Handbolti

Donni inn fyrir Ómar Inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristján Örn Kristjánsson (fremstur) fær tækifæri með íslenska landsliðinu eftir að Ómar Ingi Magnússon heltist úr lestinni.
Kristján Örn Kristjánsson (fremstur) fær tækifæri með íslenska landsliðinu eftir að Ómar Ingi Magnússon heltist úr lestinni.

Kristján Örn Kristjánsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM síðar í þessum mánuði.

Ómar dró sig út úr landsliðshópnum af persónulegum ástæðnum. Hann var ekki í leikmannahópi Magdeburg þegar liðið vann Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í gær.

Kristján Örn, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, tekur sæti Ómars í íslenska hópnum. Tvær aðrar örvhentar skyttur eru í honum; Teitur Örn Einarsson og Viggó Kristjánsson.

Donni hefur leikið nítján landsleiki og skorað nítján mörk. Hann var í íslenska hópnum á HM 2021 og EM 2022. Donni leikur með PAUC í Frakklandi og er á sínu þriðja tímabili hjá liðinu.

Ísland mætir Ísrael á Ásvöllum á miðvikudaginn og Eistlandi ytra á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×