Kópavogur greiðir mest en þar með er ekki öll sagan sögð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2022 10:47 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Kópavogsbær greiðir 56 þúsund krónur í frístundastyrk til barna í sveitarfélaginu. Styrkurinn er sá hæsti sem veittur er hér á landi. Frístundastyrkur segir þó ekki alla söguna enda bæði misjafnt hve dýrt er fyrir börn að stunda tómstundir í sveitarfélögum. Alþýðusamband Íslands réðst í samanburð á frístundastyrkjum í tuttugu sveitarfélögum hér á landi. Fjarðabyggð greiðir lægsta styrkinn af sveitarfélögunum tuttugu eða 10 þúsund krónur á ári. Grindavík og Ísafjarðarbær bjóða ekki upp á frístundarstyrki. Breiðablik, fjölmennasta iðkendafélag Kópavogs, rukkar æfingagjöld hjá iðkendum sínum. Æfingagjald fyrir fimmtán ára knattspyrnuiðkanda hjá félaginu er um 150 þúsund krónur fyrir árið. Sama er uppi á teningnum hjá fjölmörgum öðrum félögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem styrkirnir eru tiltölulega háir. Nálgunin er oft önnur á landsbyggðinni. Á sama tíma greiða iðkendur í Grindavík 45 þúsund krónur fyrir að æfa íþróttir í sveitarfélaginu. Eitt gjald og þú æfir eins og þú vilt. Ágætt er að hafa þennan fyrirvara í huga við áframhaldandi lestur greinarinnar sem er upp úr samantekt ASÍ. Enda kemur skýrt fram á vef ASÍ að úttektin nær eingöngu til frístundastyrkja og ekki sé tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. Tilgangur frístundastyrkja Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi. Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15 þúsund krónur frá árinu 2020. Reykjavíkurborg hefur gefið út að frístundastyrkir hjá sveitarfélaginu muni hækka úr 50 þúsund krónur á ári og verði 75 þúsund krónur á ári um áramót. Ekki er vitað til þess að önnur sveitarfélög hafi gefið út að frístundstyrkir verði hækkaðir. Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á frístundastyrki fyrir lengsta aldursbilið 0-18 ára, en Akureyri og Fjarðabyggð fyrir stysta aldursbilið, 6-17 ára gömul börn og ungmenni. Frístundstyrkir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ og Norðurþingi Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað í 8 af 20 sveitarfélögum frá árinu 2020 þegar síðasta úttekt á frístundastyrkjum var gerð. Styrkirnir hafa hlutfallslega hækkað mest hjá Norðurþingi, um 46% eða um 5.500 krónur, en í krónum talið hafa styrkirnir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15.000 krónur eða 43%. Engir frístundastyrkir voru í boði árið 2020 hjá Fjarðabyggð en þeir eru 10.000 krónur núna og þá hækkuðu styrkirnir um 10.000 krónur eða 29% hjá bæði Árborg og Reykjanesbæ. Misjafnt hvort um er að ræða fyrsta, annað eða þriðja barn Af 20 stærstu sveitarfélögum landsins sem úttektin nær til er Kópavogur með hæstu frístundastyrkina, 56.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 5-18 ára. Næst hæstu styrkirnir eru hjá Hafnarfjarðarbæ 54.000 krónur á hvert barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að einungis hluti styrksins er laus til notkunar í mánuði hverjum. Mosfellsbær greiðir 52.000 krónur í tómstundastyrk fyrir fyrsta og annað barn en styrkurinn hækkar upp í 60.000 krónur fyrir þriðja barn. Styrkirnir hækka einnig hjá Akranesi fyrir annað og þriðja barn. Sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar greiða öll styrki að upphæð 50.000 krónur á ári. Aldursbilið sem styrkirnir gilda fyrir er lengst hjá Vestmannaeyjabæ, 2-18 ára en 5-18 ára hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ og 6-18 ára hjá Reykjavíkurborg. Lægsta upphæð frístundastyrks er hjá Fjarðabyggð, 10.000 krónur fyrir hvert barn á aldrinum 6-17 ára. Næst lægstu styrkirnir eru hjá Norðurþingi, 17.500 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 2-18 ára og hjá Borgarbyggð nema styrkirnir 20.000 krónur á ári fyrir 6-18 ára. Misjafnt er fyrir hvaða aldursbil styrkirnir gilda fyrir en Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á styrki fyrir 0-18 ára og Norðurþing og Vestmannaeyjar frá 2-18 ára. Styrkirnir gilda fyrir stysta aldursbilið hjá Akranesbæ, Reykjanesbæ, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Borgarbyggð, fyrir 6-18 ára. Frístundastyrkir jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundastarfi hefur áhrif á vellíðan barna og unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á forvarnargildi tómstundastarfs og er það því hagur samfélagsins að börn hafi aðgang að slíku starfi. Tómstundir, hvort sem um er að ræða íþróttir, tónlistarnám eða annað, gegna því bæði því hlutverki að vera afþreying fyrir börn og unglinga auk þess að hafa menntunar- og forvarnargildi. Tómstundir geta verið dýrar og fjölskyldur eru í misjafnri stöðu til að greiða fyrir þær. Styrkirnir stuðla að því að börn geti tekið þátt í tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum og jafna þeir tækifæri barna til tómstundaiðkunar. Um úttektina Úttekt þessi nær eingöngu til frístundastyrkja sem foreldrar geta ráðstafað til að niðurgreiða tómstundir barna. Ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við tómstundastarf barna í formi stuðnings við íþróttafélög, lægra verðs á námskeiðum, ókeypis aksturs eða akstursstyrkja til foreldra sem keyra börn sín langan veg í tómstundir. Samanburðurinn nær til 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins. Íþróttir barna Félagsmál Kópavogur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands réðst í samanburð á frístundastyrkjum í tuttugu sveitarfélögum hér á landi. Fjarðabyggð greiðir lægsta styrkinn af sveitarfélögunum tuttugu eða 10 þúsund krónur á ári. Grindavík og Ísafjarðarbær bjóða ekki upp á frístundarstyrki. Breiðablik, fjölmennasta iðkendafélag Kópavogs, rukkar æfingagjöld hjá iðkendum sínum. Æfingagjald fyrir fimmtán ára knattspyrnuiðkanda hjá félaginu er um 150 þúsund krónur fyrir árið. Sama er uppi á teningnum hjá fjölmörgum öðrum félögum á höfuðborgarsvæðinu þar sem styrkirnir eru tiltölulega háir. Nálgunin er oft önnur á landsbyggðinni. Á sama tíma greiða iðkendur í Grindavík 45 þúsund krónur fyrir að æfa íþróttir í sveitarfélaginu. Eitt gjald og þú æfir eins og þú vilt. Ágætt er að hafa þennan fyrirvara í huga við áframhaldandi lestur greinarinnar sem er upp úr samantekt ASÍ. Enda kemur skýrt fram á vef ASÍ að úttektin nær eingöngu til frístundastyrkja og ekki sé tekið tillit til annars konar stuðnings við íþróttastarf. Tilgangur frístundastyrkja Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi. Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15 þúsund krónur frá árinu 2020. Reykjavíkurborg hefur gefið út að frístundastyrkir hjá sveitarfélaginu muni hækka úr 50 þúsund krónur á ári og verði 75 þúsund krónur á ári um áramót. Ekki er vitað til þess að önnur sveitarfélög hafi gefið út að frístundstyrkir verði hækkaðir. Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á frístundastyrki fyrir lengsta aldursbilið 0-18 ára, en Akureyri og Fjarðabyggð fyrir stysta aldursbilið, 6-17 ára gömul börn og ungmenni. Frístundstyrkir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ og Norðurþingi Upphæð frístundastyrkja hefur hækkað í 8 af 20 sveitarfélögum frá árinu 2020 þegar síðasta úttekt á frístundastyrkjum var gerð. Styrkirnir hafa hlutfallslega hækkað mest hjá Norðurþingi, um 46% eða um 5.500 krónur, en í krónum talið hafa styrkirnir hækkað mest hjá Vestmannaeyjabæ, um 15.000 krónur eða 43%. Engir frístundastyrkir voru í boði árið 2020 hjá Fjarðabyggð en þeir eru 10.000 krónur núna og þá hækkuðu styrkirnir um 10.000 krónur eða 29% hjá bæði Árborg og Reykjanesbæ. Misjafnt hvort um er að ræða fyrsta, annað eða þriðja barn Af 20 stærstu sveitarfélögum landsins sem úttektin nær til er Kópavogur með hæstu frístundastyrkina, 56.000 krónur á ári fyrir hvert barn. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum 5-18 ára. Næst hæstu styrkirnir eru hjá Hafnarfjarðarbæ 54.000 krónur á hvert barn en styrknum er skipt niður á mánuði þannig að einungis hluti styrksins er laus til notkunar í mánuði hverjum. Mosfellsbær greiðir 52.000 krónur í tómstundastyrk fyrir fyrsta og annað barn en styrkurinn hækkar upp í 60.000 krónur fyrir þriðja barn. Styrkirnir hækka einnig hjá Akranesi fyrir annað og þriðja barn. Sveitarfélögin Reykjavík, Seltjarnarnes, Garðabær og Vestmannaeyjar greiða öll styrki að upphæð 50.000 krónur á ári. Aldursbilið sem styrkirnir gilda fyrir er lengst hjá Vestmannaeyjabæ, 2-18 ára en 5-18 ára hjá Seltjarnarnesbæ og Garðabæ og 6-18 ára hjá Reykjavíkurborg. Lægsta upphæð frístundastyrks er hjá Fjarðabyggð, 10.000 krónur fyrir hvert barn á aldrinum 6-17 ára. Næst lægstu styrkirnir eru hjá Norðurþingi, 17.500 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 2-18 ára og hjá Borgarbyggð nema styrkirnir 20.000 krónur á ári fyrir 6-18 ára. Misjafnt er fyrir hvaða aldursbil styrkirnir gilda fyrir en Hveragerði og Suðurnesjabær bjóða upp á styrki fyrir 0-18 ára og Norðurþing og Vestmannaeyjar frá 2-18 ára. Styrkirnir gilda fyrir stysta aldursbilið hjá Akranesbæ, Reykjanesbæ, Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Hafnarfjarðarbæ og Borgarbyggð, fyrir 6-18 ára. Frístundastyrkir jafna tækifæri barna til tómstundaiðkunar Rannsóknir sýna að þátttaka í tómstundastarfi hefur áhrif á vellíðan barna og unglinga auk þess sem sýnt hefur verið fram á forvarnargildi tómstundastarfs og er það því hagur samfélagsins að börn hafi aðgang að slíku starfi. Tómstundir, hvort sem um er að ræða íþróttir, tónlistarnám eða annað, gegna því bæði því hlutverki að vera afþreying fyrir börn og unglinga auk þess að hafa menntunar- og forvarnargildi. Tómstundir geta verið dýrar og fjölskyldur eru í misjafnri stöðu til að greiða fyrir þær. Styrkirnir stuðla að því að börn geti tekið þátt í tómstundastarfi óháð efnahag og félagslegum aðstæðum og jafna þeir tækifæri barna til tómstundaiðkunar. Um úttektina Úttekt þessi nær eingöngu til frístundastyrkja sem foreldrar geta ráðstafað til að niðurgreiða tómstundir barna. Ekki er tekið tillit til annars konar stuðnings við tómstundastarf barna í formi stuðnings við íþróttafélög, lægra verðs á námskeiðum, ókeypis aksturs eða akstursstyrkja til foreldra sem keyra börn sín langan veg í tómstundir. Samanburðurinn nær til 20 fjölmennustu sveitarfélaga landsins.
Tilgangur frístundastyrkja Mörg sveitarfélög styrkja tómstundastarf barna með svokölluðum frístundastyrkjum eða hvatapeningum sem er yfirleitt ákveðin peningaupphæð á ári sem fylgir hverju barni og er ætluð til niðurgreiðslu á tómstundastarfi.
Íþróttir barna Félagsmál Kópavogur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira