Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 20:07 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Vísir/Stöð 2 Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag. Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg.
Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00