Spila á Dalvík vegna árshátíðar Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 09:02 Þórsarar spila á Dalvík um helgina. @thorhandbolti Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri. Þetta kemur fram á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Þórs. Næsti heimaleikur Þórsara, í Grill 66-deildinni, er heimaleikur við ungmennalið Fram klukkan 16 næsta laugardag og tóku Dalvíkingar vel í neyðarkall Þórsara um að leikurinn færi fram í rúmlega fjörutíu kílómetra fjarlægð frá félagssvæði Þórs. Íþróttahúsið í Síðuskóla á Akureyri er, samkvæmt formanni handknattleiksdeildar Þórs, ónothæft eftir að framkvæmdir við endurnýjun á gólfi „klúðruðust allrækilega í ágúst“. Ekki hafi verið æft þar að ráði síðan í ágúst. „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ Ekki er heldur hægt að spila í Höllinni á Akureyri þar sem að hún hefur verið leigð út fyrir árshátíð. „Stofnanir og fyrirtæki geta tekið heila helgi frá fyrir sig, allt uppí 4 daga, löngu áður en sérsamböndin gefa út leikjaniðurröðun vetrarins. Svo er bara sagt fyrstur kemur fyrstur fær,“ skrifar formaðurinn Árni Rúnar Jóhannesson. Hann bendir á að um helgina eigi líka að fara fram körfuboltaleikur og 6. flokks mót í handbolta á Akureyri. Dalvíkingar eru kannski ekki þekktir fyrir handbolta en tóku eins og fyrr segir vel í bón Þórsara. „Viðmót Dalvíkinga gagnvart okkur í þessu máli hefur verið frábært, þeir hafa fært, breytt og bætt við, eftir okkar þörfum vegna þessa leiks,“ skrifar Árni Rúnar en bendir á að ýmislegt þurfi þó að gera til að leikurinn fari fram: „Það er ekkert lítið verkefni að færa einn leik í annað bæjarfélag og núna er þessi vika undirlögð hjá sjálfboðaliðum Þórs að koma þessu á koppinn.“ Handbolti Þór Akureyri Dalvíkurbyggð Akureyri Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Þetta kemur fram á Facebook-síðu handknattleiksdeildar Þórs. Næsti heimaleikur Þórsara, í Grill 66-deildinni, er heimaleikur við ungmennalið Fram klukkan 16 næsta laugardag og tóku Dalvíkingar vel í neyðarkall Þórsara um að leikurinn færi fram í rúmlega fjörutíu kílómetra fjarlægð frá félagssvæði Þórs. Íþróttahúsið í Síðuskóla á Akureyri er, samkvæmt formanni handknattleiksdeildar Þórs, ónothæft eftir að framkvæmdir við endurnýjun á gólfi „klúðruðust allrækilega í ágúst“. Ekki hafi verið æft þar að ráði síðan í ágúst. „Fyrstur kemur, fyrstur fær“ Ekki er heldur hægt að spila í Höllinni á Akureyri þar sem að hún hefur verið leigð út fyrir árshátíð. „Stofnanir og fyrirtæki geta tekið heila helgi frá fyrir sig, allt uppí 4 daga, löngu áður en sérsamböndin gefa út leikjaniðurröðun vetrarins. Svo er bara sagt fyrstur kemur fyrstur fær,“ skrifar formaðurinn Árni Rúnar Jóhannesson. Hann bendir á að um helgina eigi líka að fara fram körfuboltaleikur og 6. flokks mót í handbolta á Akureyri. Dalvíkingar eru kannski ekki þekktir fyrir handbolta en tóku eins og fyrr segir vel í bón Þórsara. „Viðmót Dalvíkinga gagnvart okkur í þessu máli hefur verið frábært, þeir hafa fært, breytt og bætt við, eftir okkar þörfum vegna þessa leiks,“ skrifar Árni Rúnar en bendir á að ýmislegt þurfi þó að gera til að leikurinn fari fram: „Það er ekkert lítið verkefni að færa einn leik í annað bæjarfélag og núna er þessi vika undirlögð hjá sjálfboðaliðum Þórs að koma þessu á koppinn.“
Handbolti Þór Akureyri Dalvíkurbyggð Akureyri Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni