Guðmundur Árni í varaformann Samfylkingarinnar: „Ég er til í slaginn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2022 14:46 Guðmundur Árni leiddi Samfylkinguna í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Hann vill leggja nýrri kynslóð jafnaðarmanna lið og segir þörf á skýrum áherslum í flokknum. Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns. Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Guðmundur Árni var oddviti flokksins í sveitarstjórnakosningum í Hafnarfirði í vor og tvöfaldaði bæjarfulltrúatölu flokksins, úr tveimur í fjóra og hlaut 29 prósent atkvæða. „Jafnaðarmenn eru komnir aftur til leiks,“ sagði Guðmundur Árni við talningu atkvæða í vor og lýsti yfir stórsigri. Hann sat áður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og þar af sem bæjarstjóri í sjö ár. Þá sat hann á þingi í 13 ár. „Ef ég get hjálpað jafnaðarfólki til að fá verðskulduð áhrif í samfélaginu þá geri ég það. Ég er til í slaginn,“ segir Guðmundur Árni í samtali við fréttastofu. Heiða Björg Hilmisdóttir hefur verið varaformaður flokksins síðustu sex ár. Hún dró framboð sitt til baka fyrir skömmu og kveðst ætla að einbeita sér að formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þörf á nýjum og skýrum áherslum „Það hafa margir hringt og það virðist vera eftirspurn eftir mínum kröftum. En við þurfum öflugan og sterkan jafnaðarmannaflokk og ég sé það geta raungerst í nýjum formanni, Kristrúnu Frostadóttur. Við þurfum nýjar og skýrar áherslur í íslenskri pólitík og hún hefur verið mjög skýr hvað það varðar.“ Grunntónn jafnaðarmennskunnar þurfi nú að vera í forgrunni hjá Samfylkingunni. „Íslensk þjóð er dálítið klofin í tvennt. Jafnaðarmenn átta sig á því að öflugt atvinnulíf þarf til að standa undir öflugri velferð. Þessi hugsjón þarf að vera gegnumgangandi í íslenskri pólitík en því miður hefur Samfylkingunni ekki tekist að verða sá öflugi leiðtogi í þessum efnum sem hún á að vera.“ Hann er jafnframt gagnrýninn á núverandi ríkisstjórn. „Hún virðist bara vera út og suður og virðist ekki vita hvort hún sé að koma eða fara. Þess vegna finnst mér mikilvægt að jafnaðarmannaflokkur Íslands verði leiðandi afl á næstu árum og geti þar komið að verki. Ég er auðvitað hundgamall í þessu öllu saman en vil að sjálfsögðu leggja mitt lóð á vogarskálarnar.“ Frumgerð og eftirlíkingar Samfylkingin hlaut 9,9 prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en fylgi flokksins var í kringum 30 prósent við upp úr aldamótum. „Þegar það eru 11 flokkar að bjóða fram og allir að tóna á svipuðum nótum er auðvelt að týnast í kraðaki. Þetta er spurning um frumgerð og eftirhermur. Samfylkingin er orginal-flokkur og verður það. Ef til vill verðum við að tala aðeins skýrar og Kristrún, til að mynda, getur það vel. Áhersla okkar er auðvitað að allir eigi að hafa sömu réttindi og tækifæri en við viljum ekki steypa öllum í sama mót,“ segir Guðmundur Árni. Í kjölfar góðs gengis í kosningum í Hafnarfirði er hann vongóður um framtíð flokksins. „Í Hafnarfirði talaði ég bara á almennum og skýrum nótum um það hvað jafnaðarmenn standa fyrir og Hafnfirðingar kunnu að meta það. Ég held Íslendingar séu sömu tegundar,“ segir Guðmundur Árni. Formannskjör hjá Samfylkingunni fer fram helgina 28.-29. október. Sem stendur eru Kristrún Frostadóttir og Guðmundur Árni Stefánsson í framboð til formanns og varaformanns.
Samfylkingin Hafnarfjörður Alþingi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira