Arnar Daði reiður þegar hann sá spjaldið sitt: „Ekkert eðlilega léleg heimavinna“ Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 11:30 Theodór Ingi Pálmason og Arnar Daði Arnarsson eru góðir félagar en Arnari Daða var ekki skemmt yfir vinnubrögðum Theodórs við gerð styrkleikaspjaldsins. Stöð 2 Sport „Ég kem ekki hingað aftur,“ sagði Arnar Daði Arnarsson og strunsaði út úr síðasta þætti af Seinni bylgjunni eftir að þeir Theodór Ingi Pálmason höfðu skipst á að gefa hvor öðrum einkunnaspjald um handboltagetu. Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira
Það var létt yfir mönnum í Seinni bylgjunni síðasta föstudagskvöld en gamanið kárnaði í lokin þegar Arnar Daði fékk að vita hvernig styrkleikaspjaldið hans, sem Theodór hafði útbúið, leit út. Sérfræðingarnir hafa útbúið slík spjöld fyrir nokkra leikmenn í Olís-deildinni í vetur en nú var komið að því að vita hvernig þeirra eigin spjöld myndu líta út. „Teddi var bara ágætur,“ sagði Arnar Daði um Theodór og sýndi svo spjaldið hans sem leit ágætlega út. Þeir spiluðu saman í liði ÍH fyrir níu árum og Arnar Daði þjálfaði einnig Theodór sem var fyrsti leikmaðurinn sem hann fékk til sín hjá Gróttu. Logi Geirs setti Arnar Daða á topp tíu í heiminum Theodór sýndi svo spjaldið með einkunnum Arnars Daða þar sem sá síðarnefndi fékk til að mynda aðeins 30 af 100 stigum varðandi hraða. Theodór viðurkenndi hins vegar að hafa ekki mikið af gögnum til að dæma út frá, enda hætti Arnar Daði snemma að spila. Sama hvað hver segir. Þá mun ég ALDREI samþykkja þetta spjald. Á sama tíma mun ég seint fyrirgefa fasteignasalanum. Ófagleg vinnubrögð og fyrir neðan allar hellur. Með svaka leikskilning en var samt alltaf á leiðinni í vörn þegar hinir voru að keyra í sókn. Þvílíkt rugl. Einar. https://t.co/QjoocIlLpn— Arnar Daði (@arnardadi) October 3, 2022 „Ég hef bara eina „pulje“ til að dæma eftir og það er árið okkar saman í ÍH 2013-14. Svo er hann búinn að segja mér núna að hann eigi einhverja fjörutíu unglingalandsleiki. Ég fór á HSÍ að reyna að fletta því upp og það fannst ekki neitt. Logi Geirs vill meina að hann hafi verið „topp tíu í heiminum þegar hann var [6-8 ára]. Maður deilir alltaf með tíu þegar Logi er annars vegar,“ sagði Theodór. „Þetta er ekki einu sinni fyndið“ Í ljós kom að Arnar Daði lék aðeins þrettán leiki með ÍH tímabilið sem þeir Theodór spiluðu saman, skoraði níu mörk en fékk sex brottvísanir sem hornamaður. „Ég var hraðasti leikmaður í unglingalandsliðinu. Talaðu bara við leikmenn og þjálfara. Þetta er ekkert eðlilega léleg heimavinna,“ sagði Arnar Daði illur eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Styrkleikaspjöld Theodórs og Arnars „Ég þarf að sjá þetta með eigin augum. Hvernig gastu fengið sex sinnum tvær mínútur í þrettán leikjum, spilandi horn í vörn? Leikskilningurinn er 85,“ sagði Theodór og reyndi að malda aðeins í móinn. „Þetta er ekki einu sinni fyndið,“ sagði Arnar Daði og benti á að hann hefði hætt 21 árs gamall að spila. Ekki væri hægt að dæma hann út frá leikjunum með ÍH: „Já, frábært. Þegar ég var búinn að detta fjórtán sinnum úr axlarlið? Hraði 30?“ sagði hneykslaður Arnar Daði en brot úr þættinum má sjá hér að ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Sjá meira