„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 15:01 Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum afar svekkt eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði en vill nýta það svekkelsi til að knýja fram sigur næsta þriðjudag. vísir/Arnar Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira