Einar biðst afsökunar á ummælum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2022 15:26 Ummæli Einars Jónssonar eftir leikinn gegn FH eru komin inn á borð aganefndar HSÍ. vísir/diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir jafnteflið við FH í Olís-deild karla á föstudaginn. Þegar leiktíminn var runninn út skaut Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í andlitið á Birgi Má Birgissyni beint úr aukakasti. Í kjölfarið kom til ryskinga milli leikmanna liðanna og áhorfendur í Kaplakrika blönduðu sér líka í hasarinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leikinn. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta.“ Einar hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sem ku vera komin inn á borð aganefndar HSÍ. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Í Seinni bylgjunni á föstudaginn voru ummæli Einars fordæmd. „Ég ætla ekki að kasta einhverjum steinum úr glerhúsi og ég hef sagt ýmislegt heimskulegt í viðtölum en þetta eru einhver ótrúlegustu ummæli sem ég hef heyrt eftir leik í langan tíma. Þetta var hvorki fyndið né spaugilegt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Klippa: Ummæli Einars Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng en bætti við að ummæli Einars hefðu líklega verið sett fram í hálfkæringi. Þau væru þó óheppileg. Strákarnir hans Einars sækja þrefalda meistara Vals heim í Olís-deildinni klukkan 19:30 í kvöld. Olís-deild karla Fram FH Seinni bylgjan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Þegar leiktíminn var runninn út skaut Þorsteinn Gauti Hjálmarsson í andlitið á Birgi Má Birgissyni beint úr aukakasti. Í kjölfarið kom til ryskinga milli leikmanna liðanna og áhorfendur í Kaplakrika blönduðu sér líka í hasarinn. „Gauti bombar í andlitið á honum, ég held hann þoli ekki þennan gaur þannig að ég skil það vel að hann hafi bombað í andlitið á honum,“ sagði Einar í samtali við Vísi eftir leikinn. „Svo bara „rest is history“. Ef þú horfir á mig þá er ég ekki líklegur til afreka í svona dæmi eins og gerðist í lokin þannig að ég stóð nú bara á þetta og horfði í rólegheitum. Þetta er bara stuð, það er fínt að hafa læti og eitthvað að tala um. Ég hafði gaman af að horfa á þetta.“ Einar hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sem ku vera komin inn á borð aganefndar HSÍ. „Vegna ummæla sem ég viðhafði eftir leik FH-Fram. Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til allra hlutaðeigandi aðila. Þau ummæli sem ég viðhafði voru sögð í gríni og áttu ekki að særa neinn. Hins vegar geta höfuðmeiðsl verið mjög alvarleg og ekki til þess að tala um af léttúð,“ segir í yfirlýsingunni frá Einari. Í Seinni bylgjunni á föstudaginn voru ummæli Einars fordæmd. „Ég ætla ekki að kasta einhverjum steinum úr glerhúsi og ég hef sagt ýmislegt heimskulegt í viðtölum en þetta eru einhver ótrúlegustu ummæli sem ég hef heyrt eftir leik í langan tíma. Þetta var hvorki fyndið né spaugilegt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson. Klippa: Ummæli Einars Theodór Ingi Pálmason tók í sama streng en bætti við að ummæli Einars hefðu líklega verið sett fram í hálfkæringi. Þau væru þó óheppileg. Strákarnir hans Einars sækja þrefalda meistara Vals heim í Olís-deildinni klukkan 19:30 í kvöld.
Olís-deild karla Fram FH Seinni bylgjan Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti