Hverju ætti ESB að bæta við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 2. október 2022 11:01 Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Með öðrum orðum er Ísland þegar í varnarbandalagi með svo gott sem öllum ríkjum Evrópusambandsins Hverju nákvæmlega ætti sambandið að bæta við í þeim efnum? Fyrir vikið segir það sig eðli málsins samkvæmt sjálft að ef við Íslendingar getum ekki reitt okkur á NATO í öryggis- og varnarmálum getum við alls ekki reitt okkur á Evrópusambandið. Þess utan þýddi innganga í sambandið framsal valds yfir flestum okkar málum og ákvarðanatökur þar sem miðað er í flestum tilfellum fyrst og fremst við íbúafjölda. Flotið vakandi að feigðarósi Hitt er svo annað mál að Evrópusambandið hefur ítrekað sýnt það með framgöngu sinni á liðnum árum að því sé ekki treystandi þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Til að mynda sýndi þetta sig einkar vel þegar sambandið ætlaði að sýna mátt sinn og megin og stilla til friðar á Balkanskaganum í lok síðustu aldar. Ekki leið hins vegar á löngu unz ráðamenn í Brussel sáu sig tilneydda í örvæntingu sinni að kalla á hjálp frá NATO og þó einkum og sér í lagi Bandaríkjunum. Þeir hafa ekki reynt sig við slíkt verkefni aftur. Fara má einnig mun nær í tíma. Þannig hefur Evrópusambandið reynzt gjörsamlaga ófært um að gæta eigin efnahagsöryggis gagnvart Rússlandi samanber orkuvandi sambandsins. Meira að segja Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur ítrekað viðurkennt að sambandið hafi flotið vakandi, ekki sofandi, að feigðarósi í þeim efnum og enn fremur fjármagnað stríðsrekstur rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á þarlendu gasi og olíu árum saman þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Hafa lengi vanrækt varnir sínar Vangaveltur um það hvort Bandaríkin kunni að yfirgefa NATO í framtíðinni og að fyrir vikið sé ekki hægt að treysta á bandalagið standast enn fremur ekki skoðun. Eftir sem áður væri Ísland í félagsskap nær allra ríkja Evrópusambandsins í NATO auk meðal annars Noregs, Kanada og Bretlands. Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinzt að því að Evrópuríkin í NATO hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu hvað varðar fjárframlög til varnarmála. Með öðrum orðum að ekki hafi verið hægt að reiða sig á þau. Hins vegar hafa Evrópuríkin, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, loksins ákveðið að taka sig saman í andlitinu og auka framlög til varnarmála. Með öðrum orðum að koma til móts við réttmæta gagnrýni Bandaríkjamanna. Jákvætt er að evrópsk aðildarríki NATO hafi loksins tekið við sér og hafi í hyggju að efla eigin varnargetu. Ljóst er hins vegar að taka mun mörg ár að bæta upp vanrækslu þeirra til þessa og jafnvel þó að sú verði raunin muni samanlögð varnargeta þeirra eftir sem áður verða miklu minni en Bandaríkjanna einna. ESB getur ekki treyst á sig sjálft Hvernig sem á málið er litið er einfaldlega ljóst að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Þar með talið innan NATO. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Evrópusambandið getur ekki einu sinni treyst á sig sjálft þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar eins og vanrækslan í varnarmálum er til marks um sem og sá ótrúlegi dómgreindarskortur að leggja orkuöryggi sambandsins nær alfarið í hendurnar á rússneskum stjórnvöldum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Varnarhagsmunir Íslands verða einfaldlega sem fyrr bezt tryggðir með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fullyrðingar um að Ísland þurfi að ganga í Evrópusambandið vegna öryggis- og varnarmála, og geti ekki treyst á NATO og Bandaríkin í þeim efnum, verða í bezta falli að teljast broslegar. Þó ekki nema fyrir þá staðreynd að eftir fyrirhugaða inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í varnarbandalagið verða nær öll ríki sambandsins innan þess fyrir utan Austurríki, Írland, Kýpur og Möltu sem búa yfir takmarkaðri varnargetu. Auk Bandaríkjanna eru hins vegar ríki eins og Noregur, Kanada og Bretland í NATO sem ekki eru í Evrópusambandinu. Með öðrum orðum er Ísland þegar í varnarbandalagi með svo gott sem öllum ríkjum Evrópusambandsins Hverju nákvæmlega ætti sambandið að bæta við í þeim efnum? Fyrir vikið segir það sig eðli málsins samkvæmt sjálft að ef við Íslendingar getum ekki reitt okkur á NATO í öryggis- og varnarmálum getum við alls ekki reitt okkur á Evrópusambandið. Þess utan þýddi innganga í sambandið framsal valds yfir flestum okkar málum og ákvarðanatökur þar sem miðað er í flestum tilfellum fyrst og fremst við íbúafjölda. Flotið vakandi að feigðarósi Hitt er svo annað mál að Evrópusambandið hefur ítrekað sýnt það með framgöngu sinni á liðnum árum að því sé ekki treystandi þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar. Til að mynda sýndi þetta sig einkar vel þegar sambandið ætlaði að sýna mátt sinn og megin og stilla til friðar á Balkanskaganum í lok síðustu aldar. Ekki leið hins vegar á löngu unz ráðamenn í Brussel sáu sig tilneydda í örvæntingu sinni að kalla á hjálp frá NATO og þó einkum og sér í lagi Bandaríkjunum. Þeir hafa ekki reynt sig við slíkt verkefni aftur. Fara má einnig mun nær í tíma. Þannig hefur Evrópusambandið reynzt gjörsamlaga ófært um að gæta eigin efnahagsöryggis gagnvart Rússlandi samanber orkuvandi sambandsins. Meira að segja Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hefur ítrekað viðurkennt að sambandið hafi flotið vakandi, ekki sofandi, að feigðarósi í þeim efnum og enn fremur fjármagnað stríðsrekstur rússneskra stjórnvalda með umfangsmiklum kaupum á þarlendu gasi og olíu árum saman þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir. Hafa lengi vanrækt varnir sínar Vangaveltur um það hvort Bandaríkin kunni að yfirgefa NATO í framtíðinni og að fyrir vikið sé ekki hægt að treysta á bandalagið standast enn fremur ekki skoðun. Eftir sem áður væri Ísland í félagsskap nær allra ríkja Evrópusambandsins í NATO auk meðal annars Noregs, Kanada og Bretlands. Gagnrýni Bandaríkjanna hefur beinzt að því að Evrópuríkin í NATO hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu hvað varðar fjárframlög til varnarmála. Með öðrum orðum að ekki hafi verið hægt að reiða sig á þau. Hins vegar hafa Evrópuríkin, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu, loksins ákveðið að taka sig saman í andlitinu og auka framlög til varnarmála. Með öðrum orðum að koma til móts við réttmæta gagnrýni Bandaríkjamanna. Jákvætt er að evrópsk aðildarríki NATO hafi loksins tekið við sér og hafi í hyggju að efla eigin varnargetu. Ljóst er hins vegar að taka mun mörg ár að bæta upp vanrækslu þeirra til þessa og jafnvel þó að sú verði raunin muni samanlögð varnargeta þeirra eftir sem áður verða miklu minni en Bandaríkjanna einna. ESB getur ekki treyst á sig sjálft Hvernig sem á málið er litið er einfaldlega ljóst að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja. Þar með talið innan NATO. Bandaríkin eru enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Evrópusambandið getur ekki einu sinni treyst á sig sjálft þegar öryggis- og varnarmál eru annars vegar eins og vanrækslan í varnarmálum er til marks um sem og sá ótrúlegi dómgreindarskortur að leggja orkuöryggi sambandsins nær alfarið í hendurnar á rússneskum stjórnvöldum. Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur þannig haft í för með sér er að afhjúpa enn frekar en áður hversu illa Evrópusambandið stendur að vígi þegar kemur að öryggis- og varnarmálum. Raunar hefur verið um slíka hrópandi staðreynd að ræða að æðsti embættismaður sambandsins í málaflokknum hefur ekki séð sér annað fært en að gangast ítrekað við henni opinberlega. Varnarhagsmunir Íslands verða einfaldlega sem fyrr bezt tryggðir með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun