Gremst enn klakaleikurinn á Íslandi: „Myndi ekki gerast í dag“ Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 13:30 Áine O‘Gorman var á frosnum Laugardalsvelli árið 2008 þar sem draumur Íra um fyrsta stórmótið varð að engu. Fjallað var um það í Fréttablaðinu í aðdraganda leiks að völlurinn væri ekki leikhæfur. @aineogor9 og Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.08 Írar hafa aldrei komist á stórmót í fótbolta kvenna en taka nú þátt í sama umspili og Ísland fyrir HM á næsta ári. Stærsta tækifæri Íra hingað til, á að komast á stórmót, var í umspili gegn Íslandi 2008 en þá réðust úrslitin við skelfilegar aðstæður í Reykjavík. Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Áine O‘Gorman var táningur þegar hún spilaði síðast með Írum í umspili, á Laugardalsvelli árið 2008, en þá var í boði sæti á EM 2009. Í stað þess að Írar kæmust á mótið reyndist það verða fyrsta stórmótið sem íslenska kvennalandsliðið komst á. Liðin höfðu gert 1-1 jafntefli í Dublin en Ísland vann svo 3-0 á Laugardalsvelli, í fimbulkulda. Vegna mikils kulda í aðdraganda leiksins var völlurinn varla leikhæfur og á honum svellbunkar sem leikmenn runnu um á. „Þær voru á skautum en ekki við,“ sagði O‘Gorman í kaldhæðni við Irish Examiner, þegar hún rifjaði upp umspilsleikinn í Reykjavík. Laugardalsvöllur fraus í aðdraganda leiksins og var einfaldlega ekki í leikhæfu ástandi þegar leikur Íslands og Írlands, um sæti á EM 2009, fór fram.Skjáskot/Fréttablaðið 28.10.2008 „Þetta myndi ekki gerast í dag [að leikurinn væri spilaður við þessar aðstæður]. Það var verið að slá skóflu í miðjan völlinn en klakinn brotnaði ekki,“ sagði O‘Gorman, svekkt yfir því að leikurinn skyldi samt vera spilaður. „Ég held að maður hafi ekki áttað sig á þessu þegar þetta gerðist, eins vel og maður gerir núna. Við vorum á barmi þess að komast kannski í lokakeppni,“ sagði O‘Gorman. Hún fær nýtt tækifæri til að komast á stórmót næsta þriðjudag en Írland mætir þá Austurríki eða Skotlandi í umspili um sæti á HM. Sama dag mætir Ísland sigurliðinu úr leik Portúgals og Belgíu, sem mætast í dag. Laugardalsvöllur mun hins vegar ekki nýtast Íslandi að þessu sinni því í umspilinu eru aðeins leiknir stakir leikir og dregið um það hvort lið spila á heimavelli eða útivelli, og þarf Ísland að spila á útivelli hvort sem það verður í Belgíu eða Portúgal.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira