Ekkert sáttatilboð lagt fram í talningarmálinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 17:36 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. EPA Ríkislögmaður segir að ríkið hafi ekki lagt fram neitt sáttatilboð eða viðurkennt brot á mannréttindasáttmála Evrópu vegna kæru tveggja frambjóðenda í Alþingiskosningunum í fyrra. Frambjóðendurnir kærðu ákvörðun Alþingis að staðfesta kosningaúrslitin til mannréttindadómstólsins. Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Hart var deilt um talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi eftir Alþingiskosningarnar síðasta haust. Alþingi staðfesti úrslitin þar eftir rannsókn þingnefndar en þeir Magnús Davíð Norðdahl, frambjóðandi Pírata, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, skutu málinu til mannréttindadómstólsins. Fréttablaðið sagði frá því í morgun að sættir hefðu verið reyndar í málinu en hafði eftir Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur, ríkislögmanni, að í því fælist ekki endilega viðurkenning á broti. Í yfirlýsingu sem embætti ríkislögmanns sendi frá sér í dag er áréttað að aldrei hafi verið lagt fram sáttatilboð af hálfu ríkisins. „Íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt brot á ákvæðum sáttmálans í þessum málið og er unnið að greinargerð,“ segir í yfirlýsingunni. Ríkið hafi óskað eftir að að frestur til að skila greinargerð verði framlengdur til 13. október. Embættið segir almennu regluna þá að þegar aðildarríki MDE fá send mál frá dómstólnum beri aðilum að kanna möguleika á sáttum. Nái þær og dómstóllinn fallist á þær séu málin felld niður. Hægt sé að ná sáttum í máli án þess að ríki viðurkenni brot á ákvæðum mannréttindasáttmálans. Slíkar sáttir séu nokkuð algengar. „Í samræmi við þetta ferli hefur embætti ríkislögmanns jafnan samband við lögmenn kærenda þegar ný mál berast og kannar mögulegan sáttagrundvöll. Var það einnig gert í málum frambjóðendanna. Engin sáttatilboð voru hins vegar lögð fram af hálfu ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni.
Alþingi Mannréttindadómstóll Evrópu Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira