Íslenskt fyrirtæki hluti af herferð Meta Bjarki Sigurðsson skrifar 13. október 2022 09:35 Hilmar Gunnarsson er stofnandi og eigandi Arkio. Íslenska tæknifyrirtækið Arkio er eitt þeirra fyrirtækja sem móðurfyrirtæki Facebook, Meta, sýnir frá í nýjustu auglýsingu sinni fyrir sýndarveruleikagleraugun Meta Quest Pro. Arkio býður upp á forrit þar sem hægt er að hanna arkitektúr í sýndarveruleika. Í fyrradag kynnti Meta ný sýndarveruleikagleraugu sýn, Meta Quest Pro. Gleraugun eru þau þriðju sem koma frá Meta en fyrirtækið hefur sett mikla vinnu í þróun og hönnun Quest-línunnar. Í kynningarmyndbandinu fyrir Quest Pro-gleraugun er sýnt frá nokkrum forritum sem hægt er að nota með gleraugunum. Fyrsta forritið var hið íslenska forrit Arkio. Arkio er eina fyrirtækið sem einbeitir sér að arkitektúr og rýmishönnun fyrir sýndarveruleika. Arkio var stofnað á Íslandi árið 2017 og er í dag með tíu starfsmenn, þrjá hérlendis og sjö erlendis. Fyrirtækið hefur frá stofnun einbeitt sér að erlendum mörkuðum. Þeirra stærsti notendahópur er í Bandaríkjunum. Hilmar Gunnarsson er stofnandi og eigandi Arkio. Í samtali við fréttastofu segir hann það vera mikinn heiður að Arkio sé í auglýsingunni. Hann og teymið hjá Arkio hafa unnið náið með Meta síðustu sex mánuði til að þróa forrit þeirra í nýju gleraugunum. Meðal tækifæra í nýju gleraugunum er að hægt er að blanda saman sýndarveruleika og raunveruleika þegar verið er að hanna arkitektúr. Það þýðir að fólk getur verið inni í sýndarveruleikanum en liðið eins og það sé að hanna og breyta í raunveruleikanum. Hægt er að hanna hús, færa hluti eða nánast hvað sem er í Arkio.Arkio „Það er ekki bara það að þú getir verið að vinna í sýndarveruleika með þrívíð módel af byggingum og hannað þau, heldur geturu núna bókstaflega verið í raunveruleikanum og breytt honum. Þú getur til dæmis staðið á byggingasvæði og séð byggingu fyrir þér í sínu umhverfi eins og hún mun raunverulega líta út. Eða ef þú vilt prófa að opna vegg, þá getur þú opnað hann og séð í gegnum hann, labbað upp að honum og gægst inn. Þetta eru möguleikar sem hefur ekki verið hægt að nýta áður,“ segir Hilmar. Með þessum blandaða veruleika er Arkio að gera eitthvað sem hefur ekki verið hægt áður. Fólk getur í raun og veru breytt raunveruleikanum inni í sýndarveruleika. Ég gæti skoðað hvernig það væri í raun og veru ef ég myndi setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Séð hvernig útsýnið væri ef ég myndi stækka stofugluggann. Líkt og Hilmar segir, þá er hægt að upplifa rými mun betur ef hægt er að ganga í gegnum þau í staðinn fyrir að horfa á þau á tölvuskjá. Stærri arkitektúrstofur, hönnuðir og verkfræðingar munu líka geta nýtt sér tæknina þegar farið er í dýrar framkvæmdir. „Það er magnað að það sé enn þann dag í dag, þegar þessi tækni er í boði, að það sé verið að fara í dýrar framkvæmdir, byggja dýrar byggingar, án þess að prófa að labba í gegnum þær fyrst. Þú getur ímyndað þér öll mistökin sem eru gerð, bæði á hönnunarstiginu þar sem fólk heldur að það viti hvernig eitthvað lítur út en það áttar sig ekki alveg á því, eða þegar það er byrjað að framkvæma og þarf að gera breytingar. Mörgum af þessum mistökum er hægt að afstýra með því að prófa þessar byggingar áður,“ segir Hilmar. Allt að 24 geta unnið saman í Arkio.Arkio Í dag er allt hannað og sníðað á flötum tölvuskjá, þrátt fyrir að flestir geri þrívíddarkynningar. Þá eru hlutir kynntir með þrívíddarmyndböndum, en enn á flötum skjá. Hilmar segir muninn á því og að nota Arkio vera eins og að sýna einhverjum mynd af París eða bjóða honum að fara til Parísar og labba upp að Eiffel-turninum. Hver sem er getur keypt Meta Quest Pro gleraugun frá og með 25. október en verðmiðinn er ekki fyrir alla. Ein gleraugu kosta 1.500 dollara, rúmlega 216 þúsund krónur. Búist er við því að verðið lækki hægt og rólega með næstu útgáfum gleraugnanna. Tækni Arkitektúr Nýsköpun Meta Stafræn þróun Tengdar fréttir Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. 12. október 2022 13:01 Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. 28. júní 2022 17:01 Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17. ágúst 2022 20:30 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Í fyrradag kynnti Meta ný sýndarveruleikagleraugu sýn, Meta Quest Pro. Gleraugun eru þau þriðju sem koma frá Meta en fyrirtækið hefur sett mikla vinnu í þróun og hönnun Quest-línunnar. Í kynningarmyndbandinu fyrir Quest Pro-gleraugun er sýnt frá nokkrum forritum sem hægt er að nota með gleraugunum. Fyrsta forritið var hið íslenska forrit Arkio. Arkio er eina fyrirtækið sem einbeitir sér að arkitektúr og rýmishönnun fyrir sýndarveruleika. Arkio var stofnað á Íslandi árið 2017 og er í dag með tíu starfsmenn, þrjá hérlendis og sjö erlendis. Fyrirtækið hefur frá stofnun einbeitt sér að erlendum mörkuðum. Þeirra stærsti notendahópur er í Bandaríkjunum. Hilmar Gunnarsson er stofnandi og eigandi Arkio. Í samtali við fréttastofu segir hann það vera mikinn heiður að Arkio sé í auglýsingunni. Hann og teymið hjá Arkio hafa unnið náið með Meta síðustu sex mánuði til að þróa forrit þeirra í nýju gleraugunum. Meðal tækifæra í nýju gleraugunum er að hægt er að blanda saman sýndarveruleika og raunveruleika þegar verið er að hanna arkitektúr. Það þýðir að fólk getur verið inni í sýndarveruleikanum en liðið eins og það sé að hanna og breyta í raunveruleikanum. Hægt er að hanna hús, færa hluti eða nánast hvað sem er í Arkio.Arkio „Það er ekki bara það að þú getir verið að vinna í sýndarveruleika með þrívíð módel af byggingum og hannað þau, heldur geturu núna bókstaflega verið í raunveruleikanum og breytt honum. Þú getur til dæmis staðið á byggingasvæði og séð byggingu fyrir þér í sínu umhverfi eins og hún mun raunverulega líta út. Eða ef þú vilt prófa að opna vegg, þá getur þú opnað hann og séð í gegnum hann, labbað upp að honum og gægst inn. Þetta eru möguleikar sem hefur ekki verið hægt að nýta áður,“ segir Hilmar. Með þessum blandaða veruleika er Arkio að gera eitthvað sem hefur ekki verið hægt áður. Fólk getur í raun og veru breytt raunveruleikanum inni í sýndarveruleika. Ég gæti skoðað hvernig það væri í raun og veru ef ég myndi setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Séð hvernig útsýnið væri ef ég myndi stækka stofugluggann. Líkt og Hilmar segir, þá er hægt að upplifa rými mun betur ef hægt er að ganga í gegnum þau í staðinn fyrir að horfa á þau á tölvuskjá. Stærri arkitektúrstofur, hönnuðir og verkfræðingar munu líka geta nýtt sér tæknina þegar farið er í dýrar framkvæmdir. „Það er magnað að það sé enn þann dag í dag, þegar þessi tækni er í boði, að það sé verið að fara í dýrar framkvæmdir, byggja dýrar byggingar, án þess að prófa að labba í gegnum þær fyrst. Þú getur ímyndað þér öll mistökin sem eru gerð, bæði á hönnunarstiginu þar sem fólk heldur að það viti hvernig eitthvað lítur út en það áttar sig ekki alveg á því, eða þegar það er byrjað að framkvæma og þarf að gera breytingar. Mörgum af þessum mistökum er hægt að afstýra með því að prófa þessar byggingar áður,“ segir Hilmar. Allt að 24 geta unnið saman í Arkio.Arkio Í dag er allt hannað og sníðað á flötum tölvuskjá, þrátt fyrir að flestir geri þrívíddarkynningar. Þá eru hlutir kynntir með þrívíddarmyndböndum, en enn á flötum skjá. Hilmar segir muninn á því og að nota Arkio vera eins og að sýna einhverjum mynd af París eða bjóða honum að fara til Parísar og labba upp að Eiffel-turninum. Hver sem er getur keypt Meta Quest Pro gleraugun frá og með 25. október en verðmiðinn er ekki fyrir alla. Ein gleraugu kosta 1.500 dollara, rúmlega 216 þúsund krónur. Búist er við því að verðið lækki hægt og rólega með næstu útgáfum gleraugnanna.
Tækni Arkitektúr Nýsköpun Meta Stafræn þróun Tengdar fréttir Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. 12. október 2022 13:01 Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. 28. júní 2022 17:01 Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17. ágúst 2022 20:30 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Zuckerberg boðar vinnufundi í sýndarveruleika Í gær kynntu Meta, móðurfyrirtæki Facebook, og Microsoft samstarf sitt í kringum sýndarveruleika. Með samstarfi fyrirtækjanna mun fólk geta notað forrit á vegum Microsoft í sýndarveruleikagleraugum Meta. 12. október 2022 13:01
Listrænt ferðalag til Aþenu í gegnum sýndarveruleika Sýningin Dialectic Bubble opnaði á dögunum í Listval, Hörpu. Verkið var unnið af samstarfsteyminu „It's the media not you!“ sem eru þær Eva Ísleifs, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir og Rakel McMahon. Næstkomandi laugardag, 2. júlí, klukkan 14:00 verður listamannaspjall á staðnum þar sem gestum og gangandi gefst kostur á því að fræðast um verkið. 28. júní 2022 17:01
Sýndarveruleiki slær í gegn á Skriðuklaustri Sýndarveruleiki er orðin hluti af klaustursafninu á Skriðuklaustri í Fljótsdal þar sem gestir geta litið inn í klaustrin og séð það með eigin augum hvernig þau litu út að innan og utan. 17. ágúst 2022 20:30