Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. október 2022 22:15 Lögreglubíll á vettvangi á Ólafsfirði í dag. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld. Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld.
Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira