Sæti á HM, nístandi vonbrigði eða vító og vesen Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2022 08:00 Íslenska landsliðið fagnar vonandi eftir leik í kvöld eins og þær Guðrún Arnardóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir gerðu eftir fyrsta mark Íslands á EM í sumar. Getty/Jan Kruger Bandaríkin, Brasilía, Kína, England og mögulega litla Ísland. Það skýrist í kvöld hvort Ísland verður í hópi 32ja bestu þjóða heims á HM kvenna í fótbolta næsta sumar. Mögulega, en það er ólíklegt, þurfa Íslendingar að bíða fram í febrúar á næsta ári með að fá endanlega niðurstöðu. Það verður dregið í riðla fyrir HM í næstu viku. Ef að Ísland vinnur Portúgal í kvöld, í venjulegum leiktíma eða framlengingu, verður liðið með í þeim drætti og tekur þátt í keppni þeirra bestu í heimi í fyrsta sinn í sögunni, eftir að hafa þrívegis komist í lokakeppni Evrópumótsins. Ef að Ísland tapar hins vegar í kvöld myndi það sjálfsagt flokkast sem sárustu vonbrigði í sögu landsliðsins. Aldrei hefur það komist eins nærri því að fara á HM þrátt fyrir að heppnin hafi svo sannarlega ekki verið á bandi Íslendinga, sem fyrst drógust í undanriðil með þáverandi Evrópumeisturum Hollands og drógust svo á útivöll gegn sterkum andstæðingi í því umspili sem liðið er núna í. Portúgal er þó í 27. sæti heimslistans, þrettán sætum fyrir neðan Ísland, og komst aðeins inn á EM sem varaþjóð í stað Rússlands. En liðið sýndi styrk sinn með því að slá út Belgíu síðastliðinn fimmtudag og það þarf allt að ganga upp til að Ísland komist á HM í kvöld í stað þess að sitja aftur eftir með sárt enni. Mögulega aukaumspil í febrúar Sá möguleiki er svo til staðar að Ísland fái ekki HM-farseðil í kvöld, en eigi samt enn möguleika á að komast á mótið. Flókið fyrirkomulag úr smiðju FIFA og UEFA gerir þetta að verkum. Ísland leikur í kvöld í einu af þremur umspilseinvígjum Evrópu þar sem í boði eru tvö örugg sæti á HM en eitt sæti í sérstöku aukaumspili í Nýja-Sjálandi í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum. Það lið sem vinnur sitt umspilseinvígi, en er með lakastan samanlagðan árangur úr undankeppninni og umspili, fer því í þetta aukaumspil. Ísland átti frábæra undankeppni þó að liðið næði á endanum ekki að slá við Hollandi. Eini möguleikinn á að Ísland endi á að fara í aukaumspilið er því ef að liðið myndi vinna Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld, og að Írland myndi vinna Skotland á útivelli og Sviss vinna Wales, í hinum tveimur umspilseinvígunum. Gætu þurft að bíða í tvo tíma eftir niðurstöðu Leikur Skotlands og Írlands hefst tveimur tímum seinna en hin tvö einvígin, eða klukkan 19, og því er mögulegt að Ísland vinni í vítaspyrnukeppni og þurfi svo að bíða í tvo tíma með að vita hvort að það dugi til að komast beint á HM. Fari Ísland í aukaumspilið bíða þar níu þjóðir sem liðið hefur aldrei spilað við, og verður þeim skipt í þrjú aðskilin umspil. Þjóðirnar sem bíða í aukaumspilinu eru Kínverska Taípei, Tæland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea. Íslensku stelpurnar hafa hins vegar 90 mínútur, eða 120 ef til þarf, til að sjá sjálfar til þess að þær geti fagnað HM-sætinu strax í kvöld. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Það verður dregið í riðla fyrir HM í næstu viku. Ef að Ísland vinnur Portúgal í kvöld, í venjulegum leiktíma eða framlengingu, verður liðið með í þeim drætti og tekur þátt í keppni þeirra bestu í heimi í fyrsta sinn í sögunni, eftir að hafa þrívegis komist í lokakeppni Evrópumótsins. Ef að Ísland tapar hins vegar í kvöld myndi það sjálfsagt flokkast sem sárustu vonbrigði í sögu landsliðsins. Aldrei hefur það komist eins nærri því að fara á HM þrátt fyrir að heppnin hafi svo sannarlega ekki verið á bandi Íslendinga, sem fyrst drógust í undanriðil með þáverandi Evrópumeisturum Hollands og drógust svo á útivöll gegn sterkum andstæðingi í því umspili sem liðið er núna í. Portúgal er þó í 27. sæti heimslistans, þrettán sætum fyrir neðan Ísland, og komst aðeins inn á EM sem varaþjóð í stað Rússlands. En liðið sýndi styrk sinn með því að slá út Belgíu síðastliðinn fimmtudag og það þarf allt að ganga upp til að Ísland komist á HM í kvöld í stað þess að sitja aftur eftir með sárt enni. Mögulega aukaumspil í febrúar Sá möguleiki er svo til staðar að Ísland fái ekki HM-farseðil í kvöld, en eigi samt enn möguleika á að komast á mótið. Flókið fyrirkomulag úr smiðju FIFA og UEFA gerir þetta að verkum. Ísland leikur í kvöld í einu af þremur umspilseinvígjum Evrópu þar sem í boði eru tvö örugg sæti á HM en eitt sæti í sérstöku aukaumspili í Nýja-Sjálandi í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum. Það lið sem vinnur sitt umspilseinvígi, en er með lakastan samanlagðan árangur úr undankeppninni og umspili, fer því í þetta aukaumspil. Ísland átti frábæra undankeppni þó að liðið næði á endanum ekki að slá við Hollandi. Eini möguleikinn á að Ísland endi á að fara í aukaumspilið er því ef að liðið myndi vinna Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld, og að Írland myndi vinna Skotland á útivelli og Sviss vinna Wales, í hinum tveimur umspilseinvígunum. Gætu þurft að bíða í tvo tíma eftir niðurstöðu Leikur Skotlands og Írlands hefst tveimur tímum seinna en hin tvö einvígin, eða klukkan 19, og því er mögulegt að Ísland vinni í vítaspyrnukeppni og þurfi svo að bíða í tvo tíma með að vita hvort að það dugi til að komast beint á HM. Fari Ísland í aukaumspilið bíða þar níu þjóðir sem liðið hefur aldrei spilað við, og verður þeim skipt í þrjú aðskilin umspil. Þjóðirnar sem bíða í aukaumspilinu eru Kínverska Taípei, Tæland, Kamerún, Senegal, Haítí, Panama, Paragvæ, Síle og Papúa Nýja-Gínea. Íslensku stelpurnar hafa hins vegar 90 mínútur, eða 120 ef til þarf, til að sjá sjálfar til þess að þær geti fagnað HM-sætinu strax í kvöld. Ísland og Portúgal mætast klukkan 17, að íslenskum tíma, í úrslitaleik um sæti á HM. Fjallað verður ítarlega um leikinn á Vísi í allan dag.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00 „Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58 Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00 Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Ekki lið sem við erum að fara að labba yfir“ „Þetta er 50:50 leikur að mörgu leyti,“ segir Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari um leikinn við Portúgal á morgun, um sæti á HM kvenna í fótbolta. 10. október 2022 20:00
„Ömurlegt ef við myndum ekki ná þessu markmiði“ „Mér finnst eins og við séum búnar að bíða heila eilífð,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji íslenska landsliðsins sem á morgun spilar úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM í fótbolta næsta sumar. 10. október 2022 14:58
Full vél fer með stuðningsmenn til Portúgal Uppselt er í flugvél Icelandair sem fer í dagsferð til Portúgal þar sem íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í leik upp á sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 10. október 2022 14:00
Sara slöpp fyrir leikinn um HM: „Hljóta að vera einhver lyf til að koma henni í gang“ Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki mætt í viðtöl í Porto í dag, daginn fyrir úrslitaleikinn við Portúgal um sæti á HM, vegna slappleika. 10. október 2022 12:23