Skutu eldflaug í átt að Japan Bjarki Sigurðsson skrifar 4. október 2022 06:48 Hér má sjá ferðalag eldflaugarinnar áður en hún lenti í Kyrrahafinu. EPA/Kimimasa Mayama Norður-Kóreumenn skutu í gærkvöldi eldflaug sem flaug yfir Japan. Íbúar Japan fengu skilaboð um að koma sér í skjól vegna eldflaugarinnar en að lokum lenti flaugin í Kyrrahafinu. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi með þessu viljað fanga athygli Japana og Bandaríkjamanna. Íbúar í norðurhluta Japan vöknuðu í nótt við sírenur og smáskilaboð sem í stóð: „Norður-Kórea virðist hafa skotið eldflaug. Vinsamlegast farið inn í byggingar eða í neðanjarðarbyrgi“. Flaugin lenti þó ekki í Japan en fólk var þó varað við að brot úr henni gætu hrapað á jörðina. Flaugin flaug um 4.500 kílómetra leið áður en hún hrapaði í Kyrrahafið. Flaugin flaug nógu langt til að geta lent á eyjunni Gvam sem tilheyrir Bandaríkjunum ef hún hefði tekið aðra stefnu. Forsætisráðherra Japan, Fumio Kishida, kallaði atvikið „ofbeldisfulla hegðun“ og varnarmálaráðherrann Yasakazu Hamada sagði að Japanir myndu ekki útiloka að svara fyrir sig. Þá hefur talsmaður bandaríska öryggismálaráðsins sagt ákvörðun Norður-Kóreumanna vera hættulega og kærulausa. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem norður-kóreskar eldflaugar fljúga yfir Japan. Talið er að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu ekki sátt með samvinnu Japan, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en þjóðirnar þrjár hafa í sameiningu unnið að því að styrkja bandalag sitt vegna ástandsins í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Íbúar í norðurhluta Japan vöknuðu í nótt við sírenur og smáskilaboð sem í stóð: „Norður-Kórea virðist hafa skotið eldflaug. Vinsamlegast farið inn í byggingar eða í neðanjarðarbyrgi“. Flaugin lenti þó ekki í Japan en fólk var þó varað við að brot úr henni gætu hrapað á jörðina. Flaugin flaug um 4.500 kílómetra leið áður en hún hrapaði í Kyrrahafið. Flaugin flaug nógu langt til að geta lent á eyjunni Gvam sem tilheyrir Bandaríkjunum ef hún hefði tekið aðra stefnu. Forsætisráðherra Japan, Fumio Kishida, kallaði atvikið „ofbeldisfulla hegðun“ og varnarmálaráðherrann Yasakazu Hamada sagði að Japanir myndu ekki útiloka að svara fyrir sig. Þá hefur talsmaður bandaríska öryggismálaráðsins sagt ákvörðun Norður-Kóreumanna vera hættulega og kærulausa. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2017 sem norður-kóreskar eldflaugar fljúga yfir Japan. Talið er að stjórnvöld í Norður-Kóreu séu ekki sátt með samvinnu Japan, Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en þjóðirnar þrjár hafa í sameiningu unnið að því að styrkja bandalag sitt vegna ástandsins í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Japan Bandaríkin Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira