Dæmd fyrir hundruð þúsunda króna strikamerkjasvindl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2022 13:01 Verslun Ikea í Garðabæ. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu og karl í sextíu daga og þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið vörum úr verslun Ikea í Garðabæ með því að hafa tekið strikamerki af ódýrari vörum og sett á dýrari vörur. Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Dómur í málinu féll í síðustu viku. Í dómi héraðsdóms má lesa að konan virðist hafa verið öllu stórtækari en karlinn. Saman voru þau ákærð fyrir að hafa, í tvö skipti, samtals svikið út vörur fyrir 198.805 krónur. Það gerðu þau með því að koma strikamerkjum ódýrari vara fyrir á vörunum sem þau afgreiddu sig sjálf um á sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þannig greiddu þau aðeins 11.270 krónur fyrir vörurnar, sem voru sem fyrr segir virði 198.805 króna. Um var að ræða lampa, pönnur, gardínur, skápa, og handlaugar svo dæmi séu tekin IKEA í Garðabæ.Vísir/Vilhelm Eiginkonan var einnig ákærð fyrir samskonar fjársvik í fjórum öðrum tilvikum en brotin öll áttu sér stað skömmu fyrir og eftir síðustu áramót. Var konunni gefið að sök að hafa svikið út vörur í þessi fjögur skipti fyrir samtals 158.595 krónur, með sama hætti og greint var frá hér að ofan. Alls greiddi konan 26.410 krónur fyrir vörurnar. Var um að ræða veggljós, handklæði, loftljós, sæng, kodda og teppi, svo dæmi séu tekin. Játuðu sök Svipar aðferðinni sem hjónin beittu við þjófnaðinn til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Hjónin játuðu sök fyrir dómi og var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Þá var einnig litið til þess að hvorugt þeirra hafi áður sætt refsingu. Var eiginkonan dæmd í sextíu daga fangelsi en eiginmaðurinn í þrjátíu daga fangelsi. Dómarnir falla niður haldi þau almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál IKEA Verslun Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira