATO. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Evrópusambandið getur ekki einu sinni treyst á sig sjálft þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar eins og vanrækslan í varnarmálum er til marks um sem og sá ótrúlegi dómgreindarskortur að leggja orkuöryggi sambandsins nær alfarið í hendurnar á rússneskum stjórnvöldum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Varnarhagsmunir Íslands verða einfaldlega sem fyrr bezt tryggðir með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun