Þrennt í gæsluvarðhald vegna manndrápsins á Ólafsfirði Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 3. október 2022 22:15 Lögreglubíll á vettvangi á Ólafsfirði í dag. Vísir Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði tvær konur og einn karlmann í vikulangt gæsluvarðhald vegna mannsláts á Ólafsfirði í kvöld. Karlmaður á fimmtugsaldri var stunginn til bana þar í nótt. Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld. Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Fjórir voru upphaflega handteknir vegna dauða mannsins en lögreglan á Norðurlandi eystra fór fram á gæsluvarðhald yfir þemur þeirra. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðsdómur hefði fallist á kröfu lögreglunnar um kvöldmatarleytið í kvöld. Lögregla fékk tilkynningu á þriðja tímanum í nótt að karlmaður hafi verið stunginn í íbúðarhúsi á Ólafsfirði. Lögreglumenn voru sendir á vettvang frá Akureyri, Dalvík og Siglufirði. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn á vettvangi. Maðurinn var gestkomandi í húsinu. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Málið er á frumstigi. Við sendum allt tiltækt lögreglulið á vettvang. Bakvakt, fengum sérsveit sem er hér staðsett á Akureyri. Við erum búin að vinna í málinu í dag. Þetta er bara á upphafsstigum,“ sagði Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hinn látni tæplega fimmtugur Íslendingur búsettur á Ólafsfirði. Bæði karlar og konur voru á meðal þeirra sem handtekin voru. Þau fengu öll réttarstöðu sakbornings við handtökuna. Maðurinn sem lést var gestkomandi í húsinu. Þá liggur fyrir að einn annar var fluttur til aðhlynningar á slysadeild vegna málsins. Rannsókn lögreglu er á frumstigum sem fyrr segir. „Það er bara áframhaldandi vinna. Við erum búin að vera í upplýsingaöflun og henni verður framhaldið. Það þarf að tala við ýmsa aðila og slíkt. Það er bara hefðbundin rannsóknarvinna framundan,“ sagði Arnfríður Gígja. Ólafsfjörður er lítill bær þar sem allir þekkja alla. Bæjarstjórinn segir samfélagið í áfalli. „Ég held að ég hafi verið harmi slegin eins og allt samfélagið hérna í Fjallabyggð. Í svona litli bæjarfélagi, þegar svona gerist þá kemu það við alla,“ sagði Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Nokkur fjöldi hefur leitað til kirkjunnar á Ólafsfirði í dag, þar sem haldin var kyrrðarstund klukkan átta í kvöld.
Fjallabyggð Lögreglumál Manndráp á Ólafsfirði Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira