Hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2022 20:07 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB. Vísir/Stöð 2 Hagfræðingur BSRB segir það hlutverk Seðlabankans og ríkisstjórnar að bera ábyrgð á efnahagsstjórn landsins en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör fyrir launafólk. Seðlabankastjóri skoraði á aðila vinnumarkaðarins að taka þátt í að halda verðbólgu í skefjum í dag. Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg. Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósentustigi í morgun. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði að bankinn gæfi nú boltann á aðra, vinnumarkaðinn, atvinnulífið og ríkisstjórnina, í baráttu við verðbólgu sem nemur nú um níu prósentum. Þegar áskorun seðlabankastjóra var borin undir Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðing BSRB, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áréttaði hún að það væri á ábyrgð bankans og ríkisstjórna að sjá um efnahagsstjórnina en verkalýðshreyfingarinnar að tryggja mannsæmandi kjör í landinu. Hreyfingin horfi til tæplega 40.000 heimila sem áttu erfitt með að ná endum saman í fyrra og þola nú kaupmáttarrýrnun og kvennastétta þar sem laun endurspegla ekki verðmæti starfanna. „Það er óhjákvæmilegt að krefjast leiðréttingar fyrir þessa hópa,“ sagði Sigríður Ingibjörg um hvort að launakröfum yrði stillt í hóf í komandi kjarasamningaviðræðum. Hvað kröfurnar varðaði liti verkalýðshreyfingin á samspil launa við þætti frá stjórnvöldum. Því sagði hagfræðingurinn fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar mikil vonbrigði. Í því væru lagðar til hækkanir almennra gjalda sem bitni fyrst og fremst á launafólki en ónæg framlög til barnabóta og húsnæðismála og fleiri þátta. „Það eru þessi atriði sem munu hafa áhrif á launakröfur okkar þegar að kjarsamningaborðinu kemur,“ sagði Sigríður Ingibjörg.
Seðlabankinn Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir „Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Maður heyrir nánast peningastefnunefndina andvarpa af létti“ Greiðslubyrði margra fasteignalána hefur næstum tvöfaldast síðan Seðlabankinn hóf að hækka stýrivexti í maí í fyrra. Bankinn hækkaði stýrivexti í níunda skipti á tímabilinu í morgun. Seðlabankastjóri vonar að þetta sé síðasta hækkunin, nú þurfi aðrir að taka við boltanum 5. október 2022 19:00