„Nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna“ Fanndís Birna Logadóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 11. október 2022 23:46 Dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. STÖÐ 2/ARNAR HALLDÓRSSON Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra segir afbrotavarnafrumvarp vera á leiðinni. Til skoðunar sé að auka varnir lögreglu en ávinningurinn af því sé augljós, mikilvægt sé að tryggja öryggi lögreglumanna. Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í samtali við fréttastofu staðfestir dómsmálaráðherra að afbrotavarnafrumvarp sé á leiðinni, það muni auka heimildir lögreglu til afbrotavarna og til þess að sinna fyrirbyggjandi störfum vegna skipulagðrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Frumvarpið sé á lokametrunum en það hafi verið í undirbúningi í marga mánuði. „Þetta er gríðarlega mikilvægt skref til þess að samræma vinnubrögð okkar lögregluyfirvalda við lögregluyfirvöld í öðrum löndum. Sérstaklega á vettvangi eins og ég segi skipulagðrar brotastarfsemi og þeim hættum sem að ríkinu kunna að steðja,“ segir ráðherra. Með samræmdum vinnubrögðum sé hægt að skiptast á upplýsingum til þess að vinna gegn brotastarfsemi. „Mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós“ Aðspurður hvort það sé til skoðunar að rafbyssuvæða lögregluflotann segir Jón að verið sé að skoða að auka varnir lögreglu. Lögreglan hafi takmörkuð tól til þess að bregðast við auknum vopnaburði. Hann segir færri slys verða hjá öðrum ríkjum sem hafi rafbyssuvætt lögreglu, færri slys séu einnig á þeim sem lögregla hefur afskipti af. „Þannig mér sýnist ávinningurinn af þessu vera augljós og það er mikil samstaða bæði meðal lögreglustjóra, lögreglumanna, landsambands lögreglumanna og annarra, að við getum stigið einhver skref til þess að tryggja frekari öryggi lögreglumanna okkar til þess að þeir séu betur í stakk búnir til þess að gæta öryggis borgaranna,“ segir Jón. Lögreglumenn á vakt.Vísir/Vilhelm Hann segir það til skoðunar hvernig innleiðing á rafbyssum myndi fara fram en strangar verklagsreglur myndu gilda um notkun þeirra. Mikil þjálfun myndi þurfa að fara fram og þar með mikill undirbúningur, einnig væri breyting sem þessi kostnaðarsöm. Þegar ráðherra er spurður út í aðgerðir gegn alvarlegum ofbeldisbrotum segir hann nauðsynlegt að bregðast við þeim, aukinn vopnaburður hér á landi sé mikið áhyggjuefni. Frekari samfélagsleg umræða sé nauðsynleg, hún þurfi að eiga sér stað í skólakerfinu sem og víðar. „Vera öll á vaktinni þegar við fréttum af þessu en að sama skapi og á sama tíma að þá er mjög nauðsynlegt að við tryggjum aukið öryggi okkar lögreglumanna,“ segir Jón. Fréttastofa fjallaði í gærkvöldi um þá miklu aukningu sem hefur orðið á tilkynningum vegna alvarlegra ofbeldisbrota en aldrei hafa jafn mörg slík verið á skrá lögreglu höfuðborgarsvæðisins á fyrstu níu mánuðum ársins. Fyrstu níu mánuði ársins 2007 voru tilkynningarnar 88 talsins en á þessu ári eru þær 223. Í fyrra voru tilkynningarnar 197 á sama tímabili.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Rafbyssur Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira