Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. október 2022 22:15 Lögreglubíll á vettvangi á Ólafsfirði í dag. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld. Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld.
Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira