Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. október 2022 12:09 Fólk á Akureyri og öllu norðaustur horni landsins ætti að búa sig undir rafmagnsleysi í óveðrinu á morgun. vísir/vilhelm Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun. Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“ Veður Akureyri Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Stormi er spáð víða á landinu á morgun og voru gular og appelsínugular viðvaranir gefnar út alls staðar nema á höfuðborgarsvæðinu í gær. Versta veðrirð verður á Norðurlandi eystra og hefur Veðurstofan fært viðvörunarstig þar upp í rautt. „Við erum að leggja lokahönd á að skrifa það og við munum færa upp á rauðann á Norðurlandi eystra og á Austurlandi að Glettingi þá um tíma í appelsínugulu viðvöruninni,“ sagði Helga Ívarsdóttir veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við eftir fund almannavarna í dag. Viðvaranirnar taka gildi í fyrramálið og á óveðrið að standa fram á næstu nótt. Gert er ráð fyrir gríðarlegri rigningu - yfir 50 millimetrum víða. „Það er mjög mikil úrkoma. Á láglendi verður þetta meiri slydda. Þetta er svona ísingarveður líka á línur þannig að það ætti að verða mikið álag á allar raflínur. Þannig að rafmagnsleysi gæti verið í kortunum og fólk ætti að búa sig undir það,“ segir Helga. „Og þetta er ekkert ferðaveður þannig að á meðan á þessu stendur verður ekkert hægt að ferðast um og það verða lokanir á vegum. Fólk á bara að búa sig undir vonskuveður á morgun.“ Mikill undirbúningur á Akureyri Veðrið veður verst nokkuð austur af Akureyri. Þrátt fyrir það hefur mikill undirbúningur átt sér stað í bænum svo sama ástand skapist ekki og fyrir tveimur vikum þegar mikill sjór gekk á land og olli tjóni á nokkrum húsum. „Við erum náttúrulega bara búin að fara yfir fráveituna, öll niðurföll og laga sjóvarnargarða og bæta aðeins í þar. Og tryggja það að öll niðurföll séu í lagi,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Óvenju sterkar lægðir ganga yfir svæðið þetta haustið. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri. „Já, við erum vön því að veturinn komi með hvelli. En við höfum kannski meiri áhyggjur af því að það verði rafmagnsleysi og ísingaraðstæður eins og voru 2019, sem er ákveðin hætta að verði.“
Veður Akureyri Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira